Hreppsómagar samtímans Oddný Björg Daníelsdóttir skrifar 28. janúar 2021 17:30 Ég hef ekki verið heima hjá mér í 46 daga. Ég hef búið á hættusvæði C í rúm sjö ár. Húsið hefur verið á hættusvæði C í næstum tuttugu ár. Samkvæmt lögum ber sveitarstjórn að sjá til þess að íbúðarhús séu varin, flutt eða keypt upp séu þau á hættusvæði C. Það ferli er ekki enn farið í gang. Í rúm sjö ár hef ég haft fasta búsetu á Seyðisfirði. Við vorum ástfangin og vildum kaupa okkur íbúð. Þegar tækifærið gafst að kaupa hæð í húsi á Seyðisfirði stukkum við á það og höfum aldrei séð eftir þeirri ákvörðun. Við vorum fullmeðvituð um að húsið væri á hættusvæði C vegna ofanflóða (bæði snjó- og aurflóða) en það skipti okkur litlu máli. Við treystum á náttúruna og ofanflóðavaktina. Þótt að aurskriða hefði farið í gegnum húsið 1989 treystum við að almannavarnakerfið myndi grípa okkur og eins treystum við okkur sjálf að lesa í náttúruna. Traustið á ofanflóðavaktina hefur komið í ljós að var falskt öryggi, en lækurinn hliðin á húsinu stendur sína vakt og varar okkur við. Þannig höfum við, að eigin frumkvæði, yfirgefið heimili okkar fjórum sinnum á sjö árum. Ekkert yfirvald hefur beðið okkur, né skipað, að rýma húsið. Einu sinni fórum við í þrjár nætur milli jóla og nýárs þegar lækurinn hvarf skyndilega og við sáum spýju koma niður hann. Þannig var það einmitt þann 15. desember. Rennslið í læknum óx hratt og við fórum. Húsið var ekki rýmt fyrr en stóra skriðan féll þann 18. desember og tók með sér næstum öll húsin í nágrenninu. En okkar hús stendur enn, undir stórum fleka sem einhverja hluta vegna fór ekki niður með stóru skriðunni. En einn daginn kemur flekinn niður. Flestir Seyðfirðingar hafa fengið að snúa aftur í húsin sín. Margir hafa gert það með trega í von um að traustið til fjallsins og öryggið innan veggja heimilisins komi aftur. Og að þær varnir sem nú er verið að reisa dugi. Og að rigningin hætti vera ógnandi. Sumir sem mega snúa aftur heim hafa þó ekki farið heim. Og munu jafnvel aldrei treysta sér til þess. Við erum nokkur sem sjáum ekki fram á að fá nokkurn tímann að snúa aftur á heimili okkar. Okkur hús eru enn í rýmingu. Við erum í biðstöðu og getum ekkert gert. Við óttumst að næsti regndropi komi flekanum á skrið og húsin okkar hverfa. Biðtíminn er ótímabundinn. Á meðan við bíðum er talað um okkur í þriðju persónu á ýmsum stofnunum; sveitarstjórn, verkfræðistofum, Ofanflóðasjóði, Veðurstofunni, Alþingi, Almannavörum ríkisins og út í bæ. Og ef við biðjum um svör þá er okkur bara sagt að bíða. Bíða lengur. Og svo lengur. Og það versta er að þegar þessari bið lýkur tekur við önnur bið. Biðin eftir að fundið er úr okkar málum. Biðin eftir að opinberar stofnanir stígi sín litlu og fjölmörgu skref til að ljúka málinu. Og hvað sem þessi mörgu litlu skref verða tekin hratt þá verður biðin löng. Og á biðtímanum stendur erum við hreppsómagar á ábyrgð sveitarfélagsins. Höfundur er Seyðfirðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Almannavarnir Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Ég hef ekki verið heima hjá mér í 46 daga. Ég hef búið á hættusvæði C í rúm sjö ár. Húsið hefur verið á hættusvæði C í næstum tuttugu ár. Samkvæmt lögum ber sveitarstjórn að sjá til þess að íbúðarhús séu varin, flutt eða keypt upp séu þau á hættusvæði C. Það ferli er ekki enn farið í gang. Í rúm sjö ár hef ég haft fasta búsetu á Seyðisfirði. Við vorum ástfangin og vildum kaupa okkur íbúð. Þegar tækifærið gafst að kaupa hæð í húsi á Seyðisfirði stukkum við á það og höfum aldrei séð eftir þeirri ákvörðun. Við vorum fullmeðvituð um að húsið væri á hættusvæði C vegna ofanflóða (bæði snjó- og aurflóða) en það skipti okkur litlu máli. Við treystum á náttúruna og ofanflóðavaktina. Þótt að aurskriða hefði farið í gegnum húsið 1989 treystum við að almannavarnakerfið myndi grípa okkur og eins treystum við okkur sjálf að lesa í náttúruna. Traustið á ofanflóðavaktina hefur komið í ljós að var falskt öryggi, en lækurinn hliðin á húsinu stendur sína vakt og varar okkur við. Þannig höfum við, að eigin frumkvæði, yfirgefið heimili okkar fjórum sinnum á sjö árum. Ekkert yfirvald hefur beðið okkur, né skipað, að rýma húsið. Einu sinni fórum við í þrjár nætur milli jóla og nýárs þegar lækurinn hvarf skyndilega og við sáum spýju koma niður hann. Þannig var það einmitt þann 15. desember. Rennslið í læknum óx hratt og við fórum. Húsið var ekki rýmt fyrr en stóra skriðan féll þann 18. desember og tók með sér næstum öll húsin í nágrenninu. En okkar hús stendur enn, undir stórum fleka sem einhverja hluta vegna fór ekki niður með stóru skriðunni. En einn daginn kemur flekinn niður. Flestir Seyðfirðingar hafa fengið að snúa aftur í húsin sín. Margir hafa gert það með trega í von um að traustið til fjallsins og öryggið innan veggja heimilisins komi aftur. Og að þær varnir sem nú er verið að reisa dugi. Og að rigningin hætti vera ógnandi. Sumir sem mega snúa aftur heim hafa þó ekki farið heim. Og munu jafnvel aldrei treysta sér til þess. Við erum nokkur sem sjáum ekki fram á að fá nokkurn tímann að snúa aftur á heimili okkar. Okkur hús eru enn í rýmingu. Við erum í biðstöðu og getum ekkert gert. Við óttumst að næsti regndropi komi flekanum á skrið og húsin okkar hverfa. Biðtíminn er ótímabundinn. Á meðan við bíðum er talað um okkur í þriðju persónu á ýmsum stofnunum; sveitarstjórn, verkfræðistofum, Ofanflóðasjóði, Veðurstofunni, Alþingi, Almannavörum ríkisins og út í bæ. Og ef við biðjum um svör þá er okkur bara sagt að bíða. Bíða lengur. Og svo lengur. Og það versta er að þegar þessari bið lýkur tekur við önnur bið. Biðin eftir að fundið er úr okkar málum. Biðin eftir að opinberar stofnanir stígi sín litlu og fjölmörgu skref til að ljúka málinu. Og hvað sem þessi mörgu litlu skref verða tekin hratt þá verður biðin löng. Og á biðtímanum stendur erum við hreppsómagar á ábyrgð sveitarfélagsins. Höfundur er Seyðfirðingur.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun