Það er stuð í rafmagninu Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar 20. janúar 2021 13:00 Það verður sífellt erfiðara fyrir ungt fólk að velja sér starfsvettvang. Sumir hafa ástríðu fyrir einhverju frá unga aldri eins og sjá má í áratuga gömlum klippum í auglýsingu sem flestir hafa séð. Þar er Hermann Gunnarsson heitinn að spyrja börn hvað þau ætli að verða þegar þau eru orðin stór. Þessi börn eru í dag fullorðið fólk sem er landsþekkt fyrir afrek sín, en það eru ekki allir svo gæfusamir, að sjá fyrir sér að keppa fyrir hönd Íslands á stórmótum og framkvæma það síðan með afburða árangri. Það er úr ákaflega mörgum leiðum að velja í lífinu í dag, þeir sem ætluðu að ganga menntaveginn fyrir hundrað árum gátu ekki valið um mikið meira en iðngreinar, guðfræði, lögfræði, læknisfræði og hjúkrun. Fyrstu verkfræðingarnir eins og Sigurður Thoroddsen voru að ljúka námi á þriðja áratug síðustu aldar. Síðan þá hefur ótrúlega margt breyst í samfélaginu okkar og við stukkum úr bændasamfélagi inn í tækniöldina á ógnar hraða. Samfélagið okkar er orðið mjög flókið og hver tæknibyltingin tekur við af annarri. Fyrir hundrað árum voru bílar, flugvélar og útvarp nýjung. Nú hlustum við á útvarp í snjalltækjum,, flugleiðsögumenn eru löngu orðnir óþarfir og flugstjórarnir fylgjast mikið með flugvélunum á sjálfstýringu. Sjálfvirkni og snjallar lausnir verður sífellt meira áberandi. Bílarnir okkar eru óðum að verða sjálfkeyrandi og svona mætti lengi telja. Allar þessar nýjungar byggja á rafboðum og stýringum, sem byggja á rafmagni. Þekking á þessu víðtæka sviði rafmagnsfræða er verðmæt og gæti orðið útflutningsvara og tekjulind í margumræddri nauðsynlegri viðspyrnu fyrir hagkerfið okkar. Við erum nánast öll með snjalltæki í höndunum, bæði ungir og aldnir. Þessi tæki ganga fyrir rafmagni, eiga samskipti sem byggja á merkjafræði sem er fag innan rafmagnsverkfræðinnar. Við þurfum ljós, það þarf að framleiða rafmagn, flytja það dreifa því. Leggja raflagnir í hús, endurnýja fjarskiptakerfi. Forrita stýribúnað og hugbúnað margvíslegan sem tengist rafdrifnum tækjum. Rafvirkjun, rafeindavirkjun, rafmagnstæknifræði og rafmagnsverkfræði eru allt saman fög sem fjalla um rafmagn. Innan rafmagnsfræðinnar er úr margvíslegum störfum að velja, það er líka hægt að byrja á því að verða rafvirki og bæta síðan við sig tæknifræði og svo verkfræði. Snjallvæðingin er nýjast tæknibyltingin sem við erum enn að átta okkur á hvernig við munum nýta. Við sjáum að hægt er að lágmarka kostnað við sorphirðu með snjöllum sorptunnum, sem láta vita þegar þær eru að fyllast. Við getum fengið stýringar fyrir ljós og hita á heimilin okkar þannig að við séum með lægri hita á nóttunni þegar við sofum eða þegar við erum ekki heima. Þessar stýringar geta svo hækkað hitann aftur áður en við komum heim úr vinnu eða vöknum. Rafmagnstækni er sívaxandi þáttur í heilbrigðisþjónustu og má þar nefna segulómtæki, aðgerðarþjarkar og margvísleg fleiri tæki. Fjölbreytileiki starfa innan rafmagnsgeirans er mikill og verkefnin verða sífellt fleiri og margvíslegri með aukinni sjálfvirkni og margvíslegum snjöllum lausnum. Það er vel þess virði fyrir uppalendur og alla þá sem eru að velta því fyrir sér í dag hvaða menntun þeir eiga að velja að skoða námsleiðir í rafmagnsfræðum. Það er úr mjög mörgu spennandi að velja á þessu sviði og því það má með sanni segja að það er stuð í rafmagninu og þá sérstaklega í háspennunni. Höfundur er rafmagnsverkfræðingur og framkvæmdastjóri Verkfræðistofunnar Afl og Orku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Skóla - og menntamál Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Sjá meira
Það verður sífellt erfiðara fyrir ungt fólk að velja sér starfsvettvang. Sumir hafa ástríðu fyrir einhverju frá unga aldri eins og sjá má í áratuga gömlum klippum í auglýsingu sem flestir hafa séð. Þar er Hermann Gunnarsson heitinn að spyrja börn hvað þau ætli að verða þegar þau eru orðin stór. Þessi börn eru í dag fullorðið fólk sem er landsþekkt fyrir afrek sín, en það eru ekki allir svo gæfusamir, að sjá fyrir sér að keppa fyrir hönd Íslands á stórmótum og framkvæma það síðan með afburða árangri. Það er úr ákaflega mörgum leiðum að velja í lífinu í dag, þeir sem ætluðu að ganga menntaveginn fyrir hundrað árum gátu ekki valið um mikið meira en iðngreinar, guðfræði, lögfræði, læknisfræði og hjúkrun. Fyrstu verkfræðingarnir eins og Sigurður Thoroddsen voru að ljúka námi á þriðja áratug síðustu aldar. Síðan þá hefur ótrúlega margt breyst í samfélaginu okkar og við stukkum úr bændasamfélagi inn í tækniöldina á ógnar hraða. Samfélagið okkar er orðið mjög flókið og hver tæknibyltingin tekur við af annarri. Fyrir hundrað árum voru bílar, flugvélar og útvarp nýjung. Nú hlustum við á útvarp í snjalltækjum,, flugleiðsögumenn eru löngu orðnir óþarfir og flugstjórarnir fylgjast mikið með flugvélunum á sjálfstýringu. Sjálfvirkni og snjallar lausnir verður sífellt meira áberandi. Bílarnir okkar eru óðum að verða sjálfkeyrandi og svona mætti lengi telja. Allar þessar nýjungar byggja á rafboðum og stýringum, sem byggja á rafmagni. Þekking á þessu víðtæka sviði rafmagnsfræða er verðmæt og gæti orðið útflutningsvara og tekjulind í margumræddri nauðsynlegri viðspyrnu fyrir hagkerfið okkar. Við erum nánast öll með snjalltæki í höndunum, bæði ungir og aldnir. Þessi tæki ganga fyrir rafmagni, eiga samskipti sem byggja á merkjafræði sem er fag innan rafmagnsverkfræðinnar. Við þurfum ljós, það þarf að framleiða rafmagn, flytja það dreifa því. Leggja raflagnir í hús, endurnýja fjarskiptakerfi. Forrita stýribúnað og hugbúnað margvíslegan sem tengist rafdrifnum tækjum. Rafvirkjun, rafeindavirkjun, rafmagnstæknifræði og rafmagnsverkfræði eru allt saman fög sem fjalla um rafmagn. Innan rafmagnsfræðinnar er úr margvíslegum störfum að velja, það er líka hægt að byrja á því að verða rafvirki og bæta síðan við sig tæknifræði og svo verkfræði. Snjallvæðingin er nýjast tæknibyltingin sem við erum enn að átta okkur á hvernig við munum nýta. Við sjáum að hægt er að lágmarka kostnað við sorphirðu með snjöllum sorptunnum, sem láta vita þegar þær eru að fyllast. Við getum fengið stýringar fyrir ljós og hita á heimilin okkar þannig að við séum með lægri hita á nóttunni þegar við sofum eða þegar við erum ekki heima. Þessar stýringar geta svo hækkað hitann aftur áður en við komum heim úr vinnu eða vöknum. Rafmagnstækni er sívaxandi þáttur í heilbrigðisþjónustu og má þar nefna segulómtæki, aðgerðarþjarkar og margvísleg fleiri tæki. Fjölbreytileiki starfa innan rafmagnsgeirans er mikill og verkefnin verða sífellt fleiri og margvíslegri með aukinni sjálfvirkni og margvíslegum snjöllum lausnum. Það er vel þess virði fyrir uppalendur og alla þá sem eru að velta því fyrir sér í dag hvaða menntun þeir eiga að velja að skoða námsleiðir í rafmagnsfræðum. Það er úr mjög mörgu spennandi að velja á þessu sviði og því það má með sanni segja að það er stuð í rafmagninu og þá sérstaklega í háspennunni. Höfundur er rafmagnsverkfræðingur og framkvæmdastjóri Verkfræðistofunnar Afl og Orku.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun