„Staðreyndir og rök halda en ekki tilfinningar“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. janúar 2021 16:59 Arnar Pétursson og Logi Geirsson grínast hér í Seinni bylgjunni en þeir voru töluvert alvarlegri í HM stofu dagsins á RÚV. Stöð 2 Sport Sérfræðingar HM stofu RÚV svöruðu gagnrýnni Guðmundar Guðmundssonar, landsliðsþjálfara eftir tapleikinn gegn Frakklandi. Þeir segja að rök og staðreyndir haldi en ekki tilfinningar. Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, var vægast sagt ósáttur í viðtali við RÚV eftir tapleikinn gegn Frakklandi á dögunum. Þar lét hann sérfræðinga RÚV fá það óþvegið. Var þetta rætt í HM stofu dagsins fyrir leik Íslands og Noregs. „Algjörlega óþolandi að heyra hvernig sérfræðingar RÚV eru að tjá sig um þetta … þetta eru niðrandi ummæli og hefur farið illa í hópinn og mig,“ sagði Guðmundur til að mynda í eldfimi viðtali eftir leik. Sérfræðingar RÚV eru Logi Geirsson – fyrrum landsliðs- og atvinnumaður í handbolta – og Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins. Landsliðsþjálfari kvenna að rassskella landsliðsþjálfara karla í beinni. Vel svarað hjá Adda en þetta er ekki þægileg staða fyrir HSÍ.— Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) January 24, 2021 „Mér var brugðið að sjá landsliðsþjálfarann í þessum ham eftir leikinn. Verð að segja eins og er, mér finnst leiðinlegt að koma hérna í aðra HM stofu í röð og þurfa í raun og veru að verja skoðanir og væntingar til liðsins fyrir landsliðsþjálfaranum og þurfa að hlusta á þetta. Við erum ekki hafnir yfir gagnrýni – eins og ég kom inn á í síðasta þætti – við höfum skoðanir á því sem er verið að gera og það er í lagi gagnrýna það,“ sagði Arnar og hélt áfram. „Við höfum þó reynt að vera minnsta kosti kurteisir, við höfum reynt að vera jákvæðir og við höfum eftir hvern einasta leik hrósað því sem vel er gert. Meira að segja það mikið að í sumum tilfellum höfum við verið skammaðir, til að mynda eftir leikina gegn Marokkó og Alsír. Eftir leikinn gegn Sviss vorum við – eins og aðrir – ekki sáttur við spilamennsku liðsins og gagnrýndum spilamennskuna. Held að það hafi verið fyllilega verðskuldað. Ég er hissa á Gumma, ég er hissa á þessum viðbrögðum og finnst það í raun og veru sorglegt. Fyrir handboltann, fyrir allt það jákvæða sem er í gangi – umfjöllun og annað – þá finnst mér þetta vera sorglegt,“ sagði Arnar um viðbrögð Guðmundar landsliðsþjálfara. Handboltasérfræðingar RÚV, Arnar Pétursson ( @Minnaermeira ) og Logi Geirsson, ( @logigeirsson ) svöruðu fyrir ummæli Guðmundar Guðmundssonar, landsliðsþjálfara, sem gagnrýndi þá félaga harðlega í viðtali eftir tapleikinn gegn Frökkum. #hmruv pic.twitter.com/gmWrdkVaxc— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 24, 2021 „Hann mætir náttúrulega strax eftir tapleik í engu jafnvægi og lætur allt gossa. Svo það sé alveg á hreinu þá vita allir heilvita menn að leik íslenska liðsins er ekki stjórnað héðan af okkur úr sjónvarpsal. Það er svo margt sem passar ekki í þessu. Þetta er bara þannig að staðreyndir og rök halda en ekki tilfinningar,“ bætti Logi við að lokum. Ísland mætir Noregi í síðasta leik liðsins á HM í handbolta sem fram fer í Egyptalandi. Hefst leikurinn nú klukkan 17.00. Handbolti HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Viggó meiddur - Þrír markverðir í íslenska hópnum Ísland mætir Noregi kl. 17 í dag í síðasta leik sínum á HM í Egyptalandi. 24. janúar 2021 16:08 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, var vægast sagt ósáttur í viðtali við RÚV eftir tapleikinn gegn Frakklandi á dögunum. Þar lét hann sérfræðinga RÚV fá það óþvegið. Var þetta rætt í HM stofu dagsins fyrir leik Íslands og Noregs. „Algjörlega óþolandi að heyra hvernig sérfræðingar RÚV eru að tjá sig um þetta … þetta eru niðrandi ummæli og hefur farið illa í hópinn og mig,“ sagði Guðmundur til að mynda í eldfimi viðtali eftir leik. Sérfræðingar RÚV eru Logi Geirsson – fyrrum landsliðs- og atvinnumaður í handbolta – og Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins. Landsliðsþjálfari kvenna að rassskella landsliðsþjálfara karla í beinni. Vel svarað hjá Adda en þetta er ekki þægileg staða fyrir HSÍ.— Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) January 24, 2021 „Mér var brugðið að sjá landsliðsþjálfarann í þessum ham eftir leikinn. Verð að segja eins og er, mér finnst leiðinlegt að koma hérna í aðra HM stofu í röð og þurfa í raun og veru að verja skoðanir og væntingar til liðsins fyrir landsliðsþjálfaranum og þurfa að hlusta á þetta. Við erum ekki hafnir yfir gagnrýni – eins og ég kom inn á í síðasta þætti – við höfum skoðanir á því sem er verið að gera og það er í lagi gagnrýna það,“ sagði Arnar og hélt áfram. „Við höfum þó reynt að vera minnsta kosti kurteisir, við höfum reynt að vera jákvæðir og við höfum eftir hvern einasta leik hrósað því sem vel er gert. Meira að segja það mikið að í sumum tilfellum höfum við verið skammaðir, til að mynda eftir leikina gegn Marokkó og Alsír. Eftir leikinn gegn Sviss vorum við – eins og aðrir – ekki sáttur við spilamennsku liðsins og gagnrýndum spilamennskuna. Held að það hafi verið fyllilega verðskuldað. Ég er hissa á Gumma, ég er hissa á þessum viðbrögðum og finnst það í raun og veru sorglegt. Fyrir handboltann, fyrir allt það jákvæða sem er í gangi – umfjöllun og annað – þá finnst mér þetta vera sorglegt,“ sagði Arnar um viðbrögð Guðmundar landsliðsþjálfara. Handboltasérfræðingar RÚV, Arnar Pétursson ( @Minnaermeira ) og Logi Geirsson, ( @logigeirsson ) svöruðu fyrir ummæli Guðmundar Guðmundssonar, landsliðsþjálfara, sem gagnrýndi þá félaga harðlega í viðtali eftir tapleikinn gegn Frökkum. #hmruv pic.twitter.com/gmWrdkVaxc— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 24, 2021 „Hann mætir náttúrulega strax eftir tapleik í engu jafnvægi og lætur allt gossa. Svo það sé alveg á hreinu þá vita allir heilvita menn að leik íslenska liðsins er ekki stjórnað héðan af okkur úr sjónvarpsal. Það er svo margt sem passar ekki í þessu. Þetta er bara þannig að staðreyndir og rök halda en ekki tilfinningar,“ bætti Logi við að lokum. Ísland mætir Noregi í síðasta leik liðsins á HM í handbolta sem fram fer í Egyptalandi. Hefst leikurinn nú klukkan 17.00.
Handbolti HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Viggó meiddur - Þrír markverðir í íslenska hópnum Ísland mætir Noregi kl. 17 í dag í síðasta leik sínum á HM í Egyptalandi. 24. janúar 2021 16:08 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Sjá meira
Viggó meiddur - Þrír markverðir í íslenska hópnum Ísland mætir Noregi kl. 17 í dag í síðasta leik sínum á HM í Egyptalandi. 24. janúar 2021 16:08