Handbolti

Löwen mis­steig sig gegn læri­sveinum Aðal­steins

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ýmir Örn skoraði tvö mörk í liði Löwen en fékk einnig rautt spjald.
Ýmir Örn skoraði tvö mörk í liði Löwen en fékk einnig rautt spjald. Uwe Anspach/Getty Images

Rhein-Neckar Löwen og Kadetten gerðu jafntefli, 30-30, í Evrópubikarnum í handbolta í kvöld. Voru þetta fyrstu stigin sem Löwen tapar í keppninni en fyrir leik kvöldsins hafði liðið unnið þrjá leiki í röð.

Löwen byrjaði leikinn betur og var fjórum mörkum yfir í hálfleik, staðan þá 17-13. Í þeim síðari snerist dæmið algjörlega við og gestirnir frá Sviss skoruðu 17 mörk á meðan Löwen tókst aðeins að skora 13 mörk, lokatölur því 30-30.

Ýmir Örn Gíslason skoraði tvö mörk í liði Löwen en hann fékk einnig rautt spjald þar sem línumaðurinn nældi sér í þrjár tveggja mínútna brottvísanir.

Löwen er sem fyrr á toppi D-riðils í Evrópubikarnum með sjö stig að loknum fjórum leikjum. Kadetten – sem Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar – er í þriðja sæti með fjögur stig að loknum þremur leikjum. Þá er Íslendingalið GOG í öðru sæti riðilsins en markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson leikur með danska liðinu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.