Heilbrigðisþjónusta í heimabyggð Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 2. febrúar 2021 11:30 Það er fátt sem er okkur dýrmætara en heilsan um það erum við væntanlega flest sammála. Ákallið fyrir síðustu kosningar var að efla opinbera heilbrigðisþjónustu um allt land og á þessu kjörtímabili hafa verið stigin mikilvæg skref í þá átt undir forystu Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra. Þar vegur líklega þyngst efling heilsugæslunnar á landsvísu. Bæði hefur heilsugæslan verið efld sem fyrsti viðkomustaður í heilbrigðiskerfinu en einnig með fjarheilbrigðisþjónustu. Að þurfa ekki að fara um langan veg til að hitta lækni vegna minnstu kvilla er mikilvægt. Það er mikilvægt að fólk fresti því ekki að leita til læknis þegar eitthvað amar að, það getur leitt til þess að veikindi ágerist sem er íþyngjandi bæði fyrir sjúklinga og heilbrigðiskerfið. Það er gríðarlega mikilvægt að grípa fólk snemma, sama hvers eðlis veikindin eru. Það á einnig við um geðheilbrigði. Í gegnum tíðina hefur því miður ekki verið nægilega gott aðgengi að sálfræðingum og geðlæknum í hinum dreifðu byggðum. Þess vegna hefur geðheilbrigðisþjónusta á landsvísu verið efld, meðal annars með tilkomu geðheilsuteyma á heilsugæslustöðvum. Að auki hefur það verið ein af höfuðáherslum Vinstri grænna að draga úr greiðsluþátttöku sjúklinga. Komugjöld á heilsugæslu hafa lækkað og aldraðir og öryrkjar þurfa ekki að greiða fyrir slíka heimsókn. Eitt af því sem mér finnst mjög mikilvægt er að þjónusta við barnshafandi konur, sem þurfa að ferðast af sínu heimasvæði til að fæða barn, var aukin og nú er greitt fargjald fyrir fylgdarmann. Greiðsluþátttaka lífeyrisþega í tannlækningum hefur lækkað sem og niðurgreiðsla á búnaði sykursjúkra. Hormónatengdar getnaðarvarnir fyrir ungar konur eru felldar undir lyfjagreiðsluþátttökukerfið og ótalmargt annað væri hægt að nefna En betur má ef duga skal og er mikilvægt að haldið sé áfram á þessari vegferð og er gert ráð fyrir því í ríkisfjármálaáætlun næstu ára. Við vitum að mörg sérhæfð læknisþjónusta verður ekki að fullu starfrækt á hverjum stað og þess vegna er mikilvægt að styrkja sjúkrahúsin í öllum umdæmum enn frekar svo að fólk þurfi ekki að ferðast um langan veg til að fá heilbrigðisþjónustu. Best væri að Landspítalinn og Sjúkrahúsið á Akureyri hefðu þá ábyrgð og skyldu að sérfræðingar sem þar starfa fari með reglubundnum hætti í hinar dreifðu byggðir til að veita þjónustu þar sem því er viðkomið. Það er ekki bara sparnaður fyrir heilbrigðiskerfið heldur hluti af því að halda landinu í byggð og veita þjónustuna nær fólki. Heilbrigðisráðherra hefur stigið ákveðin skref í þessa átt m.a. með því að gera samninga milli LSH, SAK og Heilbrigðisstofnunar Austurlands sem er afskaplega mikilvægt. Verkefnin eru ærin í svo viðamiklum málaflokki og lýkur líklega aldrei en markmiðið ætti ævinlega að vera að þjónustan sé sem aðgengilegust og að allir geti notað hana óháð efnahag. Höfundur er þingflokksformaður VG og sækist eftir 1. sæti á lista VG í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Norðausturkjördæmi Skoðun: Kosningar 2021 Heilbrigðismál Landspítalinn Sjúkrahúsið á Akureyri Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Það er fátt sem er okkur dýrmætara en heilsan um það erum við væntanlega flest sammála. Ákallið fyrir síðustu kosningar var að efla opinbera heilbrigðisþjónustu um allt land og á þessu kjörtímabili hafa verið stigin mikilvæg skref í þá átt undir forystu Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra. Þar vegur líklega þyngst efling heilsugæslunnar á landsvísu. Bæði hefur heilsugæslan verið efld sem fyrsti viðkomustaður í heilbrigðiskerfinu en einnig með fjarheilbrigðisþjónustu. Að þurfa ekki að fara um langan veg til að hitta lækni vegna minnstu kvilla er mikilvægt. Það er mikilvægt að fólk fresti því ekki að leita til læknis þegar eitthvað amar að, það getur leitt til þess að veikindi ágerist sem er íþyngjandi bæði fyrir sjúklinga og heilbrigðiskerfið. Það er gríðarlega mikilvægt að grípa fólk snemma, sama hvers eðlis veikindin eru. Það á einnig við um geðheilbrigði. Í gegnum tíðina hefur því miður ekki verið nægilega gott aðgengi að sálfræðingum og geðlæknum í hinum dreifðu byggðum. Þess vegna hefur geðheilbrigðisþjónusta á landsvísu verið efld, meðal annars með tilkomu geðheilsuteyma á heilsugæslustöðvum. Að auki hefur það verið ein af höfuðáherslum Vinstri grænna að draga úr greiðsluþátttöku sjúklinga. Komugjöld á heilsugæslu hafa lækkað og aldraðir og öryrkjar þurfa ekki að greiða fyrir slíka heimsókn. Eitt af því sem mér finnst mjög mikilvægt er að þjónusta við barnshafandi konur, sem þurfa að ferðast af sínu heimasvæði til að fæða barn, var aukin og nú er greitt fargjald fyrir fylgdarmann. Greiðsluþátttaka lífeyrisþega í tannlækningum hefur lækkað sem og niðurgreiðsla á búnaði sykursjúkra. Hormónatengdar getnaðarvarnir fyrir ungar konur eru felldar undir lyfjagreiðsluþátttökukerfið og ótalmargt annað væri hægt að nefna En betur má ef duga skal og er mikilvægt að haldið sé áfram á þessari vegferð og er gert ráð fyrir því í ríkisfjármálaáætlun næstu ára. Við vitum að mörg sérhæfð læknisþjónusta verður ekki að fullu starfrækt á hverjum stað og þess vegna er mikilvægt að styrkja sjúkrahúsin í öllum umdæmum enn frekar svo að fólk þurfi ekki að ferðast um langan veg til að fá heilbrigðisþjónustu. Best væri að Landspítalinn og Sjúkrahúsið á Akureyri hefðu þá ábyrgð og skyldu að sérfræðingar sem þar starfa fari með reglubundnum hætti í hinar dreifðu byggðir til að veita þjónustu þar sem því er viðkomið. Það er ekki bara sparnaður fyrir heilbrigðiskerfið heldur hluti af því að halda landinu í byggð og veita þjónustuna nær fólki. Heilbrigðisráðherra hefur stigið ákveðin skref í þessa átt m.a. með því að gera samninga milli LSH, SAK og Heilbrigðisstofnunar Austurlands sem er afskaplega mikilvægt. Verkefnin eru ærin í svo viðamiklum málaflokki og lýkur líklega aldrei en markmiðið ætti ævinlega að vera að þjónustan sé sem aðgengilegust og að allir geti notað hana óháð efnahag. Höfundur er þingflokksformaður VG og sækist eftir 1. sæti á lista VG í Norðausturkjördæmi.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun