Handbolti

Stöngin bjargaði Noregi og jafnt hjá Sví­þjóð eftir flautumark

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bjarte Myrhol fer inn af línunni í sigri Norðmanna á Portúgölum í kvöld. Ísland mætir Noregi á sunnudag.
Bjarte Myrhol fer inn af línunni í sigri Norðmanna á Portúgölum í kvöld. Ísland mætir Noregi á sunnudag. EPA-EFE/Anne-Christine Poujoulat

Það voru tveir ansi spennandi leikir sem fóru fram á HM í handbolta í kvöld. Norðmenn unnu sigur á Portúgal í milliriðli okkar Íslendinga og Svíar gerðu jafntefli við Hvít Rússa í hinum spennutrylli kvöldsins.

Norðmennirnir voru sterkari í fyrri hálfleik og voru 16-14 yfir í hálfleik. Jafnræði var þó mikið og þegar fjórar mínútur voru eftir var allt jafnt 27-27.

Þá skoruðu Norðmenn hins vegar tvö mörk í röð sem reyndust sigurmörkin. Portúgalar náðu ekki að jafna metin í lokasókninni er boltinn small í stönginni. Lokatölur 28-29.

Pedro Portela og Miguel Martins gerðu fimm mörk hvor fyrir Portúgal. Sander Sagosen skoraði sex mörk fyrir Noreg.

Hvít Rússland kastaði nærri frá sér sigrinum gegn Svíþjóð sem hefur unnið alla leiki sína í mínu til þessa. Hvít Rússarnir voru 15-11 yfir í hálfleik en voru hins vegar komnir 26-25 undir á lokaandurtökum leiksins. Þeir náðu þó að jafna með flautumarki og lokatölur 26-26.

Hampus Wanne skoraði sjö mörk og Alfred Jonsson sex fyrir Svíþjóð. Andrei Yurynok og Mikita Vailupau gerðu sex fyrir Hvít Rússa.

Svíþjóð er með fimm stig í milliriðli fjögur en Hvíta Rússland er með tvö stig. Svíar eru á toppi riðilsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×