Handbolti

Þrjár breytingar á íslenska hópnum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Viktor Gísli Hallgrímsson kemur inn í íslenska hópinn gegn Frökkum.
Viktor Gísli Hallgrímsson kemur inn í íslenska hópinn gegn Frökkum. vísir/vilhelm

Guðmundur Guðmundsson gerir þrjár breytingar á hópi íslenska handboltalandsliðsins fyrir leikinn gegn Frakklandi í milliriðli III á HM í Egyptalandi í dag.

Alexander Petersson er farinn aftur til Þýskalands af persónulegum aðstæðum og þá hvíla þeir Ágúst Elí Björgvinsson og Arnór Þór Gunnarsson í dag. Sá síðarnefndi lék ekkert í leiknum gegn Sviss í fyrradag vegna meiðsla.

Í stað þeirra koma Kári Kristján Kristjánsson, Ómar Ingi Magnússon og Viktor Gísli Hallgrímsson inn í hópinn. Þetta er í fyrsta sinn sem Kári er í hóp á HM.

Leikur Íslands og Frakklands hefst klukkan 17:00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.


Tengdar fréttir

„Frakkar eru enn á toppnum“

„Mér finnst við eiga séns í þá og við mætum auðvitað klárir og höfum alltaf trú á sjálfum okkur,“ segir Elvar Örn Jónsson um slaginn í dag við sigursælasta lið HM frá upphafi, Frakka.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.