Hafa greitt út fimm milljarða í tekjufallsstyrki Eiður Þór Árnason skrifar 3. febrúar 2021 15:03 Styrkirnir eru hluti af aðgerðum stjórnvalda til að bregðast við neikvæðum efnahagsáhrifum heimsfaraldursins. Vísir/vilhelm Um fimm milljarðar króna hafa verið greiddir í tekjufallsstyrki undanfarnar þrjár vikur til 822 rekstraraðila, að sögn stjórnvalda. Styrkirnir nýtast fyrirtækjum, félögum og einstaklingum sem stunda atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi og hafa orðið fyrir minnst 40% tekjufalli vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Um vika er liðin frá því að stjórnvöld tilkynntu að 3,7 milljarðar króna hafi verið greiddir í slíka styrki. Skatturinn hefur nú alls afgreitt um fjögur þúsund umsóknir vegna tekjufalls- og lokunarstyrkja auk stuðnings við fyrirtæki við greiðslu launa á uppsagnarfresti. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Auk þess sé unnið að því að opna fyrir umsóknir um svokallaða viðspyrnustyrki sem voru samþykktir á Alþingi fyrir jól. Er þeim ætlað að gera fyrirtækjum kleift að viðhalda lágmarksstarfsemi meðan áhrifa faraldursins gætir og bjóðast rekstraraðilum sem hafa orðið fyrir minnst 60% tekjufalli vegna faraldursins. Stefnir Skatturinn að því að hefja móttöku umsókna um viðspyrnustyrki í lok febrúar. Miklar tafir á greiðslu styrkja „Síðustu mánuði hafa á fjórða þúsund rekstraraðilar og tugþúsundir einstaklinga nýtt sér ýmis úrræði stjórnvalda sem eru á annan tug talsins – styrki, lán, gjaldfresti og annan stuðning. Nefna má að búið er að afgreiða allar umsóknir sem borist hafa um greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti, alls 1.521 talsins og greiddir hafa verið út styrkir fyrir 12 milljarða króna til rekstraraðila,“ segir á vef Stjórnarráðsins. Lög um tekjufallsstyrki voru samþykkt í nóvember en samkvæmt þeim eiga fyrirtæki og einyrkjar sem hafa orðið fyrir 40-70% tekjufalli í faraldrinum rétt á styrk úr ríkissjóði fyrir hvert stöðugildi upp að tilteknu marki. Bæði rekstraraðilar og stjórnarandstaðan hafa gagnrýnt seinagang við veitingu styrkjanna og sagt að stór hluti rekstraraðila hafi ekki enn fengið greitt. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra svaraði því á Alþingi í gær að það væru vonbrigði að greiðsla hafi tafist jafn lengi og raun ber vitni. Þrátt fyrir það hafi kraftur verið settur í undirbúning og afgreiðslu umsókna. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Tengdar fréttir 3,7 milljarðar í tekjufallsstyrki síðustu tvær vikur Undanfarnar tvær vikur hafa um 3,7 milljarðar króna verið greiddir í tekjufallsstyrki til rekstraraðila sem orðið hafa fyrir tekjufalli vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. 26. janúar 2021 16:37 Vísa óánægðum kráareigendum á heilbrigðisráðuneytið Sóttvarnarlæknir segir í höndum heilbrigðisráðuneytisins að setja sóttvarnartillögur sínar í regluform. Ef ef kráraeigendur telji jafnræðisreglu brotna á sér vísi hann þangað. Hann bendir á að þriðja bylga faraldursins hafi byrjað á krám og börum. 2. febrúar 2021 14:00 Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Sjá meira
Um vika er liðin frá því að stjórnvöld tilkynntu að 3,7 milljarðar króna hafi verið greiddir í slíka styrki. Skatturinn hefur nú alls afgreitt um fjögur þúsund umsóknir vegna tekjufalls- og lokunarstyrkja auk stuðnings við fyrirtæki við greiðslu launa á uppsagnarfresti. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Auk þess sé unnið að því að opna fyrir umsóknir um svokallaða viðspyrnustyrki sem voru samþykktir á Alþingi fyrir jól. Er þeim ætlað að gera fyrirtækjum kleift að viðhalda lágmarksstarfsemi meðan áhrifa faraldursins gætir og bjóðast rekstraraðilum sem hafa orðið fyrir minnst 60% tekjufalli vegna faraldursins. Stefnir Skatturinn að því að hefja móttöku umsókna um viðspyrnustyrki í lok febrúar. Miklar tafir á greiðslu styrkja „Síðustu mánuði hafa á fjórða þúsund rekstraraðilar og tugþúsundir einstaklinga nýtt sér ýmis úrræði stjórnvalda sem eru á annan tug talsins – styrki, lán, gjaldfresti og annan stuðning. Nefna má að búið er að afgreiða allar umsóknir sem borist hafa um greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti, alls 1.521 talsins og greiddir hafa verið út styrkir fyrir 12 milljarða króna til rekstraraðila,“ segir á vef Stjórnarráðsins. Lög um tekjufallsstyrki voru samþykkt í nóvember en samkvæmt þeim eiga fyrirtæki og einyrkjar sem hafa orðið fyrir 40-70% tekjufalli í faraldrinum rétt á styrk úr ríkissjóði fyrir hvert stöðugildi upp að tilteknu marki. Bæði rekstraraðilar og stjórnarandstaðan hafa gagnrýnt seinagang við veitingu styrkjanna og sagt að stór hluti rekstraraðila hafi ekki enn fengið greitt. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra svaraði því á Alþingi í gær að það væru vonbrigði að greiðsla hafi tafist jafn lengi og raun ber vitni. Þrátt fyrir það hafi kraftur verið settur í undirbúning og afgreiðslu umsókna. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Tengdar fréttir 3,7 milljarðar í tekjufallsstyrki síðustu tvær vikur Undanfarnar tvær vikur hafa um 3,7 milljarðar króna verið greiddir í tekjufallsstyrki til rekstraraðila sem orðið hafa fyrir tekjufalli vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. 26. janúar 2021 16:37 Vísa óánægðum kráareigendum á heilbrigðisráðuneytið Sóttvarnarlæknir segir í höndum heilbrigðisráðuneytisins að setja sóttvarnartillögur sínar í regluform. Ef ef kráraeigendur telji jafnræðisreglu brotna á sér vísi hann þangað. Hann bendir á að þriðja bylga faraldursins hafi byrjað á krám og börum. 2. febrúar 2021 14:00 Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Sjá meira
3,7 milljarðar í tekjufallsstyrki síðustu tvær vikur Undanfarnar tvær vikur hafa um 3,7 milljarðar króna verið greiddir í tekjufallsstyrki til rekstraraðila sem orðið hafa fyrir tekjufalli vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. 26. janúar 2021 16:37
Vísa óánægðum kráareigendum á heilbrigðisráðuneytið Sóttvarnarlæknir segir í höndum heilbrigðisráðuneytisins að setja sóttvarnartillögur sínar í regluform. Ef ef kráraeigendur telji jafnræðisreglu brotna á sér vísi hann þangað. Hann bendir á að þriðja bylga faraldursins hafi byrjað á krám og börum. 2. febrúar 2021 14:00