ESA tekur fyrsta skrefið í samningsbrotamáli gegn Íslandi Eiður Þór Árnason skrifar 20. janúar 2021 17:39 Til stendur að breyta lögum um leigubifreiðaakstur hér á landi. Vísir Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) tók í dag fyrsta skrefið í meðferð samningsbrotamáls gegn Íslandi þegar formleg áminning var send stjórnvöldum með athugasemdum við lagaumhverfi leigubifreiðaksturs hér á landi. Telur ESA að núverandi löggjöf brjóti í bága við EES-samninginn með því að takmarka aðgengi að leigubifreiðamarkaðnum, til að mynda með því að takmarka úthlutun atvinnuleyfa fyrir leigubifreiðaakstur innan takmörkunarsvæða. „Reglur um úthlutun atvinnuleyfa innan skilgreindra svæða eru ekki hlutlægar og hygla núverandi leyfishafa. Þetta felur í sér mögulegar aðgangshindranir og hindrar fyrir að nýir aðilar hefji starfsemi í atvinnugreininni,“ segir í tilkynningu frá ESA. Þá gerir eftirlitsstofnunin athugasemd við að löggjöfin skyldi leyfishafa til að hafa leigubifreiðaakstur sem meginatvinnu og krefjist þess að viðkomandi sé tengdur leigubifreiðastöð. Í áminningarbréfi ESA kemur fram að stofnunin telji núverandi löggjöf fela í sér óréttmæta takmörkun á staðfesturétti og brjóta þannig í bága við EES-samninginn. Bregðast við athugasemdum með lagabreytingu Til stendur að gera breytingar á löggjöf um leigubifreiðaakstur hér á landi og var frumvarp þess efnis lagt fyrir Alþingi í haust. Ein af meginbreytingum frumvarpsins er að falla frá fjöldatakmörkunum atvinnuleyfa á takmörkunarsvæðum. Þannig munu öll ákvæði sem snúa að lágmarksnýtingu atvinnuleyfis verða óþörf, svo sem skilyrðið um að um sé að ræða aðalatvinnu leyfishafa, um veitingu undanþágu vegna veikinda, orlofs og þess háttar, um tímabundna innlögn leyfa, notkun forfallabílstjóra og svo framvegis. Frumvarpið er tilkomið vegna fyrri athugasemda ESA um að aðgangshindranir að leigubílamarkaðnum hér á landi brjóti gegn ákvæðum EES-samningsins. Það fór til umhverfis- og samgöngunefndar að lokinni fyrstu umræðu í þinginu í október. Fréttin hefur verið uppfærð. Samgöngur Leigubílar Alþingi Tengdar fréttir Hefðu viljað að lengra yrði gengið í leigubílafrumvarpinu Óþarflega strangt en vissulega jákvætt segir fulltrúi Samtaka atvinnulífsins. 30. nóvember 2019 21:00 Geti lagt inn atvinnuleyfi sitt Leigubílstjórar sem hafa haft atvinnuleyfi í skemur en tvö ár munu fá heimild að leggja inn atvinnuleyfi sitt samkvæmt nýju frumvarpi samgönguráðherra. 8. maí 2020 14:38 Hreyfill og BSR missa öll einkastæðin sín Hreyfill og BSR missa sérmerkt leigubifreiðastæði sem þau hafa haft til umráða um áratugaskeið í Reykjavíkurborg um helgina og verður nú öllum þeim sem stunda leigubílaakstur leyft að nota þau. Samgönguráðuneytið synjaði kröfu Hreyfils um að fella ákvörðun borgarinnar úr gildi. 4. desember 2020 14:00 Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira
Telur ESA að núverandi löggjöf brjóti í bága við EES-samninginn með því að takmarka aðgengi að leigubifreiðamarkaðnum, til að mynda með því að takmarka úthlutun atvinnuleyfa fyrir leigubifreiðaakstur innan takmörkunarsvæða. „Reglur um úthlutun atvinnuleyfa innan skilgreindra svæða eru ekki hlutlægar og hygla núverandi leyfishafa. Þetta felur í sér mögulegar aðgangshindranir og hindrar fyrir að nýir aðilar hefji starfsemi í atvinnugreininni,“ segir í tilkynningu frá ESA. Þá gerir eftirlitsstofnunin athugasemd við að löggjöfin skyldi leyfishafa til að hafa leigubifreiðaakstur sem meginatvinnu og krefjist þess að viðkomandi sé tengdur leigubifreiðastöð. Í áminningarbréfi ESA kemur fram að stofnunin telji núverandi löggjöf fela í sér óréttmæta takmörkun á staðfesturétti og brjóta þannig í bága við EES-samninginn. Bregðast við athugasemdum með lagabreytingu Til stendur að gera breytingar á löggjöf um leigubifreiðaakstur hér á landi og var frumvarp þess efnis lagt fyrir Alþingi í haust. Ein af meginbreytingum frumvarpsins er að falla frá fjöldatakmörkunum atvinnuleyfa á takmörkunarsvæðum. Þannig munu öll ákvæði sem snúa að lágmarksnýtingu atvinnuleyfis verða óþörf, svo sem skilyrðið um að um sé að ræða aðalatvinnu leyfishafa, um veitingu undanþágu vegna veikinda, orlofs og þess háttar, um tímabundna innlögn leyfa, notkun forfallabílstjóra og svo framvegis. Frumvarpið er tilkomið vegna fyrri athugasemda ESA um að aðgangshindranir að leigubílamarkaðnum hér á landi brjóti gegn ákvæðum EES-samningsins. Það fór til umhverfis- og samgöngunefndar að lokinni fyrstu umræðu í þinginu í október. Fréttin hefur verið uppfærð.
Samgöngur Leigubílar Alþingi Tengdar fréttir Hefðu viljað að lengra yrði gengið í leigubílafrumvarpinu Óþarflega strangt en vissulega jákvætt segir fulltrúi Samtaka atvinnulífsins. 30. nóvember 2019 21:00 Geti lagt inn atvinnuleyfi sitt Leigubílstjórar sem hafa haft atvinnuleyfi í skemur en tvö ár munu fá heimild að leggja inn atvinnuleyfi sitt samkvæmt nýju frumvarpi samgönguráðherra. 8. maí 2020 14:38 Hreyfill og BSR missa öll einkastæðin sín Hreyfill og BSR missa sérmerkt leigubifreiðastæði sem þau hafa haft til umráða um áratugaskeið í Reykjavíkurborg um helgina og verður nú öllum þeim sem stunda leigubílaakstur leyft að nota þau. Samgönguráðuneytið synjaði kröfu Hreyfils um að fella ákvörðun borgarinnar úr gildi. 4. desember 2020 14:00 Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira
Hefðu viljað að lengra yrði gengið í leigubílafrumvarpinu Óþarflega strangt en vissulega jákvætt segir fulltrúi Samtaka atvinnulífsins. 30. nóvember 2019 21:00
Geti lagt inn atvinnuleyfi sitt Leigubílstjórar sem hafa haft atvinnuleyfi í skemur en tvö ár munu fá heimild að leggja inn atvinnuleyfi sitt samkvæmt nýju frumvarpi samgönguráðherra. 8. maí 2020 14:38
Hreyfill og BSR missa öll einkastæðin sín Hreyfill og BSR missa sérmerkt leigubifreiðastæði sem þau hafa haft til umráða um áratugaskeið í Reykjavíkurborg um helgina og verður nú öllum þeim sem stunda leigubílaakstur leyft að nota þau. Samgönguráðuneytið synjaði kröfu Hreyfils um að fella ákvörðun borgarinnar úr gildi. 4. desember 2020 14:00