Viðskipti innlent

Bein út­sending: Hús­næðis­þing

Atli Ísleifsson skrifar
Á þinginu verður meðal annars farið yfir nýja skýrslu HMS um stöðu og þróun á húsnæðismarkaði.
Á þinginu verður meðal annars farið yfir nýja skýrslu HMS um stöðu og þróun á húsnæðismarkaði. Vísir/Vilhelm

Árlegt húsnæðisþing félagsmálaráðuneytisins og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) fer fram í dag milli klukkan 13 og 15. Þingið fer fram í gegnum streymi sem er opið öllum og er hægt að fylgjast með útsendingunni hér á Vísi. Yfirskrift þingsins í ár er Húsnæði – undirstaða velsældar.

Í tilkynningu frá HMS segir að á þinginu verði meðal annars farið yfir nýja skýrslu HMS um stöðu og þróun á húsnæðismarkaði.

„Á þinginu verður einnig fjallað um ný úrræði HMS til að bregðast við húsnæðisþörf almennings. Rætt verður við sveitarstjórnarfólk og byggingaraðila auk þess umræður verða í pallborði um áhrif COVID-19 aðgerðapakka á uppbyggingu innviða og um hvað sé framundan í húsnæðisuppbyggingu.

Þátttakendur í pallborði verða Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, Sandra Hlíf Ocares, framkvæmdastjóri Byggingarvettvangsins, Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, Elín Oddný Sigurðardóttir, stjórnarkona í HMS, Hermann Jónasson, forstjóri HMS, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.“

Hægt er að fylgjast með útsendingunni í spilaranum að neðan.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×