Íbúðaskortur muni versna á næstu árum ef ekkert er að gert Eiður Þór Árnason skrifar 27. janúar 2021 13:42 Þörf er á enn frekari húsnæðisuppbyggingu á næstu misserum ef marka má greiningu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Vísir/Vilhelm Útlit er fyrir að íbúðaskortur aukist á næstu árum en óuppfyllt íbúðaþörf hér á landi nemur nú um 3.950 íbúðum, að mati Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS). Vænta má að íbúðaskorturinn aukist á næsta ári og enn meira árið 2022 en spá HMS bendir til að íbúðaskorturinn muni vaxa um 2.300 íbúðir til viðbótar á næstu þremur árum ef ekkert er að gert. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu HMS um stöðu og þróun húsnæðismála sem kynnt var á árlegu húsnæðisþingi HMS og félagsmálaráðuneytisins. Í skýrslunni kemur fram að þörf sé fyrir að meðaltali 1.900 nýjar íbúðir á hverju ári fram til ársins 2040. „Helsta ástæðan fyrir aukinni þörf á næstu þremur árum er sú að fjölgun heimila er áætluð meiri en mat á fjölgun íbúða miðað við spá um íbúðafjárfestingu, ásamt því að gert er ráð fyrir að ferðamannaiðnaðurinn taki við sér og fleiri íbúðir rati aftur inn á skammtímaleigumarkaðinn. Þetta gefur til kynna að byggja þurfi meira en núverandi spár gera ráð fyrir til að sporna við aukningu á óuppfylltri íbúðaþörf á næstu árum,“ segir í tilkynningu frá HMS. Einstaklingsheimilum muni fjölga Stofnunin gerir ráð fyrir að íbúðaþörfin muni aukast sérstaklega mikið á árunum 2022 til 2025 og því hætt við að óuppfyllt íbúðaþörf muni aukast á því tímabili. Eftir 2030 er svo búist við því að íbúðaþörf aukist mun hægar og því mögulegt að þá muni draga verulega úr óuppfylltri íbúðaþörf. Til ársins 2040 þarf líklega um 36 þúsund íbúðir í heildina til að mæta metinni undirliggjandi íbúðaþörf landsins en það samsvarar að meðaltali um 1.900 íbúðum á ári, að sögn HMS. Í skýrslu HMS kemur fram að greiningar á fjölgun og samsetningu heimila gefi til kynna að einstaklingsheimilum muni fjölga meira en annars konar heimilum. Gert er ráð fyrir að fjölgunin nemi um 674 heimilum á ári til ársins 2040, er fram kemur í tilkynningu. Hlutfallsleg fjölgun heimila mun einnig vera mest á meðal einstaklingsheimila samkvæmt spánni en gert er ráð fyrir að þau verði rúmlega fjórðungi fleiri árið 2040 en þau eru nú. Alls mun um 46% af fjölgun heimila til ársins 2040 verða rakin til einstaklingsheimila. Því mun þörf fyrir minni íbúðir aukast mest. Viðhorfskannanir eru sagðar styðja við þá ályktun. Að sögn HMS er nú þegar byrjað að byggja fleiri litlar íbúðir en áður. Frá aldamótum hafi hlutfall byggðra íbúða, minni en 70 fermetrar, verið að jafnaði um 12% af öllum íbúðum, en seinustu tvö ár farið upp í 32,5% og 28,5% á höfuðborgarsvæðinu. Óuppfyllt íbúðaþörf minnkaði í faraldrinum Samkvæmt greiningu lækkaði óuppfyllta íbúðaþörfin á síðasta ári um 1.700 íbúðir á milli ára og má aðallega rekja til þess að meiri fjölgun hefur orðið á húsnæði en fjölda heimila. „Byggingarmagn ársins 2020 náði því að vinna upp talsvert af óuppfylltu íbúðaþörf ársins. Vegna COVID-19 faraldursins hefur talsvert dregið úr fólksfjölgun miðað við síðustu ár og fjöldi íbúða sem var áður alfarið í skammtímaleigu hefur bæst við framboð íbúðarhúsnæðis og lækkað þar með þörfina þó nokkuð,“ segir í tilkynningu. Í skýrslu HMS kemur fram að óvíst sé hversu hratt markaður fyrir skammtímaleiguhúsnæði til ferðamanna muni vaxa á ný á næstu árum vegna töluverðrar óvissu í efnahagsmálum og áframhaldandi baráttu við farsóttina. Þá hafi mikið verið fjárfest í uppbyggingu hótela á síðustu árum sem muni líklega draga eitthvað úr þörf fyrir íbúðir í skammtímaleigu þegar ferðamannaiðnaðurinn tekur aftur við sér. Húsnæðismál Tengdar fréttir Yfirboðið í þriðjung dýrari eigna Sífellt fleiri dýrar fasteignir seljast á yfirverði og í lok árs var yfirboðið í um þriðjung allra eigna sem kostuðu yfir 75 milljónum króna. Hagfræðingur segir þetta til marks um að kreppan snerti fólk með mjög misjöfnum hætti. 25. janúar 2021 19:01 Um þrjú hundruð nýjar íbúðir í byggingu í Hveragerði Mikil uppbygging á sér nú stað í Hveragerði en þar er verið að byggja um þrjú hundruð nýjar íbúðir og fólki fjölgar og fjölgar í bæjarfélaginu. 2. janúar 2021 20:08 Sala á fasteignum líklega ekki verið meiri í fimm ár Eftirspurn eftir fasteignum hefur sjaldan verið meiri þrátt fyrir heimsfaraldur, segir fasteignasali. Framboðið sé hins vegar alltof lítið sem hafi leitt af sér ríflega sjö prósenta hækkun á fasteignaverði á þessu ári. 27. desember 2020 18:35 Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu HMS um stöðu og þróun húsnæðismála sem kynnt var á árlegu húsnæðisþingi HMS og félagsmálaráðuneytisins. Í skýrslunni kemur fram að þörf sé fyrir að meðaltali 1.900 nýjar íbúðir á hverju ári fram til ársins 2040. „Helsta ástæðan fyrir aukinni þörf á næstu þremur árum er sú að fjölgun heimila er áætluð meiri en mat á fjölgun íbúða miðað við spá um íbúðafjárfestingu, ásamt því að gert er ráð fyrir að ferðamannaiðnaðurinn taki við sér og fleiri íbúðir rati aftur inn á skammtímaleigumarkaðinn. Þetta gefur til kynna að byggja þurfi meira en núverandi spár gera ráð fyrir til að sporna við aukningu á óuppfylltri íbúðaþörf á næstu árum,“ segir í tilkynningu frá HMS. Einstaklingsheimilum muni fjölga Stofnunin gerir ráð fyrir að íbúðaþörfin muni aukast sérstaklega mikið á árunum 2022 til 2025 og því hætt við að óuppfyllt íbúðaþörf muni aukast á því tímabili. Eftir 2030 er svo búist við því að íbúðaþörf aukist mun hægar og því mögulegt að þá muni draga verulega úr óuppfylltri íbúðaþörf. Til ársins 2040 þarf líklega um 36 þúsund íbúðir í heildina til að mæta metinni undirliggjandi íbúðaþörf landsins en það samsvarar að meðaltali um 1.900 íbúðum á ári, að sögn HMS. Í skýrslu HMS kemur fram að greiningar á fjölgun og samsetningu heimila gefi til kynna að einstaklingsheimilum muni fjölga meira en annars konar heimilum. Gert er ráð fyrir að fjölgunin nemi um 674 heimilum á ári til ársins 2040, er fram kemur í tilkynningu. Hlutfallsleg fjölgun heimila mun einnig vera mest á meðal einstaklingsheimila samkvæmt spánni en gert er ráð fyrir að þau verði rúmlega fjórðungi fleiri árið 2040 en þau eru nú. Alls mun um 46% af fjölgun heimila til ársins 2040 verða rakin til einstaklingsheimila. Því mun þörf fyrir minni íbúðir aukast mest. Viðhorfskannanir eru sagðar styðja við þá ályktun. Að sögn HMS er nú þegar byrjað að byggja fleiri litlar íbúðir en áður. Frá aldamótum hafi hlutfall byggðra íbúða, minni en 70 fermetrar, verið að jafnaði um 12% af öllum íbúðum, en seinustu tvö ár farið upp í 32,5% og 28,5% á höfuðborgarsvæðinu. Óuppfyllt íbúðaþörf minnkaði í faraldrinum Samkvæmt greiningu lækkaði óuppfyllta íbúðaþörfin á síðasta ári um 1.700 íbúðir á milli ára og má aðallega rekja til þess að meiri fjölgun hefur orðið á húsnæði en fjölda heimila. „Byggingarmagn ársins 2020 náði því að vinna upp talsvert af óuppfylltu íbúðaþörf ársins. Vegna COVID-19 faraldursins hefur talsvert dregið úr fólksfjölgun miðað við síðustu ár og fjöldi íbúða sem var áður alfarið í skammtímaleigu hefur bæst við framboð íbúðarhúsnæðis og lækkað þar með þörfina þó nokkuð,“ segir í tilkynningu. Í skýrslu HMS kemur fram að óvíst sé hversu hratt markaður fyrir skammtímaleiguhúsnæði til ferðamanna muni vaxa á ný á næstu árum vegna töluverðrar óvissu í efnahagsmálum og áframhaldandi baráttu við farsóttina. Þá hafi mikið verið fjárfest í uppbyggingu hótela á síðustu árum sem muni líklega draga eitthvað úr þörf fyrir íbúðir í skammtímaleigu þegar ferðamannaiðnaðurinn tekur aftur við sér.
Húsnæðismál Tengdar fréttir Yfirboðið í þriðjung dýrari eigna Sífellt fleiri dýrar fasteignir seljast á yfirverði og í lok árs var yfirboðið í um þriðjung allra eigna sem kostuðu yfir 75 milljónum króna. Hagfræðingur segir þetta til marks um að kreppan snerti fólk með mjög misjöfnum hætti. 25. janúar 2021 19:01 Um þrjú hundruð nýjar íbúðir í byggingu í Hveragerði Mikil uppbygging á sér nú stað í Hveragerði en þar er verið að byggja um þrjú hundruð nýjar íbúðir og fólki fjölgar og fjölgar í bæjarfélaginu. 2. janúar 2021 20:08 Sala á fasteignum líklega ekki verið meiri í fimm ár Eftirspurn eftir fasteignum hefur sjaldan verið meiri þrátt fyrir heimsfaraldur, segir fasteignasali. Framboðið sé hins vegar alltof lítið sem hafi leitt af sér ríflega sjö prósenta hækkun á fasteignaverði á þessu ári. 27. desember 2020 18:35 Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Sjá meira
Yfirboðið í þriðjung dýrari eigna Sífellt fleiri dýrar fasteignir seljast á yfirverði og í lok árs var yfirboðið í um þriðjung allra eigna sem kostuðu yfir 75 milljónum króna. Hagfræðingur segir þetta til marks um að kreppan snerti fólk með mjög misjöfnum hætti. 25. janúar 2021 19:01
Um þrjú hundruð nýjar íbúðir í byggingu í Hveragerði Mikil uppbygging á sér nú stað í Hveragerði en þar er verið að byggja um þrjú hundruð nýjar íbúðir og fólki fjölgar og fjölgar í bæjarfélaginu. 2. janúar 2021 20:08
Sala á fasteignum líklega ekki verið meiri í fimm ár Eftirspurn eftir fasteignum hefur sjaldan verið meiri þrátt fyrir heimsfaraldur, segir fasteignasali. Framboðið sé hins vegar alltof lítið sem hafi leitt af sér ríflega sjö prósenta hækkun á fasteignaverði á þessu ári. 27. desember 2020 18:35