Af hverju er Orka náttúrunnar í orkuskiptum? Hafrún Þorvaldsdóttir skrifar 19. janúar 2021 15:25 Orka náttúrunnar (ON) framleiðir og selur rafmagn á landsvísu. Framtíðarsýn fyrirtækisins er sú að auka lífsgæði og skapa verðmæti á sjálfbæran hátt og vera leiðandi afl í nýsköpun og þróun endurnýjanlegrar orku, en rafmagn er innlend endurnýjanleg orka. Það er því afar spennandi að taka þátt í því þjóðþrifaverkefni að koma rafmagninu í aukna umferð. Sem Íslendingur þá finnst mér orkuskipti í samgöngum vera eitt það mikilvægasta verkefni sem við stöndum í þessi misserin. Með ábyrgri nýtingu auðlindanna getum við orðið okkar eigin herrar með okkar eigin sjálfbæru og umhverfisvænu auðlindir sem knýja samgöngur. Er Ísland kjörið fyrir rafbíla? Stutta svarið er já. Það er passlega stórt á þann hátt að hér hefur tekist að koma upp innviðum fyrir rafbíla allan hringinn. En betur má ef duga skal og nú stendur ON einmitt í stórræðum við að efla og bæta hleðslunetið víða um land, en sú uppbyggingin hófst einmitt árið 2014. Þá tók ON að sér að leiða þetta stóra verkefni með það að leiðarljósi að efla nýtingu innlendrar endurnýjanlegrar orku, þ.e. raforkunnar og einnig selja meira rafmagn. Aukin drægni kallar á öðruvísi uppbyggingu ON hóf innviðauppbyggingu hleðslunetsins við höfuðstöðvar félagsins í mars 2014 og hefur síðan þá komið upp um 46 hraðhleðslum vítt og breitt um landið. Við opnuðum einmitt hringinn við Mývatn á vordögum árið 2018 þar sem markmiðið var að vekja máls á því að rafbílar væru komnir til að vera fyrir alla landsmenn hvar sem þeir búa. Hraðhleðslur ON hafa til þessa verið settar upp með um 100km millibili á hringveginum og reyndar víða utan hans, með það að leiðarljósi að fólk komist leiðar sinnar á alla helstu áfangastaði landsins þar sem margir af fyrstu rafbílunum höfðu ekki nema rúmlega eða í kringum 100km drægni. Verkefnið var og er ærið því það er þetta með hænuna og eggið, það þarf fyrst og fremst hraðhleðslur til þess að fólk fái sér rafbíla. Fólk þarf að hafa trú á því að það komist hringinn í kringum landið á rafbílnum sínum jafnvel þó að það fari ekki nema eina til tvær ferðir út á land á ári. Markaðurinn hefur samt þroskast mikið. Áður var áherslan á að setja hleðslur niður með stuttu millibili og tryggja uppitíma þeirra. Með nýjustu gerðum rafbíla getum við auðveldlega keyrt alla leið til Akureyrar án þess að stoppa þar sem drægnin er orðin það mikil. Þetta gerir það að verkum að hleðslunetið getur þróast í takt við markaðinn. Nýjar og bættar hleðslur í farvatninu ON fékk úthlutað tveimur styrkjum frá Orkusjóði síðla árs 2019 til að halda vegferðinni áfram. Hleðslunetið verður því eflt enn frekar með nýjustu og öflugustu gerð hraðhleðsla með enn hraðari hleðslutíma. Styrkirnir tveir sem ON fékk frá Orkusjóði voru báðir ætlaðir til að efla núverandi hleðslunet ON og auka áreiðanleika þess, aðgengi og stytta biðtíma með því að fjölga tengimöguleikum fyrir rafbíla um allt land. Styrkurinn fólst annars vegar í 17 nýjum hraðhleðslum á 10 staðsetningum og einnig í 20 minni hleðslum við hótel og gististaði víða um land. Áætlaður uppsetningartími var rúmlega tvö ár. Árið 2020 byrjaði vel og voru settar upp 6 nýjar hraðhleðslur, þrjár í Reykjavík, ein á Akureyri, ein í Varmahlíð og nú síðast ein í Víðigerði, en stefnt er að því að klára allar nýju staðsetningarnar á árinu 2021. Í þessu ferli munum við endurskoða núverandi kerfi og bæta samnýtingu fyrri 50kW hraðhleðsla og sameina með nýjum uppsetningum. Sum staðar verður tengjum fjölgað, og/eða aflið aukið, en annars staðar munum við setja upp nýjar hraðhleðslur á nýjum stöðum. Bless brunabíll Markaðurinn er að breytast hratt og fjölmargir nýir rafbílar eru væntanlegir á árinu 2021. Við fundum það í kringum opinn viðburð sem Orkuveita Reykjavíkur hélt í síðustu viku undir slagorðinu, Hljóðláta byltingin er hafin, að áhugi fólks á rafbílavæðingunni og orkuskiptunum er mikill. ON ætlar að nýta þekkingu sína og reynslu í að gera fólki auðveldara að taka skrefið – kveðja brunabílinn og skipta yfir í rafmagn. Höfundur er verkefnastjóri hleðslunets ON Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Bílar Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Orka náttúrunnar (ON) framleiðir og selur rafmagn á landsvísu. Framtíðarsýn fyrirtækisins er sú að auka lífsgæði og skapa verðmæti á sjálfbæran hátt og vera leiðandi afl í nýsköpun og þróun endurnýjanlegrar orku, en rafmagn er innlend endurnýjanleg orka. Það er því afar spennandi að taka þátt í því þjóðþrifaverkefni að koma rafmagninu í aukna umferð. Sem Íslendingur þá finnst mér orkuskipti í samgöngum vera eitt það mikilvægasta verkefni sem við stöndum í þessi misserin. Með ábyrgri nýtingu auðlindanna getum við orðið okkar eigin herrar með okkar eigin sjálfbæru og umhverfisvænu auðlindir sem knýja samgöngur. Er Ísland kjörið fyrir rafbíla? Stutta svarið er já. Það er passlega stórt á þann hátt að hér hefur tekist að koma upp innviðum fyrir rafbíla allan hringinn. En betur má ef duga skal og nú stendur ON einmitt í stórræðum við að efla og bæta hleðslunetið víða um land, en sú uppbyggingin hófst einmitt árið 2014. Þá tók ON að sér að leiða þetta stóra verkefni með það að leiðarljósi að efla nýtingu innlendrar endurnýjanlegrar orku, þ.e. raforkunnar og einnig selja meira rafmagn. Aukin drægni kallar á öðruvísi uppbyggingu ON hóf innviðauppbyggingu hleðslunetsins við höfuðstöðvar félagsins í mars 2014 og hefur síðan þá komið upp um 46 hraðhleðslum vítt og breitt um landið. Við opnuðum einmitt hringinn við Mývatn á vordögum árið 2018 þar sem markmiðið var að vekja máls á því að rafbílar væru komnir til að vera fyrir alla landsmenn hvar sem þeir búa. Hraðhleðslur ON hafa til þessa verið settar upp með um 100km millibili á hringveginum og reyndar víða utan hans, með það að leiðarljósi að fólk komist leiðar sinnar á alla helstu áfangastaði landsins þar sem margir af fyrstu rafbílunum höfðu ekki nema rúmlega eða í kringum 100km drægni. Verkefnið var og er ærið því það er þetta með hænuna og eggið, það þarf fyrst og fremst hraðhleðslur til þess að fólk fái sér rafbíla. Fólk þarf að hafa trú á því að það komist hringinn í kringum landið á rafbílnum sínum jafnvel þó að það fari ekki nema eina til tvær ferðir út á land á ári. Markaðurinn hefur samt þroskast mikið. Áður var áherslan á að setja hleðslur niður með stuttu millibili og tryggja uppitíma þeirra. Með nýjustu gerðum rafbíla getum við auðveldlega keyrt alla leið til Akureyrar án þess að stoppa þar sem drægnin er orðin það mikil. Þetta gerir það að verkum að hleðslunetið getur þróast í takt við markaðinn. Nýjar og bættar hleðslur í farvatninu ON fékk úthlutað tveimur styrkjum frá Orkusjóði síðla árs 2019 til að halda vegferðinni áfram. Hleðslunetið verður því eflt enn frekar með nýjustu og öflugustu gerð hraðhleðsla með enn hraðari hleðslutíma. Styrkirnir tveir sem ON fékk frá Orkusjóði voru báðir ætlaðir til að efla núverandi hleðslunet ON og auka áreiðanleika þess, aðgengi og stytta biðtíma með því að fjölga tengimöguleikum fyrir rafbíla um allt land. Styrkurinn fólst annars vegar í 17 nýjum hraðhleðslum á 10 staðsetningum og einnig í 20 minni hleðslum við hótel og gististaði víða um land. Áætlaður uppsetningartími var rúmlega tvö ár. Árið 2020 byrjaði vel og voru settar upp 6 nýjar hraðhleðslur, þrjár í Reykjavík, ein á Akureyri, ein í Varmahlíð og nú síðast ein í Víðigerði, en stefnt er að því að klára allar nýju staðsetningarnar á árinu 2021. Í þessu ferli munum við endurskoða núverandi kerfi og bæta samnýtingu fyrri 50kW hraðhleðsla og sameina með nýjum uppsetningum. Sum staðar verður tengjum fjölgað, og/eða aflið aukið, en annars staðar munum við setja upp nýjar hraðhleðslur á nýjum stöðum. Bless brunabíll Markaðurinn er að breytast hratt og fjölmargir nýir rafbílar eru væntanlegir á árinu 2021. Við fundum það í kringum opinn viðburð sem Orkuveita Reykjavíkur hélt í síðustu viku undir slagorðinu, Hljóðláta byltingin er hafin, að áhugi fólks á rafbílavæðingunni og orkuskiptunum er mikill. ON ætlar að nýta þekkingu sína og reynslu í að gera fólki auðveldara að taka skrefið – kveðja brunabílinn og skipta yfir í rafmagn. Höfundur er verkefnastjóri hleðslunets ON
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun