Aðgengissjóður Reykjavíkurborgar er algjör tímaskekkja Arnar Helgi Lárusson skrifar 28. janúar 2021 10:00 Að stofna Aðgengissjóð Reykjavíkurborgar er algjör tímaskekkja og mun því miður halda áfram að draga okkur aftar og aftar í aðgengismálum í Reykjavík. Samkvæmt öllum þeim byggingarreglugerðum síðan 1979 þá á enginn opinber staður s.s. sjoppa, bensínstöð, bíó, veitingastaðir, kaffihús, verkstæði, fataverslun, læknisþjónusta og öll önnur þjónusta sem til er á Íslandi að vera óaðgengileg og það eru ekki margir staðir á Íslandi sem hafa verið opnir lengur en það. Hugsunin er góð og ég er ekki að setja út á hana, en hér koma mín rök. Aðgengi hefur aldrei snúist um pening nema þegar það á að grípa í taumana allt of seint. Það kostar ekkert að skila góðri hönnun þegar það er verið að hanna eitthvað, það kostar ekkert meira að fara eftir góðri hönnun frekar en lélegri hönnun. Það sem vantar er að starfsmenn Reykjavíkurborgar og þá sér í lagi byggingarfulltrúar vinni vinnuna sína og fari yfir þær framkvæmdir sem verið er að framkvæma. Hvaða vissa er fyrir því að þeir byrji að sinna sinni vinnu þó það sé kominn sjóður til þess að taka til eftir þá. Er kannski hugmyndin að leggja starf byggingarfulltrúa niður og hvað gerist þegar sjóðurinn verður tómur og þeir sem fá ekki út úthlutað úr honum, setja bara þröskuld því þeir fengu ekkert úr sjóðnum. Er kannski kominn annar sjóður til þess að styrkja fyrirtæki til þess að fara eftir eldvarnarlögum eða heilbrigðis lögum. Nei ég held ekki, þetta er bara eitt enn flækjustig til þess að fela sig á bak við ömurleg vinnubrögð. Reykjavíkurborg ætti að nota þessar 5 milljónir til þess borga fyrir eftirlit með byggingarfulltrúa og setja pressu á hann til þess að sinna sínu starfi. Því nokkrar milljónir hafa ekkert að segja á móti þeim fjölda breytinga sem eiga sér stað í borginni og það mun ekki kosta borgina krónu hvað þá einhverja fjársterka aðila, fyrirtæki og félagasamtök ef borgin færi bara eftir lögum og reglum. Þetta hefur bara verið viðhafin venja að sinna ekki þessu eftirliti og rót vandans er kannski sú að borgin eins og sveitarfélög sinna eigin eftirliti og það er kannski sú breyting sem þarf að eiga sér stað. Ég segi nei takk við aðgengissjóði Reykjavíkurborgar, nema þá til að nota hann í eftirlit þar sem það er það sem vantar. Arnar Helgi Lárusson formaður SEM samtakanna. Þar sem nánast allir félagsmenn nota hjólastól til þess að komast á milli staða og aðgengi er okkar hjartans mál og höfum barist fyrir því í áratugi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Félagsmál Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Að stofna Aðgengissjóð Reykjavíkurborgar er algjör tímaskekkja og mun því miður halda áfram að draga okkur aftar og aftar í aðgengismálum í Reykjavík. Samkvæmt öllum þeim byggingarreglugerðum síðan 1979 þá á enginn opinber staður s.s. sjoppa, bensínstöð, bíó, veitingastaðir, kaffihús, verkstæði, fataverslun, læknisþjónusta og öll önnur þjónusta sem til er á Íslandi að vera óaðgengileg og það eru ekki margir staðir á Íslandi sem hafa verið opnir lengur en það. Hugsunin er góð og ég er ekki að setja út á hana, en hér koma mín rök. Aðgengi hefur aldrei snúist um pening nema þegar það á að grípa í taumana allt of seint. Það kostar ekkert að skila góðri hönnun þegar það er verið að hanna eitthvað, það kostar ekkert meira að fara eftir góðri hönnun frekar en lélegri hönnun. Það sem vantar er að starfsmenn Reykjavíkurborgar og þá sér í lagi byggingarfulltrúar vinni vinnuna sína og fari yfir þær framkvæmdir sem verið er að framkvæma. Hvaða vissa er fyrir því að þeir byrji að sinna sinni vinnu þó það sé kominn sjóður til þess að taka til eftir þá. Er kannski hugmyndin að leggja starf byggingarfulltrúa niður og hvað gerist þegar sjóðurinn verður tómur og þeir sem fá ekki út úthlutað úr honum, setja bara þröskuld því þeir fengu ekkert úr sjóðnum. Er kannski kominn annar sjóður til þess að styrkja fyrirtæki til þess að fara eftir eldvarnarlögum eða heilbrigðis lögum. Nei ég held ekki, þetta er bara eitt enn flækjustig til þess að fela sig á bak við ömurleg vinnubrögð. Reykjavíkurborg ætti að nota þessar 5 milljónir til þess borga fyrir eftirlit með byggingarfulltrúa og setja pressu á hann til þess að sinna sínu starfi. Því nokkrar milljónir hafa ekkert að segja á móti þeim fjölda breytinga sem eiga sér stað í borginni og það mun ekki kosta borgina krónu hvað þá einhverja fjársterka aðila, fyrirtæki og félagasamtök ef borgin færi bara eftir lögum og reglum. Þetta hefur bara verið viðhafin venja að sinna ekki þessu eftirliti og rót vandans er kannski sú að borgin eins og sveitarfélög sinna eigin eftirliti og það er kannski sú breyting sem þarf að eiga sér stað. Ég segi nei takk við aðgengissjóði Reykjavíkurborgar, nema þá til að nota hann í eftirlit þar sem það er það sem vantar. Arnar Helgi Lárusson formaður SEM samtakanna. Þar sem nánast allir félagsmenn nota hjólastól til þess að komast á milli staða og aðgengi er okkar hjartans mál og höfum barist fyrir því í áratugi.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar