Hreppsómagar samtímans Oddný Björg Daníelsdóttir skrifar 28. janúar 2021 17:30 Ég hef ekki verið heima hjá mér í 46 daga. Ég hef búið á hættusvæði C í rúm sjö ár. Húsið hefur verið á hættusvæði C í næstum tuttugu ár. Samkvæmt lögum ber sveitarstjórn að sjá til þess að íbúðarhús séu varin, flutt eða keypt upp séu þau á hættusvæði C. Það ferli er ekki enn farið í gang. Í rúm sjö ár hef ég haft fasta búsetu á Seyðisfirði. Við vorum ástfangin og vildum kaupa okkur íbúð. Þegar tækifærið gafst að kaupa hæð í húsi á Seyðisfirði stukkum við á það og höfum aldrei séð eftir þeirri ákvörðun. Við vorum fullmeðvituð um að húsið væri á hættusvæði C vegna ofanflóða (bæði snjó- og aurflóða) en það skipti okkur litlu máli. Við treystum á náttúruna og ofanflóðavaktina. Þótt að aurskriða hefði farið í gegnum húsið 1989 treystum við að almannavarnakerfið myndi grípa okkur og eins treystum við okkur sjálf að lesa í náttúruna. Traustið á ofanflóðavaktina hefur komið í ljós að var falskt öryggi, en lækurinn hliðin á húsinu stendur sína vakt og varar okkur við. Þannig höfum við, að eigin frumkvæði, yfirgefið heimili okkar fjórum sinnum á sjö árum. Ekkert yfirvald hefur beðið okkur, né skipað, að rýma húsið. Einu sinni fórum við í þrjár nætur milli jóla og nýárs þegar lækurinn hvarf skyndilega og við sáum spýju koma niður hann. Þannig var það einmitt þann 15. desember. Rennslið í læknum óx hratt og við fórum. Húsið var ekki rýmt fyrr en stóra skriðan féll þann 18. desember og tók með sér næstum öll húsin í nágrenninu. En okkar hús stendur enn, undir stórum fleka sem einhverja hluta vegna fór ekki niður með stóru skriðunni. En einn daginn kemur flekinn niður. Flestir Seyðfirðingar hafa fengið að snúa aftur í húsin sín. Margir hafa gert það með trega í von um að traustið til fjallsins og öryggið innan veggja heimilisins komi aftur. Og að þær varnir sem nú er verið að reisa dugi. Og að rigningin hætti vera ógnandi. Sumir sem mega snúa aftur heim hafa þó ekki farið heim. Og munu jafnvel aldrei treysta sér til þess. Við erum nokkur sem sjáum ekki fram á að fá nokkurn tímann að snúa aftur á heimili okkar. Okkur hús eru enn í rýmingu. Við erum í biðstöðu og getum ekkert gert. Við óttumst að næsti regndropi komi flekanum á skrið og húsin okkar hverfa. Biðtíminn er ótímabundinn. Á meðan við bíðum er talað um okkur í þriðju persónu á ýmsum stofnunum; sveitarstjórn, verkfræðistofum, Ofanflóðasjóði, Veðurstofunni, Alþingi, Almannavörum ríkisins og út í bæ. Og ef við biðjum um svör þá er okkur bara sagt að bíða. Bíða lengur. Og svo lengur. Og það versta er að þegar þessari bið lýkur tekur við önnur bið. Biðin eftir að fundið er úr okkar málum. Biðin eftir að opinberar stofnanir stígi sín litlu og fjölmörgu skref til að ljúka málinu. Og hvað sem þessi mörgu litlu skref verða tekin hratt þá verður biðin löng. Og á biðtímanum stendur erum við hreppsómagar á ábyrgð sveitarfélagsins. Höfundur er Seyðfirðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Almannavarnir Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég hef ekki verið heima hjá mér í 46 daga. Ég hef búið á hættusvæði C í rúm sjö ár. Húsið hefur verið á hættusvæði C í næstum tuttugu ár. Samkvæmt lögum ber sveitarstjórn að sjá til þess að íbúðarhús séu varin, flutt eða keypt upp séu þau á hættusvæði C. Það ferli er ekki enn farið í gang. Í rúm sjö ár hef ég haft fasta búsetu á Seyðisfirði. Við vorum ástfangin og vildum kaupa okkur íbúð. Þegar tækifærið gafst að kaupa hæð í húsi á Seyðisfirði stukkum við á það og höfum aldrei séð eftir þeirri ákvörðun. Við vorum fullmeðvituð um að húsið væri á hættusvæði C vegna ofanflóða (bæði snjó- og aurflóða) en það skipti okkur litlu máli. Við treystum á náttúruna og ofanflóðavaktina. Þótt að aurskriða hefði farið í gegnum húsið 1989 treystum við að almannavarnakerfið myndi grípa okkur og eins treystum við okkur sjálf að lesa í náttúruna. Traustið á ofanflóðavaktina hefur komið í ljós að var falskt öryggi, en lækurinn hliðin á húsinu stendur sína vakt og varar okkur við. Þannig höfum við, að eigin frumkvæði, yfirgefið heimili okkar fjórum sinnum á sjö árum. Ekkert yfirvald hefur beðið okkur, né skipað, að rýma húsið. Einu sinni fórum við í þrjár nætur milli jóla og nýárs þegar lækurinn hvarf skyndilega og við sáum spýju koma niður hann. Þannig var það einmitt þann 15. desember. Rennslið í læknum óx hratt og við fórum. Húsið var ekki rýmt fyrr en stóra skriðan féll þann 18. desember og tók með sér næstum öll húsin í nágrenninu. En okkar hús stendur enn, undir stórum fleka sem einhverja hluta vegna fór ekki niður með stóru skriðunni. En einn daginn kemur flekinn niður. Flestir Seyðfirðingar hafa fengið að snúa aftur í húsin sín. Margir hafa gert það með trega í von um að traustið til fjallsins og öryggið innan veggja heimilisins komi aftur. Og að þær varnir sem nú er verið að reisa dugi. Og að rigningin hætti vera ógnandi. Sumir sem mega snúa aftur heim hafa þó ekki farið heim. Og munu jafnvel aldrei treysta sér til þess. Við erum nokkur sem sjáum ekki fram á að fá nokkurn tímann að snúa aftur á heimili okkar. Okkur hús eru enn í rýmingu. Við erum í biðstöðu og getum ekkert gert. Við óttumst að næsti regndropi komi flekanum á skrið og húsin okkar hverfa. Biðtíminn er ótímabundinn. Á meðan við bíðum er talað um okkur í þriðju persónu á ýmsum stofnunum; sveitarstjórn, verkfræðistofum, Ofanflóðasjóði, Veðurstofunni, Alþingi, Almannavörum ríkisins og út í bæ. Og ef við biðjum um svör þá er okkur bara sagt að bíða. Bíða lengur. Og svo lengur. Og það versta er að þegar þessari bið lýkur tekur við önnur bið. Biðin eftir að fundið er úr okkar málum. Biðin eftir að opinberar stofnanir stígi sín litlu og fjölmörgu skref til að ljúka málinu. Og hvað sem þessi mörgu litlu skref verða tekin hratt þá verður biðin löng. Og á biðtímanum stendur erum við hreppsómagar á ábyrgð sveitarfélagsins. Höfundur er Seyðfirðingur.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun