Hreyfill og BSR missa öll einkastæðin sín Kjartan Kjartansson skrifar 4. desember 2020 14:00 Biðstæði Hreyfils við Hlemm voru hluti af endurgjaldi fyrir aðstöðu félagsins þar á 7. áratug síðustu aldar. Vísir/Vilhelm Hreyfill og BSR missa sérmerkt leigubifreiðastæði sem þau hafa haft til umráða um áratugaskeið í Reykjavíkurborg um helgina og verður nú öllum þeim sem stunda leigubílaakstur leyft að nota þau. Samgönguráðuneytið synjaði kröfu Hreyfils um að fella ákvörðun borgarinnar úr gildi. Leigubílastöðvarnar tvær hafa haft sérmerkt leigubifreiðastæði í borgarlandinu til afnota lengi. Skipulags- og samgönguráð borgarinnar samþykkti að breyta fyrirkomulagi biðstæðanna í september í fyrra eftir að aðrar leigubílastöðvar fóru fram að öll stæði ætluð leigubílum í borginni yrði opin þeim öllum. Hreyfill kærði ákvörðun borgaryfirvalda í febrúar og krafðist þess að hún yrði ógilt með vísan til hálfrar aldar gamals kaupsamnings. Borgin frestaði áhrifum ákvörðunarinnar á meðan úrskurðar var beðið. Ráðuneytið synjaði kröfunni 25. nóvember. Í kjölfarið sendi lögmaður umhverfis- og skipulagssviðs borgarinnar Hreyfli og BSR bréf á þriðjudag þar sem hann krafðist þess að stöðvarnar fjarlægðu sérmerkingar sínar fyrir 15. janúar. Tilkynnti hann einnig í bréfinu að öðrum starfandi leigubílstjórum í Reykjavík yrði heimilt að leggja í stæðin frá og með laugardeginum 5. desember óháð því hvort að merkingar hefðu þá verið fjarlægðar eða ekki. Vísa til kaupsamnings frá 1969 Í kæru Hreyfils á ákvörðuninni um að gera fyrirtækinu að fjarlægja sérmerkingarnar var byggt á því að það hefði fengið ótímabundin afnot af biðstæðunum í borginni þegar það seldi henni fasteignir, mannvirki og lóðaréttindi við Hlemm og Kalkofnsveg í október árið 1969. Fyrirtækið taldi sig njóta óbeins eignaréttar á stæðunum á grundvelli samningsins. Benti Hreyfill einnig á að félagið hefði haft starfsleyfi vegna biðstæðanna. Ef það yrði afturkallað hefði það skaðleg áhrif á verðmæti rekstursins sem takmarkaði rétt fyrirtækisins til þess að njóta eignar sinnar. Þessum rökum hafnaði borgin. Skýrt hefði verið tekið fram í kaupsamningnum frá 1969 að Hreyfill fengi afnot af 12-15 stæðum um óákveðinn tíma og því væri ljóst að gert hefði verið ráð fyrir tímabundnum afnotum. Afturköllum á starfsleyfi vegna stæðanna væri heldur ekki skerðing á fjárhagslegum hagsmunum eða takmörkun á rétti Hreyfils til þess að njóta eignar. Fyrirtækið væri ekki svipt verðmætum sem gætu talist eign þess. Því yrði áfram heimilt að leggja í stæðin sem voru áður sérmerkt því og einnig í stæði sem voru áður sérmerkt BSR. Stæði merkt Hreyfli við horn Sundlaugavegs og Hrísateigs í Reykjavík. Stöðin þarf að fjarlægja merkingarnar ekki síðar en 15. janúar. Allir leigubílstjórar mega leggja í stæðið frá og með laugardeginum 5. desember.Vísir/Vilhelm Málefnaleg og lögmæt rök fyrir breytingunni Ráðuneytið komst að þeirri niðurstöðu að málefnaleg og lögmæt rök hefðu búið að baki ákvörðun Reykjavíkurborgar í málinu og synjaði það því kröfu Hreyfils. Beindi ráðuneytið því þó til borgarinnar að gæta betur að andmælarétti í upphafi máls og að benda málsaðila á kæruleið þegar tilkynnt er um ákvörðun sem þessa. Hreyfill hafði haldið því fram að málsmeðferð borgarinnar hefði verið verulega áfátt. Ráðuneytið taldi annmarkana ekki hafa haft áhrif á niðurstöðu málsins og Hreyfill hafi komið að andmælum sínum. Taldi ráðuneytið það ekki í sínu færi að taka kaupsamninginn sem borgin og Hreyfill deildu um til efnislegrar skoðunar þar sem hann væri „einkaréttarlegur gerningur“. Dómstólar þyrftu að skera úr um ágreining um innihald samningsins. Guðmundur Börkur Thorarensen, framkvæmdastjóri BSR, segir að lögmaður stöðvarinnar hafi fengið afrit af bréfi borgarinnar til Hreyfils og úrskurði samgönguráðuneytisins. Hann segir að það á bæ hugsi menn málið og vilji ekki ræða það frekar að svo stöddu. Ekki náðist í framkvæmdastjóra Hreyfils við vinnslu þessarar fréttar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til þess í gegnum skrifstofu leigubílastöðvarinnar í gær og í dag. Leigubílar Reykjavík Samgöngur Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
Leigubílastöðvarnar tvær hafa haft sérmerkt leigubifreiðastæði í borgarlandinu til afnota lengi. Skipulags- og samgönguráð borgarinnar samþykkti að breyta fyrirkomulagi biðstæðanna í september í fyrra eftir að aðrar leigubílastöðvar fóru fram að öll stæði ætluð leigubílum í borginni yrði opin þeim öllum. Hreyfill kærði ákvörðun borgaryfirvalda í febrúar og krafðist þess að hún yrði ógilt með vísan til hálfrar aldar gamals kaupsamnings. Borgin frestaði áhrifum ákvörðunarinnar á meðan úrskurðar var beðið. Ráðuneytið synjaði kröfunni 25. nóvember. Í kjölfarið sendi lögmaður umhverfis- og skipulagssviðs borgarinnar Hreyfli og BSR bréf á þriðjudag þar sem hann krafðist þess að stöðvarnar fjarlægðu sérmerkingar sínar fyrir 15. janúar. Tilkynnti hann einnig í bréfinu að öðrum starfandi leigubílstjórum í Reykjavík yrði heimilt að leggja í stæðin frá og með laugardeginum 5. desember óháð því hvort að merkingar hefðu þá verið fjarlægðar eða ekki. Vísa til kaupsamnings frá 1969 Í kæru Hreyfils á ákvörðuninni um að gera fyrirtækinu að fjarlægja sérmerkingarnar var byggt á því að það hefði fengið ótímabundin afnot af biðstæðunum í borginni þegar það seldi henni fasteignir, mannvirki og lóðaréttindi við Hlemm og Kalkofnsveg í október árið 1969. Fyrirtækið taldi sig njóta óbeins eignaréttar á stæðunum á grundvelli samningsins. Benti Hreyfill einnig á að félagið hefði haft starfsleyfi vegna biðstæðanna. Ef það yrði afturkallað hefði það skaðleg áhrif á verðmæti rekstursins sem takmarkaði rétt fyrirtækisins til þess að njóta eignar sinnar. Þessum rökum hafnaði borgin. Skýrt hefði verið tekið fram í kaupsamningnum frá 1969 að Hreyfill fengi afnot af 12-15 stæðum um óákveðinn tíma og því væri ljóst að gert hefði verið ráð fyrir tímabundnum afnotum. Afturköllum á starfsleyfi vegna stæðanna væri heldur ekki skerðing á fjárhagslegum hagsmunum eða takmörkun á rétti Hreyfils til þess að njóta eignar. Fyrirtækið væri ekki svipt verðmætum sem gætu talist eign þess. Því yrði áfram heimilt að leggja í stæðin sem voru áður sérmerkt því og einnig í stæði sem voru áður sérmerkt BSR. Stæði merkt Hreyfli við horn Sundlaugavegs og Hrísateigs í Reykjavík. Stöðin þarf að fjarlægja merkingarnar ekki síðar en 15. janúar. Allir leigubílstjórar mega leggja í stæðið frá og með laugardeginum 5. desember.Vísir/Vilhelm Málefnaleg og lögmæt rök fyrir breytingunni Ráðuneytið komst að þeirri niðurstöðu að málefnaleg og lögmæt rök hefðu búið að baki ákvörðun Reykjavíkurborgar í málinu og synjaði það því kröfu Hreyfils. Beindi ráðuneytið því þó til borgarinnar að gæta betur að andmælarétti í upphafi máls og að benda málsaðila á kæruleið þegar tilkynnt er um ákvörðun sem þessa. Hreyfill hafði haldið því fram að málsmeðferð borgarinnar hefði verið verulega áfátt. Ráðuneytið taldi annmarkana ekki hafa haft áhrif á niðurstöðu málsins og Hreyfill hafi komið að andmælum sínum. Taldi ráðuneytið það ekki í sínu færi að taka kaupsamninginn sem borgin og Hreyfill deildu um til efnislegrar skoðunar þar sem hann væri „einkaréttarlegur gerningur“. Dómstólar þyrftu að skera úr um ágreining um innihald samningsins. Guðmundur Börkur Thorarensen, framkvæmdastjóri BSR, segir að lögmaður stöðvarinnar hafi fengið afrit af bréfi borgarinnar til Hreyfils og úrskurði samgönguráðuneytisins. Hann segir að það á bæ hugsi menn málið og vilji ekki ræða það frekar að svo stöddu. Ekki náðist í framkvæmdastjóra Hreyfils við vinnslu þessarar fréttar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til þess í gegnum skrifstofu leigubílastöðvarinnar í gær og í dag.
Leigubílar Reykjavík Samgöngur Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira