Klárir að taka loðnunótina um borð og halda til veiða Kristján Már Unnarsson skrifar 20. janúar 2021 21:02 Albert Sveinsson skipstjóri í brúnni á Víkingi AK við bryggju í Reykjavík í dag. Arnar Halldórsson Skipstjórinn sem fann þykkar loðnutorfur á Austfjarðamiðum um helgina segir áhöfnina tilbúna að hefja veiðar. Búist er við að það skýrist á morgun hvort Hafrannsóknastofnun gefi grænt ljós á loðnuvertíð. Fiskiskipið Víkingur kom til Reykjavíkur snemma í morgun frá Vopnafirði en þangað var skipið á leið til löndunar á kolmunna þegar skipstjórinn, Albert Sveinsson, var beðinn um kanna ábendingar frá togurum um loðnu. Í fréttum Stöðvar 2 lýsti Albert því sem hann sá á miðunum. Víkingur kom til Reykjavíkur í morgun eftir siglingu frá Vopnafirði.Arnar Halldórsson „Og komum fljótlega í loðnu. Þar var mikið að sjá. Þykkar og góðar lóðningar. Og fylgdum þessu norður eftir í 45 sjómílur.“ -Og allsstaðar loðna? „Allsstaðar loðna.“ Öflug fiskleitartæki gerðu skipstjóranum kleift að skanna þrjá kílómetra út frá hvorri hlið. Albert er hins vegar ekki viss um að mæliaðferðir Hafrannsóknastofnunar gefi sömu mynd og hann sá. „Það er nógu mikið af loðnu í mínum huga. En okkur finnst mælingareglurnar ekki vera alveg réttar.“ Og tortryggir breytingar sem gerðar voru fyrir einhverjum árum. „Það þarf að mæla mun meira núna heldur en þurfti hérna áður. En maður vonar það besta.“ Uppsjávarveiðiskip Brims, Víkingur og Venus, liggja núna í Sundahöfn í Reykjavík meðan beðið er niðurstöðu fiskifræðinga. Loðnunæturnar í porti Hampiðjunnar má sjá fyrir framan stefni Víkings.Arnar Halldórsson Bæði uppsjávarveiðiskip Brims, Venus og Víkingur, liggja núna í Sundahöfn í Reykjavík. Áhafnirnar bíða átekta eftir græna ljósinu frá fiskifræðingum. „Við viljum fara að veiða, allavega fljótlega, svona þegar þetta fer að koma upp á grunnið.“ Í porti Hampiðjunnar á hafnarbakkanum bíður loðnunótin. „Já. Við erum klárir. Það er bara að taka nótina um borð og fara,“ segir Albert Sveinsson, skipstjóri á Víkingi AK-100. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Sjávarútvegur Vopnafjörður Akranes Vestmannaeyjar Fjarðabyggð Hornafjörður Langanesbyggð Tengdar fréttir Segir mikilvægt að kanna einnig hvort loðna sé fyrir Norðurlandi Loðnuleitin á Austfjarðamiðum hefur haldið áfram í dag. Uppsjávarveiðiskipin þrjú, Ásgrímur Halldórsson, Polar Amaroq og Bjarni Ólafsson, með starfsmenn Hafrannsóknastofnunar um borð í tveimur fyrrnefndu, hafa verið að skanna hafsvæðið norður með landgrunnskantinum út af Austfjörðum. 19. janúar 2021 13:52 Skipstjórinn segir töluvert af loðnu út af Austfjörðum Albert Sveinsson, skipstjóri Víkings AK-100, uppsjávarveiðiskips Brims, kveðst ekki í vafa um að mikið sé núna af loðnu á Austfjarðamiðum. Eftir að togarar urðu varir við loðnu þar á laugardag var Albert fenginn til að fara yfir svæðið á Víkingi. 18. janúar 2021 15:06 Forstjóri Hafrannsóknastofnunar heldur í vonina um loðnuvertíð Ekki er grundvöllur til að hefja loðnuveiðar þar sem mun minna mældist af loðnu í nýafstöðnum loðnuleiðangri en í desember. Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, er þó ekki tilbúinn að afskrifa loðnuvertíð í vetur. 12. janúar 2021 20:38 Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira
Fiskiskipið Víkingur kom til Reykjavíkur snemma í morgun frá Vopnafirði en þangað var skipið á leið til löndunar á kolmunna þegar skipstjórinn, Albert Sveinsson, var beðinn um kanna ábendingar frá togurum um loðnu. Í fréttum Stöðvar 2 lýsti Albert því sem hann sá á miðunum. Víkingur kom til Reykjavíkur í morgun eftir siglingu frá Vopnafirði.Arnar Halldórsson „Og komum fljótlega í loðnu. Þar var mikið að sjá. Þykkar og góðar lóðningar. Og fylgdum þessu norður eftir í 45 sjómílur.“ -Og allsstaðar loðna? „Allsstaðar loðna.“ Öflug fiskleitartæki gerðu skipstjóranum kleift að skanna þrjá kílómetra út frá hvorri hlið. Albert er hins vegar ekki viss um að mæliaðferðir Hafrannsóknastofnunar gefi sömu mynd og hann sá. „Það er nógu mikið af loðnu í mínum huga. En okkur finnst mælingareglurnar ekki vera alveg réttar.“ Og tortryggir breytingar sem gerðar voru fyrir einhverjum árum. „Það þarf að mæla mun meira núna heldur en þurfti hérna áður. En maður vonar það besta.“ Uppsjávarveiðiskip Brims, Víkingur og Venus, liggja núna í Sundahöfn í Reykjavík meðan beðið er niðurstöðu fiskifræðinga. Loðnunæturnar í porti Hampiðjunnar má sjá fyrir framan stefni Víkings.Arnar Halldórsson Bæði uppsjávarveiðiskip Brims, Venus og Víkingur, liggja núna í Sundahöfn í Reykjavík. Áhafnirnar bíða átekta eftir græna ljósinu frá fiskifræðingum. „Við viljum fara að veiða, allavega fljótlega, svona þegar þetta fer að koma upp á grunnið.“ Í porti Hampiðjunnar á hafnarbakkanum bíður loðnunótin. „Já. Við erum klárir. Það er bara að taka nótina um borð og fara,“ segir Albert Sveinsson, skipstjóri á Víkingi AK-100. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Sjávarútvegur Vopnafjörður Akranes Vestmannaeyjar Fjarðabyggð Hornafjörður Langanesbyggð Tengdar fréttir Segir mikilvægt að kanna einnig hvort loðna sé fyrir Norðurlandi Loðnuleitin á Austfjarðamiðum hefur haldið áfram í dag. Uppsjávarveiðiskipin þrjú, Ásgrímur Halldórsson, Polar Amaroq og Bjarni Ólafsson, með starfsmenn Hafrannsóknastofnunar um borð í tveimur fyrrnefndu, hafa verið að skanna hafsvæðið norður með landgrunnskantinum út af Austfjörðum. 19. janúar 2021 13:52 Skipstjórinn segir töluvert af loðnu út af Austfjörðum Albert Sveinsson, skipstjóri Víkings AK-100, uppsjávarveiðiskips Brims, kveðst ekki í vafa um að mikið sé núna af loðnu á Austfjarðamiðum. Eftir að togarar urðu varir við loðnu þar á laugardag var Albert fenginn til að fara yfir svæðið á Víkingi. 18. janúar 2021 15:06 Forstjóri Hafrannsóknastofnunar heldur í vonina um loðnuvertíð Ekki er grundvöllur til að hefja loðnuveiðar þar sem mun minna mældist af loðnu í nýafstöðnum loðnuleiðangri en í desember. Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, er þó ekki tilbúinn að afskrifa loðnuvertíð í vetur. 12. janúar 2021 20:38 Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira
Segir mikilvægt að kanna einnig hvort loðna sé fyrir Norðurlandi Loðnuleitin á Austfjarðamiðum hefur haldið áfram í dag. Uppsjávarveiðiskipin þrjú, Ásgrímur Halldórsson, Polar Amaroq og Bjarni Ólafsson, með starfsmenn Hafrannsóknastofnunar um borð í tveimur fyrrnefndu, hafa verið að skanna hafsvæðið norður með landgrunnskantinum út af Austfjörðum. 19. janúar 2021 13:52
Skipstjórinn segir töluvert af loðnu út af Austfjörðum Albert Sveinsson, skipstjóri Víkings AK-100, uppsjávarveiðiskips Brims, kveðst ekki í vafa um að mikið sé núna af loðnu á Austfjarðamiðum. Eftir að togarar urðu varir við loðnu þar á laugardag var Albert fenginn til að fara yfir svæðið á Víkingi. 18. janúar 2021 15:06
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar heldur í vonina um loðnuvertíð Ekki er grundvöllur til að hefja loðnuveiðar þar sem mun minna mældist af loðnu í nýafstöðnum loðnuleiðangri en í desember. Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, er þó ekki tilbúinn að afskrifa loðnuvertíð í vetur. 12. janúar 2021 20:38