„Veit ekki af hverju þeir eru með þessi brot, viljandi“ Sindri Sverrisson skrifar 18. janúar 2021 21:50 Viggó Kristjánsson var valinn maður leiksins gegn Marokkó og var vel að því kominn. EPA-EFE/Khaled Elfiqi „Þeir eru mjög óhefðbundnir og það var eiginlega óþægilegt að spila á móti þeim varnarlega, því maður vissi aldrei hvað þeir voru að fara að gera. Það var því gott að vinna þá og gott að gera það af öryggi,“ sagði Viggó Kristjánsson eftir 31-23 sigur Íslands gegn Marokkó á HM í kvöld. „Mér fannst þetta svolítið brösótt, bæði varnarlega og sóknarlega, til að byrja með en svo náðum við með þolinmæði nokkrum mörkum á þá. Heilt yfir var þetta fínn leikur hjá okkur, en þó þetta væri aldrei í hættu náðum við eiginlega aldrei að slíta þá alveg frá okkur,“ sagði Viggó. Viggó átti skínandi leik, sérstaklega í fyrri hálfleik þegar hann virtist fara í gegnum vörn Marokkó að vild: „Það gekk bara vel. Ég sá það strax að þó þeir séu snöggir þá erum við líka líkamlega sterkari, svo að ég vissi að ef ég kæmi á ferðinni með boltann ætti ég að geta farið framhjá þeim. Það gekk 1-2 sinnum og þá héldum við því bara áfram,“ sagði Viggó við Vísi. Hann gerði fimm mörk í fyrri hálfleik og alls sex í leiknum. Verðum að átta okkur á því að það er allt opið Viggó, Elvar Örn Jónsson og Gísli Þorgeir Kristjánsson lentu allir illa í grófum varnarleik Marokkóbúa sem misstu þrjá menn af velli með rautt spjald: „Elvar fékk þungt högg á andlitið, Gísli er ágætur og ég er líka fínn. Ég sá höggið í mig koma þannig að ég náði að spenna á móti. Ég veit ekki af hverju þeir eru með þessi brot, viljandi. Maður er alla vega ekki vanur þessu í Evrópu. Þeir eru margir hverjir minni en við en mjög kvikir og spila allt öðruvísi kerfi en við spilum, svo þetta var allt annað en maður er vanur,“ sagði Viggó. Ísland er komið í milliriðils og mætir næst Sviss á miðvikudag, svo Frakklandi á föstudag og Noregi á sunnudag. Ísland tekur með sér stigin tvö gegn Alsír en Portúgal tekur með sér fjögur stig: „Ef maður horfir til baka þá hefðum við auðvitað viljað taka með okkur fjögur stig en því verður ekki breytt. En við verðum bara að átta okkur á því að það er allt opið. Ef að við vinnum okkar leiki þá förum við áfram. Að sama skapi er þetta alltaf sama tuggan. Við verðum að byrja á Svisslendingum og ef við vinnum þá er allt enn opið,“ sagði Viggó. HM 2021 í handbolta Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Sjá meira
„Mér fannst þetta svolítið brösótt, bæði varnarlega og sóknarlega, til að byrja með en svo náðum við með þolinmæði nokkrum mörkum á þá. Heilt yfir var þetta fínn leikur hjá okkur, en þó þetta væri aldrei í hættu náðum við eiginlega aldrei að slíta þá alveg frá okkur,“ sagði Viggó. Viggó átti skínandi leik, sérstaklega í fyrri hálfleik þegar hann virtist fara í gegnum vörn Marokkó að vild: „Það gekk bara vel. Ég sá það strax að þó þeir séu snöggir þá erum við líka líkamlega sterkari, svo að ég vissi að ef ég kæmi á ferðinni með boltann ætti ég að geta farið framhjá þeim. Það gekk 1-2 sinnum og þá héldum við því bara áfram,“ sagði Viggó við Vísi. Hann gerði fimm mörk í fyrri hálfleik og alls sex í leiknum. Verðum að átta okkur á því að það er allt opið Viggó, Elvar Örn Jónsson og Gísli Þorgeir Kristjánsson lentu allir illa í grófum varnarleik Marokkóbúa sem misstu þrjá menn af velli með rautt spjald: „Elvar fékk þungt högg á andlitið, Gísli er ágætur og ég er líka fínn. Ég sá höggið í mig koma þannig að ég náði að spenna á móti. Ég veit ekki af hverju þeir eru með þessi brot, viljandi. Maður er alla vega ekki vanur þessu í Evrópu. Þeir eru margir hverjir minni en við en mjög kvikir og spila allt öðruvísi kerfi en við spilum, svo þetta var allt annað en maður er vanur,“ sagði Viggó. Ísland er komið í milliriðils og mætir næst Sviss á miðvikudag, svo Frakklandi á föstudag og Noregi á sunnudag. Ísland tekur með sér stigin tvö gegn Alsír en Portúgal tekur með sér fjögur stig: „Ef maður horfir til baka þá hefðum við auðvitað viljað taka með okkur fjögur stig en því verður ekki breytt. En við verðum bara að átta okkur á því að það er allt opið. Ef að við vinnum okkar leiki þá förum við áfram. Að sama skapi er þetta alltaf sama tuggan. Við verðum að byrja á Svisslendingum og ef við vinnum þá er allt enn opið,“ sagði Viggó.
HM 2021 í handbolta Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Sjá meira