„Útsalan er í fullum gangi“ – eða þannig Baldur Björnsson skrifar 25. janúar 2021 13:00 Margar verslanir – sérstaklega þó húsgagnaverslanir – eru með útsölur og tlboð alla daga ársins. En hvernig er það hægt? Útsala snýst jú um að selja vöru á lækkuðu verði frá fyrra verði. Hámark útsölu má vera 6 vikur, eftir það telst útsöluverðið fullt verð. Engu að síður eru sömu vörurnar auglýstar á útsölu mánuðum og árum saman og „útsöluverðið“ er sífellt það sama. „Útsalan er í fullum gangi“ segir í auglýsingunum. En ef verðið er meira eða minna alltaf það sama, í hverju felst þá útsalan? Málið er einfaldlega að verslanir komast upp með þennan hókus-pókus leik og viðskiptavinirnir ýmist fatta ekkert eða finnst bara ágætt að láta spila með sig. Það er jú svo þægilegt að réttlæta innkaupin með því að segjast hafa fengið hlutinn á útsölu. En hver er þá galdurinn að geta stöðugt verið með útsölu án þess að selja á lækkuðu verði? Samkvæmt reglugerð má ekki auglýsa vöru á útsölu nema hafa selt hana áður á „fullu“ verði. Eftir 6 vikur á útsölu eða tilboði telst útsöluverðið „fulla“ verðið. Það sem verslanir gera - sérstaklega húsgagnaverslanir - er að þær hætta að auglýsa viðkomandi útsöluvöru eftir 6 vikur og fara yfirleitt að auglýsa einhverja aðra. Þess vegna er útsalan alltaf í fullum gangi. Er einhver svo vitlaus? En þá vaknar spurningin: hver er svo vitlaus að kaupa vöru á „fullu“ verði eftir að hafa séð hana auglýsta á útsölu vikum saman? Tali nú ekki um að flestir eru farnir að átta sig á að umrædd vara kemur fljótt aftur á útsölu, eftir hóflegan „hvíldartíma.“ Vissulega sýnir verðmerkingin í versluninni fulla verðið. En viðskiptavinurinn þarf ekki annað en minnast á að varan hafi verið á útsölu, þá býðst honum umsvifalaust afsláttur til að jafna tilboðs- eða útsöluverðið. Eða þá að afslátturinn er boðinn að fyrra bragði. Með öðrum orðum, útsöluverðið er eina verðið sem varan er seld á. Útsöluverðið er fulla verðið. Sérstaklega er þetta áberandi í húsgagnaverslunum sem eru með takmarkað úrval. Þær hafa ekki nema ákveðinn fjölda vörutegunda sem tekur því að auglýsa til að trekkja að viðskiptavini. Til að láta Neytendastofu ekki góma sig passa þessar verslanir upp á 6 vikna útsölutímann þegar þær auglýsa. Þess á milli er einfaldlega veittur afsláttur. Ein húsgagnaverslunin passar svo vel upp á að enginn borgi „fulla“ verðið að hún minnir viðskiptavini á það í auglýsingum að spyrja um kjörin. Skyldi Neytendastofa hætta að dorma og rísa úr rekkju? Nú orðið auglýsa verslanir helst ekki nema afslætti og tilboð. Þetta á við um allan skalann, þó svo að húsgagnaverslanir séu mest áberandi. Bersýnilega virkar þetta á viðskiptavini, annars væri þetta ekki meginþemað í öllum auglýsingum. Aftur og aftur fellur viðskiptavinurinn í gildruna - eða þá hitt, sem er líklegra, að honum finnst bara notalegt að taka þátt í þessari gervi-verðlagningu til að plata sjálfan sig til að halda að hann hafi fengið gott verð og hugsanlega réttlæta kaupin. Hver stenst eiginlega að fá eitthvað á útsölu? Er þá bara allt í lagi að hækka verð eftir 6 vikna útsölutímabil, hafa það hærra í eina viku og auglýsa svo nýja útsölu? Alls ekki. Lög nr. 57/2005 um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu banna slíkar blekkingar. Einhver kynni að spyrja í fávísi sinni hvort það sé ekki hlutverk Neytendastofu að rétta kúrsinn í þessari þróun, tryggja að neytendur séu ekki hafðir að fíflum eða lög brotin. En til að Neytendastofa geri eitthvað þarf hún fyrst að hætta að dorma, rísa úr rekkju, skilja áhyggjur af svefni og heilsu eftir í hirzlunni og koma sér út úr húsgagnahöllinni. Því miður virðist Neytendastofa ekki hafa andlega eða fjárhagslega burði til að gæta hagsmuna neytenda gagnvart þessari gjaldfellingu útsölu- og tilboða. Á vakt Neytendastofu er misnotkun á útsölum orðin að óstöðvandi skrímsli. Þau örfáu tilfelli þar sem Neytendastofa hefur slegið á puttana á verslunum hafa ekkert að segja. Það segir sitt að nýjasta dæmið um aðgerðir Neytendastofu í þessum efnum sem kynnt er á vefsíðu stofnunarinnar er frá 2015. Höfundur er iðnaðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Neytendur Fjármál heimilisins Mest lesið Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Margar verslanir – sérstaklega þó húsgagnaverslanir – eru með útsölur og tlboð alla daga ársins. En hvernig er það hægt? Útsala snýst jú um að selja vöru á lækkuðu verði frá fyrra verði. Hámark útsölu má vera 6 vikur, eftir það telst útsöluverðið fullt verð. Engu að síður eru sömu vörurnar auglýstar á útsölu mánuðum og árum saman og „útsöluverðið“ er sífellt það sama. „Útsalan er í fullum gangi“ segir í auglýsingunum. En ef verðið er meira eða minna alltaf það sama, í hverju felst þá útsalan? Málið er einfaldlega að verslanir komast upp með þennan hókus-pókus leik og viðskiptavinirnir ýmist fatta ekkert eða finnst bara ágætt að láta spila með sig. Það er jú svo þægilegt að réttlæta innkaupin með því að segjast hafa fengið hlutinn á útsölu. En hver er þá galdurinn að geta stöðugt verið með útsölu án þess að selja á lækkuðu verði? Samkvæmt reglugerð má ekki auglýsa vöru á útsölu nema hafa selt hana áður á „fullu“ verði. Eftir 6 vikur á útsölu eða tilboði telst útsöluverðið „fulla“ verðið. Það sem verslanir gera - sérstaklega húsgagnaverslanir - er að þær hætta að auglýsa viðkomandi útsöluvöru eftir 6 vikur og fara yfirleitt að auglýsa einhverja aðra. Þess vegna er útsalan alltaf í fullum gangi. Er einhver svo vitlaus? En þá vaknar spurningin: hver er svo vitlaus að kaupa vöru á „fullu“ verði eftir að hafa séð hana auglýsta á útsölu vikum saman? Tali nú ekki um að flestir eru farnir að átta sig á að umrædd vara kemur fljótt aftur á útsölu, eftir hóflegan „hvíldartíma.“ Vissulega sýnir verðmerkingin í versluninni fulla verðið. En viðskiptavinurinn þarf ekki annað en minnast á að varan hafi verið á útsölu, þá býðst honum umsvifalaust afsláttur til að jafna tilboðs- eða útsöluverðið. Eða þá að afslátturinn er boðinn að fyrra bragði. Með öðrum orðum, útsöluverðið er eina verðið sem varan er seld á. Útsöluverðið er fulla verðið. Sérstaklega er þetta áberandi í húsgagnaverslunum sem eru með takmarkað úrval. Þær hafa ekki nema ákveðinn fjölda vörutegunda sem tekur því að auglýsa til að trekkja að viðskiptavini. Til að láta Neytendastofu ekki góma sig passa þessar verslanir upp á 6 vikna útsölutímann þegar þær auglýsa. Þess á milli er einfaldlega veittur afsláttur. Ein húsgagnaverslunin passar svo vel upp á að enginn borgi „fulla“ verðið að hún minnir viðskiptavini á það í auglýsingum að spyrja um kjörin. Skyldi Neytendastofa hætta að dorma og rísa úr rekkju? Nú orðið auglýsa verslanir helst ekki nema afslætti og tilboð. Þetta á við um allan skalann, þó svo að húsgagnaverslanir séu mest áberandi. Bersýnilega virkar þetta á viðskiptavini, annars væri þetta ekki meginþemað í öllum auglýsingum. Aftur og aftur fellur viðskiptavinurinn í gildruna - eða þá hitt, sem er líklegra, að honum finnst bara notalegt að taka þátt í þessari gervi-verðlagningu til að plata sjálfan sig til að halda að hann hafi fengið gott verð og hugsanlega réttlæta kaupin. Hver stenst eiginlega að fá eitthvað á útsölu? Er þá bara allt í lagi að hækka verð eftir 6 vikna útsölutímabil, hafa það hærra í eina viku og auglýsa svo nýja útsölu? Alls ekki. Lög nr. 57/2005 um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu banna slíkar blekkingar. Einhver kynni að spyrja í fávísi sinni hvort það sé ekki hlutverk Neytendastofu að rétta kúrsinn í þessari þróun, tryggja að neytendur séu ekki hafðir að fíflum eða lög brotin. En til að Neytendastofa geri eitthvað þarf hún fyrst að hætta að dorma, rísa úr rekkju, skilja áhyggjur af svefni og heilsu eftir í hirzlunni og koma sér út úr húsgagnahöllinni. Því miður virðist Neytendastofa ekki hafa andlega eða fjárhagslega burði til að gæta hagsmuna neytenda gagnvart þessari gjaldfellingu útsölu- og tilboða. Á vakt Neytendastofu er misnotkun á útsölum orðin að óstöðvandi skrímsli. Þau örfáu tilfelli þar sem Neytendastofa hefur slegið á puttana á verslunum hafa ekkert að segja. Það segir sitt að nýjasta dæmið um aðgerðir Neytendastofu í þessum efnum sem kynnt er á vefsíðu stofnunarinnar er frá 2015. Höfundur er iðnaðarmaður.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun