Handbolti

Spánverjar tóku bronsið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Spánverjar höfðu betur gegn Frökkum í dag. Þeir höfðu undirtökin frá upphafi leiks.
Spánverjar höfðu betur gegn Frökkum í dag. Þeir höfðu undirtökin frá upphafi leiks. Slavko Midzor/Getty

Spánn vann Frakkland, 35-29, í leiknum um bronsverðlaunin á HM í Egyptalandi. Úrslitaleikurinn fer fram síðar í dag er Danir og Svíar mætast klukkan 16.30.

Spánverjarnir gáfu tóninn í upphafi leiks. Þeir komust í 4-0 og voru fimm mörkum yfir eftir stundarfjórðung, 11-6. Aðeins náðu Frakkarnir að laga muninn fyrir hlé en þá stóðu leikar 16-13.

Þeir spænsku héldu tröllatökum á leiknum í síðari hálfleik. Frakkar minnkuðu mest muninn í fjögur mörk en lokatölur urðu að endingu 35-29.

Bræðurnir Alex og Daniel Dujshebaev voru markahæstir í liði Spánar. Alex gerði átta og Daniel sex. Rodrigo Corrales var með rúmlega fjörutíu prósent markvörslu í marki Spánar.

Hugo Descat skoraði sjö mörk fyrir Frakka. Nicolas Tournat og Ludovic Fabregas gerðu fjögur hvor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×