Hvað er raunveruleg menntun? Sólveig María Svavarsdóttir skrifar 20. janúar 2021 07:30 Öll erum við sammála um mikilvægi menntunar fyrir börnin okkar. Í íslensku skólakerfi er að finna fjöldan allan að frábærum fagmönnum sem leggja sig alla fram um að sinna börnunum okkar. Víða er verið að vinna frábært starf. Engu að síður finnst mér of mikil streita einkenna kerfið. Mörg börn fara í gegnum kerfið án þess að missa gleðina sína en við erum líka með börn sem missa gleðina sína á leiðinni. Hvað verður um barn sem tapar gleðinni sinni? Það er líklegt að vegurinn verði grýttur. Það er svo gríðar mikilvægt að fagna og mæta hverjum einstaklingi nákvæmlega eins og hann er. Leyfa honum að fara sinn farveg og efla hæfileika hans og getu. Ég spyr mig stundum hvort núverandi skólakerfi okkar sé of einhæft. Hvort mögulegt sé að við séum að setja börnin okkar í of fá box eða hafa við of fáa reiti. Ég veit það er auðvelt að gagnrýna og erfiðara að framkvæma. En ég held við þurfum að fara að fagna fleiri hæfileikum og setja fleira en örfá námsfög á hærri stall. Hvernig væri að sá sem væri handlaginn og sterkur í smíði finndi að framlag hans væri jafn vel metið og hátt skór í íslensku? Hvernig væri að leyfa þeim sem sýnir afburðartakta í íþrótt en ætti erfitt með stæðfræði að læra stærðfræði gegnum íþrótt sína og áhugasvið? Hvernig væri að leyfa þeim sem hefur mikla orku og á erfitt með að vera kyrr að lesa bækur sínar upp í trjám og læra úti? Mætti hætta að hafa áhyggjur af því þó barn sé hæglæst í 2.bekk - treysta því að það fari þetta á sínum hraða og í takt við sinn þroska? Ég held við þurfum að fara að treysta börnunum betur og þeirra vegferð. Þau eruá misjöfnum stað á mismunandi hraða en öll á leið í sömu átt. Hættum jafnframt að blekkja okkur á því að á Íslandi sé einstaklingsmiðað skólakerfi. Ef við ætlumst til að öll börn borði skyr þá verður að leyfa þeim að gera það á sinn hátt. Af mismunandi skálum með mismunandi meðlæti og mismunandi bragði. Treystum þeim svo fyrir því að finna út hvenær þau eru södd. Það er erfitt að mæla menntun. Verðmætasta menntunin er að barn tapi ekki gleði sinni og fari út í lífið með opið hjarta. Fyrir mér er raunveruleg menntun lífshamingja. Höfundur er grunnskólakennari og fjögurra barna móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Öll erum við sammála um mikilvægi menntunar fyrir börnin okkar. Í íslensku skólakerfi er að finna fjöldan allan að frábærum fagmönnum sem leggja sig alla fram um að sinna börnunum okkar. Víða er verið að vinna frábært starf. Engu að síður finnst mér of mikil streita einkenna kerfið. Mörg börn fara í gegnum kerfið án þess að missa gleðina sína en við erum líka með börn sem missa gleðina sína á leiðinni. Hvað verður um barn sem tapar gleðinni sinni? Það er líklegt að vegurinn verði grýttur. Það er svo gríðar mikilvægt að fagna og mæta hverjum einstaklingi nákvæmlega eins og hann er. Leyfa honum að fara sinn farveg og efla hæfileika hans og getu. Ég spyr mig stundum hvort núverandi skólakerfi okkar sé of einhæft. Hvort mögulegt sé að við séum að setja börnin okkar í of fá box eða hafa við of fáa reiti. Ég veit það er auðvelt að gagnrýna og erfiðara að framkvæma. En ég held við þurfum að fara að fagna fleiri hæfileikum og setja fleira en örfá námsfög á hærri stall. Hvernig væri að sá sem væri handlaginn og sterkur í smíði finndi að framlag hans væri jafn vel metið og hátt skór í íslensku? Hvernig væri að leyfa þeim sem sýnir afburðartakta í íþrótt en ætti erfitt með stæðfræði að læra stærðfræði gegnum íþrótt sína og áhugasvið? Hvernig væri að leyfa þeim sem hefur mikla orku og á erfitt með að vera kyrr að lesa bækur sínar upp í trjám og læra úti? Mætti hætta að hafa áhyggjur af því þó barn sé hæglæst í 2.bekk - treysta því að það fari þetta á sínum hraða og í takt við sinn þroska? Ég held við þurfum að fara að treysta börnunum betur og þeirra vegferð. Þau eruá misjöfnum stað á mismunandi hraða en öll á leið í sömu átt. Hættum jafnframt að blekkja okkur á því að á Íslandi sé einstaklingsmiðað skólakerfi. Ef við ætlumst til að öll börn borði skyr þá verður að leyfa þeim að gera það á sinn hátt. Af mismunandi skálum með mismunandi meðlæti og mismunandi bragði. Treystum þeim svo fyrir því að finna út hvenær þau eru södd. Það er erfitt að mæla menntun. Verðmætasta menntunin er að barn tapi ekki gleði sinni og fari út í lífið með opið hjarta. Fyrir mér er raunveruleg menntun lífshamingja. Höfundur er grunnskólakennari og fjögurra barna móðir.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar