Enski boltinn

Ekki gerst hjá Liverpool í fjögur ár

Anton Ingi Leifsson skrifar
Klopp þakkar sínum mönnum fyrir framlagið í kvöld.
Klopp þakkar sínum mönnum fyrir framlagið í kvöld. Paul Ellis/Getty

Liverpool gerði í kvöld markalaust jafntefli við topplið Manchester United. Liverpool er án sigurs í síðustu fjórum deildarleikjum.

Liverpool gerði jafntefli við West Bromwich Albion og Newcastle áður en liðið tapaði gegn Southampton. Svo kom að leiknum í kvöld þar sem liðið gerði jafntefli.

Liverpool hefur verið á fljúgandi siglingu undanfarin ár og það eru fjögur ár síðan liðið vann ekki í fjórum leikjum í röð.

Þá kom runa af fimm leikjum sem liðið vann ekki en hafi Manchester City betur gegn Crystal Palace í kvöld verða ensku meistararnir í fjórða sætinu.

Liverpool mætir Burnley í miðri viku áður en þeir mæta Man. United á nýjan leik, í enska bikarnum, um næstu helgi.


Tengdar fréttir

Markalaust á Anfield

Staðan er eins á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir að Liverpool og Manchester United gerðu markalaust jafntefli á Anfield í kvöld er erkifjendurnir mættust.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.