„Frakkar eru enn á toppnum“ Sindri Sverrisson skrifar 22. janúar 2021 13:01 Elvar Örn Jónsson með boltann í leiknum við Sviss á miðvikudag þar sem Ísland varð að sætta sig við tveggja marka tap. EPA-EFE/Petr Josek „Mér finnst við eiga séns í þá og við mætum auðvitað klárir og höfum alltaf trú á sjálfum okkur,“ segir Elvar Örn Jónsson um slaginn í dag við sigursælasta lið HM frá upphafi, Frakka. Frakkland hefur orðið heimsmeistari í handbolta sex sinnum og þar af fjórum sinnum á síðustu sex heimsmeistaramótum. Þrátt fyrir miklar breytingar á liðinu er svo sannarlega ljóst að við ramman reip verður að draga fyrir strákana okkar í dag kl. 17: „Frakkarnir eru með frábært lið og frábæra leikmenn í öllum stöðum, með gríðarlega mikla líkamsbyggingu. Það verður bara skemmtilegt verkefni að mæta þeim,“ segir Elvar við Vísi, í gegnum tölvu á hóteli landsliðsins í gær. Klippa: Elvar Örn um Frakka „Það komu kynslóðaskipti hjá þeim en þeir eru samt með frábært lið. Þeir missa Thierry Omeyer sem var besti markmaður í heimi en svo koma samt bara frábærir markmenn í staðinn og þannig er það í öllum stöðum. Þeir eiga leikmenn í bestu liðum í heimi og Frakkar eru enn á toppnum að mínu mati,“ segir Elvar. Eftir afar svekkjandi tap gegn Sviss, 20-18, á miðvikudaginn þyrstir Elvar og félaga í að svara fyrir sig: „Við erum hundsvekktir að hafa tapað þessum leik og viljum svara með góðum leik gegn Frökkum, og gefa allt í þetta. Við höfum fulla trú á að við getum unnið en þá þurfum við líka toppleik.“ Sárt að missa Alexander en skiljum það Ísland verður hins vegar án Alexander Petersson í dag en hann er farinn heim til Þýskalands þar sem hann gengur í raðir Flensburg eftir níu ár hjá Rhein-Neckar Löwen. Skarð Alexanders er vandfyllt: „Alex er frábær leikmaður og mjög mikilvægur í varnarleiknum. Hann kemur með ákveðna reynslu í þetta lið og er bæði frábær leikmaður og liðsfélagi. Það er sárt að missa hann en hann fór út af persónulegum ástæðum og við skiljum það allir, og höldum áfram,“ segir Elvar. HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir „Sorglegt að horfa upp á hvernig liðið hefur skítfallið á þessum tveimur alvöru prófum á mótinu“ Henry Birgir Gunnarsson var ekki sáttur með frammistöðu íslenska handboltalandsliðsins gegn því svissneska á HM í Egyptalandi í gær og lét gamminn geysa í Sportinu í dag. 21. janúar 2021 14:26 Alexander farinn heim frá Egyptalandi Alexander Petersson leikur ekki meira með Íslandi á HM í Egyptalandi. Hann er farinn aftur til Þýskalands af persónulegum ástæðum. 21. janúar 2021 10:36 Einkunnir strákanna okkar á móti Sviss: Ýmir í heimsklassa og var langbestur Ýmir Örn Gíslason sýndi heimsklassa frammistöðu í miðri vörn íslenska liðsins á móti Sviss en það dugði ekki liðinu að fá bara tuttugu mörk á sig, því sóknin kolféll á prófinu. 20. janúar 2021 17:20 Umfjöllun: Sviss - Ísland 20-18 | Sóknarþrot gegn Sviss Sviss vann Ísland, 20-18, í miklum baráttuleik í fyrsta leik milliriðils III á heimsmeistaramótinu í handbolta í dag. 20. janúar 2021 16:30 Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Sjá meira
Frakkland hefur orðið heimsmeistari í handbolta sex sinnum og þar af fjórum sinnum á síðustu sex heimsmeistaramótum. Þrátt fyrir miklar breytingar á liðinu er svo sannarlega ljóst að við ramman reip verður að draga fyrir strákana okkar í dag kl. 17: „Frakkarnir eru með frábært lið og frábæra leikmenn í öllum stöðum, með gríðarlega mikla líkamsbyggingu. Það verður bara skemmtilegt verkefni að mæta þeim,“ segir Elvar við Vísi, í gegnum tölvu á hóteli landsliðsins í gær. Klippa: Elvar Örn um Frakka „Það komu kynslóðaskipti hjá þeim en þeir eru samt með frábært lið. Þeir missa Thierry Omeyer sem var besti markmaður í heimi en svo koma samt bara frábærir markmenn í staðinn og þannig er það í öllum stöðum. Þeir eiga leikmenn í bestu liðum í heimi og Frakkar eru enn á toppnum að mínu mati,“ segir Elvar. Eftir afar svekkjandi tap gegn Sviss, 20-18, á miðvikudaginn þyrstir Elvar og félaga í að svara fyrir sig: „Við erum hundsvekktir að hafa tapað þessum leik og viljum svara með góðum leik gegn Frökkum, og gefa allt í þetta. Við höfum fulla trú á að við getum unnið en þá þurfum við líka toppleik.“ Sárt að missa Alexander en skiljum það Ísland verður hins vegar án Alexander Petersson í dag en hann er farinn heim til Þýskalands þar sem hann gengur í raðir Flensburg eftir níu ár hjá Rhein-Neckar Löwen. Skarð Alexanders er vandfyllt: „Alex er frábær leikmaður og mjög mikilvægur í varnarleiknum. Hann kemur með ákveðna reynslu í þetta lið og er bæði frábær leikmaður og liðsfélagi. Það er sárt að missa hann en hann fór út af persónulegum ástæðum og við skiljum það allir, og höldum áfram,“ segir Elvar.
HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir „Sorglegt að horfa upp á hvernig liðið hefur skítfallið á þessum tveimur alvöru prófum á mótinu“ Henry Birgir Gunnarsson var ekki sáttur með frammistöðu íslenska handboltalandsliðsins gegn því svissneska á HM í Egyptalandi í gær og lét gamminn geysa í Sportinu í dag. 21. janúar 2021 14:26 Alexander farinn heim frá Egyptalandi Alexander Petersson leikur ekki meira með Íslandi á HM í Egyptalandi. Hann er farinn aftur til Þýskalands af persónulegum ástæðum. 21. janúar 2021 10:36 Einkunnir strákanna okkar á móti Sviss: Ýmir í heimsklassa og var langbestur Ýmir Örn Gíslason sýndi heimsklassa frammistöðu í miðri vörn íslenska liðsins á móti Sviss en það dugði ekki liðinu að fá bara tuttugu mörk á sig, því sóknin kolféll á prófinu. 20. janúar 2021 17:20 Umfjöllun: Sviss - Ísland 20-18 | Sóknarþrot gegn Sviss Sviss vann Ísland, 20-18, í miklum baráttuleik í fyrsta leik milliriðils III á heimsmeistaramótinu í handbolta í dag. 20. janúar 2021 16:30 Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Sjá meira
„Sorglegt að horfa upp á hvernig liðið hefur skítfallið á þessum tveimur alvöru prófum á mótinu“ Henry Birgir Gunnarsson var ekki sáttur með frammistöðu íslenska handboltalandsliðsins gegn því svissneska á HM í Egyptalandi í gær og lét gamminn geysa í Sportinu í dag. 21. janúar 2021 14:26
Alexander farinn heim frá Egyptalandi Alexander Petersson leikur ekki meira með Íslandi á HM í Egyptalandi. Hann er farinn aftur til Þýskalands af persónulegum ástæðum. 21. janúar 2021 10:36
Einkunnir strákanna okkar á móti Sviss: Ýmir í heimsklassa og var langbestur Ýmir Örn Gíslason sýndi heimsklassa frammistöðu í miðri vörn íslenska liðsins á móti Sviss en það dugði ekki liðinu að fá bara tuttugu mörk á sig, því sóknin kolféll á prófinu. 20. janúar 2021 17:20
Umfjöllun: Sviss - Ísland 20-18 | Sóknarþrot gegn Sviss Sviss vann Ísland, 20-18, í miklum baráttuleik í fyrsta leik milliriðils III á heimsmeistaramótinu í handbolta í dag. 20. janúar 2021 16:30