Körfubolti

Dani­ela: Þær treysta mér og ég treysti þeim

Atli Freyr Arason skrifar
Morillo var frábær í kvöld.
Morillo var frábær í kvöld. vísir/hulda margrét

Daniella Morillo átt stórleik í 57-67 sigri gegn Haukum á Ásvöllum í Dominos deild kvenna í kvöld. Daniella skoraði alls 31 stig ásamt því að taka 23 fráköst á 38 mínútum.

„Ég bara veit ekki hvernig þetta gerðist, ég held að þetta komi aðallega vegna mistaka sem þær gera,“ segir Daniela furðulostinn og hlær áður en hún bætir við „ég er bara svo glöð að geta hjálpað liðinu mínu, skiptir ekki máli hvort það eru stig eða fráköst eða hvað sem er. Þær treysta mér og ég treysti þeim.“

Haukarnir byrjuðu leikinn í kvöld mun betur áður en Keflavík tók öll völd og vann að lokum 10 stiga sigur en Daniela vill þakka góðum varnarleik fyrir sigurinn.

„Við byrjuðum mjög afslappaðar með mikið sjálfstraust en skotin hjá okkar voru ekki alveg að koma. Við þurftum þá að spila harða vörn því þær eru með mjög gott lið. Þessi leikur snerist aðallega um vörn. Við spiluðum góða vörn og þess vegna unnum við,“ svaraði Daniela.

Keflavík er eina liðið með 100% árangur í deildinni. Næst bíður þeim erfitt verkefni þegar ríkjandi Íslandsmeistarar í Val koma í heimsókn til þeirra. Eftir leikinn í kvöld var Daniela spurð út í þennan stórleik sem er á laugardaginn næstkomandi.

„Ég vil ekki hugsa um þann leik fyrr en á morgun. Við vorum með alla einbeitingu á þessum leik og við ætlum bara að taka eitt skref í einu,“ sagði Daniela Wallen Morillo að lokum.


Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.