Heilbrigðisþjónusta í heimabyggð Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 2. febrúar 2021 11:30 Það er fátt sem er okkur dýrmætara en heilsan um það erum við væntanlega flest sammála. Ákallið fyrir síðustu kosningar var að efla opinbera heilbrigðisþjónustu um allt land og á þessu kjörtímabili hafa verið stigin mikilvæg skref í þá átt undir forystu Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra. Þar vegur líklega þyngst efling heilsugæslunnar á landsvísu. Bæði hefur heilsugæslan verið efld sem fyrsti viðkomustaður í heilbrigðiskerfinu en einnig með fjarheilbrigðisþjónustu. Að þurfa ekki að fara um langan veg til að hitta lækni vegna minnstu kvilla er mikilvægt. Það er mikilvægt að fólk fresti því ekki að leita til læknis þegar eitthvað amar að, það getur leitt til þess að veikindi ágerist sem er íþyngjandi bæði fyrir sjúklinga og heilbrigðiskerfið. Það er gríðarlega mikilvægt að grípa fólk snemma, sama hvers eðlis veikindin eru. Það á einnig við um geðheilbrigði. Í gegnum tíðina hefur því miður ekki verið nægilega gott aðgengi að sálfræðingum og geðlæknum í hinum dreifðu byggðum. Þess vegna hefur geðheilbrigðisþjónusta á landsvísu verið efld, meðal annars með tilkomu geðheilsuteyma á heilsugæslustöðvum. Að auki hefur það verið ein af höfuðáherslum Vinstri grænna að draga úr greiðsluþátttöku sjúklinga. Komugjöld á heilsugæslu hafa lækkað og aldraðir og öryrkjar þurfa ekki að greiða fyrir slíka heimsókn. Eitt af því sem mér finnst mjög mikilvægt er að þjónusta við barnshafandi konur, sem þurfa að ferðast af sínu heimasvæði til að fæða barn, var aukin og nú er greitt fargjald fyrir fylgdarmann. Greiðsluþátttaka lífeyrisþega í tannlækningum hefur lækkað sem og niðurgreiðsla á búnaði sykursjúkra. Hormónatengdar getnaðarvarnir fyrir ungar konur eru felldar undir lyfjagreiðsluþátttökukerfið og ótalmargt annað væri hægt að nefna En betur má ef duga skal og er mikilvægt að haldið sé áfram á þessari vegferð og er gert ráð fyrir því í ríkisfjármálaáætlun næstu ára. Við vitum að mörg sérhæfð læknisþjónusta verður ekki að fullu starfrækt á hverjum stað og þess vegna er mikilvægt að styrkja sjúkrahúsin í öllum umdæmum enn frekar svo að fólk þurfi ekki að ferðast um langan veg til að fá heilbrigðisþjónustu. Best væri að Landspítalinn og Sjúkrahúsið á Akureyri hefðu þá ábyrgð og skyldu að sérfræðingar sem þar starfa fari með reglubundnum hætti í hinar dreifðu byggðir til að veita þjónustu þar sem því er viðkomið. Það er ekki bara sparnaður fyrir heilbrigðiskerfið heldur hluti af því að halda landinu í byggð og veita þjónustuna nær fólki. Heilbrigðisráðherra hefur stigið ákveðin skref í þessa átt m.a. með því að gera samninga milli LSH, SAK og Heilbrigðisstofnunar Austurlands sem er afskaplega mikilvægt. Verkefnin eru ærin í svo viðamiklum málaflokki og lýkur líklega aldrei en markmiðið ætti ævinlega að vera að þjónustan sé sem aðgengilegust og að allir geti notað hana óháð efnahag. Höfundur er þingflokksformaður VG og sækist eftir 1. sæti á lista VG í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Norðausturkjördæmi Skoðun: Kosningar 2021 Heilbrigðismál Landspítalinn Sjúkrahúsið á Akureyri Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Sjá meira
Það er fátt sem er okkur dýrmætara en heilsan um það erum við væntanlega flest sammála. Ákallið fyrir síðustu kosningar var að efla opinbera heilbrigðisþjónustu um allt land og á þessu kjörtímabili hafa verið stigin mikilvæg skref í þá átt undir forystu Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra. Þar vegur líklega þyngst efling heilsugæslunnar á landsvísu. Bæði hefur heilsugæslan verið efld sem fyrsti viðkomustaður í heilbrigðiskerfinu en einnig með fjarheilbrigðisþjónustu. Að þurfa ekki að fara um langan veg til að hitta lækni vegna minnstu kvilla er mikilvægt. Það er mikilvægt að fólk fresti því ekki að leita til læknis þegar eitthvað amar að, það getur leitt til þess að veikindi ágerist sem er íþyngjandi bæði fyrir sjúklinga og heilbrigðiskerfið. Það er gríðarlega mikilvægt að grípa fólk snemma, sama hvers eðlis veikindin eru. Það á einnig við um geðheilbrigði. Í gegnum tíðina hefur því miður ekki verið nægilega gott aðgengi að sálfræðingum og geðlæknum í hinum dreifðu byggðum. Þess vegna hefur geðheilbrigðisþjónusta á landsvísu verið efld, meðal annars með tilkomu geðheilsuteyma á heilsugæslustöðvum. Að auki hefur það verið ein af höfuðáherslum Vinstri grænna að draga úr greiðsluþátttöku sjúklinga. Komugjöld á heilsugæslu hafa lækkað og aldraðir og öryrkjar þurfa ekki að greiða fyrir slíka heimsókn. Eitt af því sem mér finnst mjög mikilvægt er að þjónusta við barnshafandi konur, sem þurfa að ferðast af sínu heimasvæði til að fæða barn, var aukin og nú er greitt fargjald fyrir fylgdarmann. Greiðsluþátttaka lífeyrisþega í tannlækningum hefur lækkað sem og niðurgreiðsla á búnaði sykursjúkra. Hormónatengdar getnaðarvarnir fyrir ungar konur eru felldar undir lyfjagreiðsluþátttökukerfið og ótalmargt annað væri hægt að nefna En betur má ef duga skal og er mikilvægt að haldið sé áfram á þessari vegferð og er gert ráð fyrir því í ríkisfjármálaáætlun næstu ára. Við vitum að mörg sérhæfð læknisþjónusta verður ekki að fullu starfrækt á hverjum stað og þess vegna er mikilvægt að styrkja sjúkrahúsin í öllum umdæmum enn frekar svo að fólk þurfi ekki að ferðast um langan veg til að fá heilbrigðisþjónustu. Best væri að Landspítalinn og Sjúkrahúsið á Akureyri hefðu þá ábyrgð og skyldu að sérfræðingar sem þar starfa fari með reglubundnum hætti í hinar dreifðu byggðir til að veita þjónustu þar sem því er viðkomið. Það er ekki bara sparnaður fyrir heilbrigðiskerfið heldur hluti af því að halda landinu í byggð og veita þjónustuna nær fólki. Heilbrigðisráðherra hefur stigið ákveðin skref í þessa átt m.a. með því að gera samninga milli LSH, SAK og Heilbrigðisstofnunar Austurlands sem er afskaplega mikilvægt. Verkefnin eru ærin í svo viðamiklum málaflokki og lýkur líklega aldrei en markmiðið ætti ævinlega að vera að þjónustan sé sem aðgengilegust og að allir geti notað hana óháð efnahag. Höfundur er þingflokksformaður VG og sækist eftir 1. sæti á lista VG í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar