Framfarir eða fullyrðingar? Þóra Björg Jónsdóttir skrifar 21. janúar 2021 13:31 Enn einn vinnudagurinn að hefjast. Ég sæki mér fyrsta kaffibollann og sest við tölvuna. Ýmislegt sem liggur fyrir í dag. Ég var beðin að byrja á að skoða eitt mikilvægt verkefni þar sem okkur gengur ekki nógu vel. Ég er nú alveg slök yfir því. Við í minni deild erum nefnilega ekki mikið fyrir greiningar, þær eru bara til að búa til vandamál úr hlutunum. Þá er hringt úr skólanum. Gunni minn er búinn að vera eitthvað ómögulegur. Hann haltrar af og til og kvartar undan verk í ökklanum. Stundum grætur hann af vanlíðan. Þetta er ekki fyrsta símtalið. Gunni stendur sig alls ekki nógu vel í íþróttum og er ekki að gera sitt besta. Kennarinn nefnir núna að það gæti verið ástæða til að láta skoða fótinn á honum, jafnvel taka mynd því þetta er búið að vera ansi lengi svona. Ég bara hugsa mitt og kveð kennarann. Þetta líður örugglega hjá, við erum ekki mikið fyrir að búa til vandamál í minni fjölskyldu og ekki hrifin af svona greiningum. *** Við erum víst ekki öll mikið fyrir greiningar, sérstaklega ekki þegar kemur að andlegum áskorunum fólks og sér í lagi barna. Reglulega koma fram setningar sem eru klappaðar upp í nokkurs konar hringekju. Þetta eru fullyrðingar sem snúa að því að það sé of mikið um greiningar, skólakerfið sé úrelt og fleira í þessum dúr. Á meðan hringekjan er í gangi er hins vegar fjöldi manns að leggja sig fram við að bæta líðan barna og styðja við þau – hjá ríki og sveitarfélögum, á heimilum, í skólum og víðar. Það er ekki allt í beinni útsendingu en það er samt gert. Fullyrðingarnar eru háværar, oft samhengislausar og ekki beint hvetjandi. Hvernig væri að ná uppbyggilegri umræðu? Hlusta á þau sem geta frætt og spyrja þeirra spurninga sem kunna að vakna. Hér eru til dæmis nokkrar sem gætu verið gagnlegar í slíkri umræðu: Hvaða tilgangi þjóna greiningar? Hvernig getum við vitað hvaða leið er best til að mæta þörfum barns með andlegar áskoranir? Hvernig getum við vitað hvaða leið er best til að mæta þörfum barns með líkamlegar áskoranir? Hvað geta foreldrar og aðrir aðstandendur barna, til dæmis með ADHD og einhverfu, gert til að styðja við þau? Taka öll börn sem hafa farið í gegnum greiningarferli lyf? Hvernig virka lyf fyrir þau sem eru með ADHD? Hvernig geta skólar mætt þörfum barna með andlegar áskoranir? Hvað úrræði eru í boði? Hvernig getur skólakerfið mætt þörfum allra barna sem best svo þeim geti liðið vel og gengið vel í námi? Staðreyndin er vissulega sú að margir einstaklingar hafa upplifað vanlíðan á skólagöngunni og skort á því að tekið væri tillit til þarfa þeirra. Það snýr bæði að líðan og námsárangri, ekki alltaf hvorutveggja samtímis. Öll sem hafa áhuga á velferð barna hljóta að vilja frasalausa umræðu og markvissar aðgerðir þegar það liggur fyrir hvað er mest aðkallandi og hvað er líklegt til að skila mestum árangri bæði varðandi líðan og námsárangur. Ef við teljum vera tækifæri til að gera betur eigum við þá ekki að verja orkunni í það eða ætlum við bara að eyða henni í næsta hring umræðunnar? Hvaða tilgangi þjónar að grípa sömu fullyrðingarnar á lofti aftur og aftur? Stoppum þessa hringekju. Tökum þátt í uppbyggilegri umræðu – hlustum, spyrjum spurninga og leitum bestu leiðanna til að styðja við öll börn svo þeim líði vel og gangi vel. Höfundur er móðir, markþjálfi og lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Enn einn vinnudagurinn að hefjast. Ég sæki mér fyrsta kaffibollann og sest við tölvuna. Ýmislegt sem liggur fyrir í dag. Ég var beðin að byrja á að skoða eitt mikilvægt verkefni þar sem okkur gengur ekki nógu vel. Ég er nú alveg slök yfir því. Við í minni deild erum nefnilega ekki mikið fyrir greiningar, þær eru bara til að búa til vandamál úr hlutunum. Þá er hringt úr skólanum. Gunni minn er búinn að vera eitthvað ómögulegur. Hann haltrar af og til og kvartar undan verk í ökklanum. Stundum grætur hann af vanlíðan. Þetta er ekki fyrsta símtalið. Gunni stendur sig alls ekki nógu vel í íþróttum og er ekki að gera sitt besta. Kennarinn nefnir núna að það gæti verið ástæða til að láta skoða fótinn á honum, jafnvel taka mynd því þetta er búið að vera ansi lengi svona. Ég bara hugsa mitt og kveð kennarann. Þetta líður örugglega hjá, við erum ekki mikið fyrir að búa til vandamál í minni fjölskyldu og ekki hrifin af svona greiningum. *** Við erum víst ekki öll mikið fyrir greiningar, sérstaklega ekki þegar kemur að andlegum áskorunum fólks og sér í lagi barna. Reglulega koma fram setningar sem eru klappaðar upp í nokkurs konar hringekju. Þetta eru fullyrðingar sem snúa að því að það sé of mikið um greiningar, skólakerfið sé úrelt og fleira í þessum dúr. Á meðan hringekjan er í gangi er hins vegar fjöldi manns að leggja sig fram við að bæta líðan barna og styðja við þau – hjá ríki og sveitarfélögum, á heimilum, í skólum og víðar. Það er ekki allt í beinni útsendingu en það er samt gert. Fullyrðingarnar eru háværar, oft samhengislausar og ekki beint hvetjandi. Hvernig væri að ná uppbyggilegri umræðu? Hlusta á þau sem geta frætt og spyrja þeirra spurninga sem kunna að vakna. Hér eru til dæmis nokkrar sem gætu verið gagnlegar í slíkri umræðu: Hvaða tilgangi þjóna greiningar? Hvernig getum við vitað hvaða leið er best til að mæta þörfum barns með andlegar áskoranir? Hvernig getum við vitað hvaða leið er best til að mæta þörfum barns með líkamlegar áskoranir? Hvað geta foreldrar og aðrir aðstandendur barna, til dæmis með ADHD og einhverfu, gert til að styðja við þau? Taka öll börn sem hafa farið í gegnum greiningarferli lyf? Hvernig virka lyf fyrir þau sem eru með ADHD? Hvernig geta skólar mætt þörfum barna með andlegar áskoranir? Hvað úrræði eru í boði? Hvernig getur skólakerfið mætt þörfum allra barna sem best svo þeim geti liðið vel og gengið vel í námi? Staðreyndin er vissulega sú að margir einstaklingar hafa upplifað vanlíðan á skólagöngunni og skort á því að tekið væri tillit til þarfa þeirra. Það snýr bæði að líðan og námsárangri, ekki alltaf hvorutveggja samtímis. Öll sem hafa áhuga á velferð barna hljóta að vilja frasalausa umræðu og markvissar aðgerðir þegar það liggur fyrir hvað er mest aðkallandi og hvað er líklegt til að skila mestum árangri bæði varðandi líðan og námsárangur. Ef við teljum vera tækifæri til að gera betur eigum við þá ekki að verja orkunni í það eða ætlum við bara að eyða henni í næsta hring umræðunnar? Hvaða tilgangi þjónar að grípa sömu fullyrðingarnar á lofti aftur og aftur? Stoppum þessa hringekju. Tökum þátt í uppbyggilegri umræðu – hlustum, spyrjum spurninga og leitum bestu leiðanna til að styðja við öll börn svo þeim líði vel og gangi vel. Höfundur er móðir, markþjálfi og lögfræðingur.
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun