Körfubolti

Leikmaður Vals sleikti puttana sína allan leikinn á móti KR

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Miguel Cardoso, portúgalskur bakvörður í Val, sést hér sleikja puttana sína einu sinni sem oftar í leiknum.
Miguel Cardoso, portúgalskur bakvörður í Val, sést hér sleikja puttana sína einu sinni sem oftar í leiknum. Skjámynd/Stöð 2 Sport

Miguel Cardoso, portúgalskur bakvörður í Val, fær ekki háa einkunn fyrir sóttvarnir í leik Vals og KR í Domino´s deildinni í körfubolta á dögunum.

Keppni í Domino´s deild karla er nýhafin eftir hundrað daga hlé vegna baráttunnar við kórónuveiruna.

Framkoma Miguel Cardoso var því mjög sláandi fyrir þá sem fylgdust með honum og eru sjálfur að keppast við að fylgja öllum sóttvörnum.

Miguel Cardoso kom til Vals um áramótin og var þarna að spila sinn annan leik með liðinu.

Þeir sem fylgdust með leiknum á Stöð 2 Sport tóku strax eftir óheppilegum vana hjá þessum leikmanni.

Miguel Cardoso var nefnilega að sleikja puttana sína allan leikinn.

Miguel Cardoso er bakvörður hjá Val og því mikið með boltann. Það gefur að skilja að aðrir leikmenn leiksins voru því hvað eftir annað að fá boltann sem hann hafði verið með.

Hér fyrir neðan má sjá myndband þar sem sést hvað Miguel Cardoso er alltaf að sleikja putta sína.

Klippa: Puttasleikir í ValsliðinuFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.