Segir mikilvægt að kanna einnig hvort loðna sé fyrir Norðurlandi Kristján Már Unnarsson skrifar 19. janúar 2021 13:52 Rannsóknaskipið Árni Friðriksson að leggja upp í loðnuleit í byrjun mánaðarins frá Hafnarfirði. Höfuðstöðvar Hafrannsóknastofnunar eru í litskrúðuga húsinu vinstra megin. Egill Aðalsteinsson Loðnuleitin á Austfjarðamiðum hefur haldið áfram í dag. Uppsjávarveiðiskipin þrjú, Ásgrímur Halldórsson, Polar Amaroq og Bjarni Ólafsson, með starfsmenn Hafrannsóknastofnunar um borð í tveimur fyrrnefndu, hafa verið að skanna hafsvæðið norður með landgrunnskantinum út af Austfjörðum. „Líkur eru til að þau nái að ljúka mælingu á því sem þar er á ferðinni í dag og á morgun. Upp úr því ætti að liggja fyrir hvað er mikið á ferðinni þar,“ segir Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar. Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar.Egill Aðalsteinsson „Spurningin er þá hvað er af loðnu fyrir norðan og vestan. Það er bræla í kortunum á næstunni.“ Hafrannsóknastofnun er í biðstöðu með að senda eigin rannsóknaskip af stað en stefnt er á annan stóran loðnuleitarleiðangur. „Við stefnum að mælingu fyrir norðan og vestan í næstu viku, þegar vindur gengur niður, á nokkrum skipum. Vonandi verður lagt í hann á mánudaginn. Þá verður hafsvæðið fyrir norðan kortlagt og vonandi líka fyrir vestan í Grænlandssundi. Ísinn er eitthvað að gefa sig og líkur til að hann hörfi meira í þessari stífu norðaustanátt sem er í kortunum næstu daga,“ segir Sigurður. Staðsetning leitarskipanna á öðrum tímanum í dag. Ásgrímur Halldórsson var syðst, austur af Seyðisfirði, Polar Amaroq var austur af Glettingi en Bjarni Ólafsson austur af Héraðsflóa.Hafrannsóknastofnun En hvenær má búast við að Hafrannsóknastofnun geti gefið út nýja ráðgjöf um veiðar úr loðnustofninum? Gæti það gerst strax í þessari viku, á grundvelli þess sem er að sjást á Austfjarðamiðum? „Það fer allt eftir því hvað mikið mælist fyrir austan. Spurningin er líka: Er þetta loðnan að hluta eða öllu sem var fyrir norðan í fyrri mælingum? Því er mjög mikilvægt að mæla þar líka aftur,“ svarar forstjóri Hafrannsóknastofnunar. Staðsetningu leitarskipanna á Austfjarðamiðum má sjá hér á rauntíma. Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Fjarðabyggð Hornafjörður Vopnafjörður Langanesbyggð Tengdar fréttir Skipstjórinn segir töluvert af loðnu út af Austfjörðum Albert Sveinsson, skipstjóri Víkings AK-100, uppsjávarveiðiskips Brims, kveðst ekki í vafa um að mikið sé núna af loðnu á Austfjarðamiðum. Eftir að togarar urðu varir við loðnu þar á laugardag var Albert fenginn til að fara yfir svæðið á Víkingi. 18. janúar 2021 15:06 Þrjú skip til loðnumælinga eftir að torfur sáust á Austfjarðamiðum Þrjú loðnuskip hafa verið send til loðnumælinga út af miðjum Austfjörðum eftir að fréttist af loðnutorfum á stóru svæði um helgina. Sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar eru um borð til að kanna hvort þarna séu nýjar loðnugöngur á ferð. 18. janúar 2021 12:21 Forstjóri Hafrannsóknastofnunar heldur í vonina um loðnuvertíð Ekki er grundvöllur til að hefja loðnuveiðar þar sem mun minna mældist af loðnu í nýafstöðnum loðnuleiðangri en í desember. Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, er þó ekki tilbúinn að afskrifa loðnuvertíð í vetur. 12. janúar 2021 20:38 Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
„Líkur eru til að þau nái að ljúka mælingu á því sem þar er á ferðinni í dag og á morgun. Upp úr því ætti að liggja fyrir hvað er mikið á ferðinni þar,“ segir Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar. Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar.Egill Aðalsteinsson „Spurningin er þá hvað er af loðnu fyrir norðan og vestan. Það er bræla í kortunum á næstunni.“ Hafrannsóknastofnun er í biðstöðu með að senda eigin rannsóknaskip af stað en stefnt er á annan stóran loðnuleitarleiðangur. „Við stefnum að mælingu fyrir norðan og vestan í næstu viku, þegar vindur gengur niður, á nokkrum skipum. Vonandi verður lagt í hann á mánudaginn. Þá verður hafsvæðið fyrir norðan kortlagt og vonandi líka fyrir vestan í Grænlandssundi. Ísinn er eitthvað að gefa sig og líkur til að hann hörfi meira í þessari stífu norðaustanátt sem er í kortunum næstu daga,“ segir Sigurður. Staðsetning leitarskipanna á öðrum tímanum í dag. Ásgrímur Halldórsson var syðst, austur af Seyðisfirði, Polar Amaroq var austur af Glettingi en Bjarni Ólafsson austur af Héraðsflóa.Hafrannsóknastofnun En hvenær má búast við að Hafrannsóknastofnun geti gefið út nýja ráðgjöf um veiðar úr loðnustofninum? Gæti það gerst strax í þessari viku, á grundvelli þess sem er að sjást á Austfjarðamiðum? „Það fer allt eftir því hvað mikið mælist fyrir austan. Spurningin er líka: Er þetta loðnan að hluta eða öllu sem var fyrir norðan í fyrri mælingum? Því er mjög mikilvægt að mæla þar líka aftur,“ svarar forstjóri Hafrannsóknastofnunar. Staðsetningu leitarskipanna á Austfjarðamiðum má sjá hér á rauntíma.
Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Fjarðabyggð Hornafjörður Vopnafjörður Langanesbyggð Tengdar fréttir Skipstjórinn segir töluvert af loðnu út af Austfjörðum Albert Sveinsson, skipstjóri Víkings AK-100, uppsjávarveiðiskips Brims, kveðst ekki í vafa um að mikið sé núna af loðnu á Austfjarðamiðum. Eftir að togarar urðu varir við loðnu þar á laugardag var Albert fenginn til að fara yfir svæðið á Víkingi. 18. janúar 2021 15:06 Þrjú skip til loðnumælinga eftir að torfur sáust á Austfjarðamiðum Þrjú loðnuskip hafa verið send til loðnumælinga út af miðjum Austfjörðum eftir að fréttist af loðnutorfum á stóru svæði um helgina. Sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar eru um borð til að kanna hvort þarna séu nýjar loðnugöngur á ferð. 18. janúar 2021 12:21 Forstjóri Hafrannsóknastofnunar heldur í vonina um loðnuvertíð Ekki er grundvöllur til að hefja loðnuveiðar þar sem mun minna mældist af loðnu í nýafstöðnum loðnuleiðangri en í desember. Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, er þó ekki tilbúinn að afskrifa loðnuvertíð í vetur. 12. janúar 2021 20:38 Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Skipstjórinn segir töluvert af loðnu út af Austfjörðum Albert Sveinsson, skipstjóri Víkings AK-100, uppsjávarveiðiskips Brims, kveðst ekki í vafa um að mikið sé núna af loðnu á Austfjarðamiðum. Eftir að togarar urðu varir við loðnu þar á laugardag var Albert fenginn til að fara yfir svæðið á Víkingi. 18. janúar 2021 15:06
Þrjú skip til loðnumælinga eftir að torfur sáust á Austfjarðamiðum Þrjú loðnuskip hafa verið send til loðnumælinga út af miðjum Austfjörðum eftir að fréttist af loðnutorfum á stóru svæði um helgina. Sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar eru um borð til að kanna hvort þarna séu nýjar loðnugöngur á ferð. 18. janúar 2021 12:21
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar heldur í vonina um loðnuvertíð Ekki er grundvöllur til að hefja loðnuveiðar þar sem mun minna mældist af loðnu í nýafstöðnum loðnuleiðangri en í desember. Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, er þó ekki tilbúinn að afskrifa loðnuvertíð í vetur. 12. janúar 2021 20:38