Danir halda áfram að kvarta yfir aðstæðunum í Egyptalandi Anton Ingi Leifsson skrifar 18. janúar 2021 06:31 Nikolaj Jacobsen er þjálfari heimsmeistara Dana. Jan Christensen/Getty Danska landsliðið í handbolta hefur ekki farið í felur með það að þeir eru allt annað en sáttir við þær aðstæður sem liðið býr við á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi þar sem mismargir fara eftir sóttvarnarreglum. Kórónuveiran og áhrif hennar hafa verið mikið til umræðu í Egyptalandi. Mörg félög hafa verið gagnrýnd fyrir að fara ekki eftir reglum og önnur félög hafa kvartað yfir því að mótshaldarar og IHF séu ekki með allt sitt upp á tíu. Nikolaj Jacobsen, þjálfari Dana, er ekkert sérstaklega hrifinn af því hvernig umgengnin væri á hóteli Dana. Þeir gista ekki á sama hóteli og íslenska liðið. Það danska gistir á Hotel Marriott í Kairó. „Það eru reglulega brotnar reglur af öðrum liðum, já. Svo lengi sem við höldum okkur upp á okkar hæð þá finnst okkur við vera nokkuð öruggir. Það er verra þegar maður byrjar að hreyfa sig um hótelið,“ sagði Nikolaj. Er hann var beðinn um að fara nánar út í hvað væri að svaraði hann: „Ég held að það séu nokkur lið sem hafa ekki fengið nægilega margar grímur,“ sagði hann og hló. „Það eru heldur ekki öll lið sem hafa lesið reglurnar um fjarlægðartakmörk, þegar maður er í morgunmat. Það eru líklega einhverjir sem hafa lesið tíu sentímetrar og einhverjir meter.“ Corona-problemerne fortsætter i Kairo. Nikolaj Jacobsen bliver 'irriteret' og 'lidt utryg', når han går rundt i VM-boblen. Og så fortæller han, at flere af de andre landshold ikke overholder reglerne. Mere her: https://t.co/VPagNRot3J #hndbld #Egypt2021 #Handball— Søren Paaske (@spaaske) January 16, 2021 Hann segir þó að það séu einhverjar jákvæðar fréttir af hótelinu. „Við höfum það gott á fimmtu hæðinni. Við erum með frábært fundarherbergi og annað herbergi þar sem leikmennirnir geta verið saman. Síðan eru herbergin góð og ef við gætum bara verið hérna uppi, þá væri það mjög fínt.“ „En þegar maður fer og labbar um hótelið verður maður pirraður og órólegur og það er ástæðan fyrir því að við höfum sagt að við reynum að vera sem mest á hæðinni hjá okkur. Mínar stærstu áhyggjur eru í matsalnum,“ sagði ríkjandi heimsmeistarinn. Danir hafa titil að verja en þeir hafa unnið tvo fyrstu leiki sína í riðlinum í Egyptalandi. Þeir eru taldir einna líklegastir til þess að vinna mótið. HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Leikmenn þriggja liða og portúgalskur blaðamaður með smit við komuna á HM Tvö lið urðu að hætta við HM í handbolta vegna kórónuveirusmita, eitt ákvað að senda varalið vegna smithættu, og í gærkvöld var greint frá því að þrjú lið hefðu ferðast til Egyptalands með smitaða leikmenn. 15. janúar 2021 08:00 Danir segja loforð svikin á HM í Egyptalandi Danska handboltasambandið ásamt því þýska, norska, sænska og austurríska hefur sent kvörtun inn til IHF, Alþjóða handknattleikssambandsins, um aðstæðurnar í Egyptalandi og sóttvarnir gagnvart kórónuveirunni. 14. janúar 2021 07:00 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Valur | Tekst heimakonum að jafna? Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Sjá meira
Kórónuveiran og áhrif hennar hafa verið mikið til umræðu í Egyptalandi. Mörg félög hafa verið gagnrýnd fyrir að fara ekki eftir reglum og önnur félög hafa kvartað yfir því að mótshaldarar og IHF séu ekki með allt sitt upp á tíu. Nikolaj Jacobsen, þjálfari Dana, er ekkert sérstaklega hrifinn af því hvernig umgengnin væri á hóteli Dana. Þeir gista ekki á sama hóteli og íslenska liðið. Það danska gistir á Hotel Marriott í Kairó. „Það eru reglulega brotnar reglur af öðrum liðum, já. Svo lengi sem við höldum okkur upp á okkar hæð þá finnst okkur við vera nokkuð öruggir. Það er verra þegar maður byrjar að hreyfa sig um hótelið,“ sagði Nikolaj. Er hann var beðinn um að fara nánar út í hvað væri að svaraði hann: „Ég held að það séu nokkur lið sem hafa ekki fengið nægilega margar grímur,“ sagði hann og hló. „Það eru heldur ekki öll lið sem hafa lesið reglurnar um fjarlægðartakmörk, þegar maður er í morgunmat. Það eru líklega einhverjir sem hafa lesið tíu sentímetrar og einhverjir meter.“ Corona-problemerne fortsætter i Kairo. Nikolaj Jacobsen bliver 'irriteret' og 'lidt utryg', når han går rundt i VM-boblen. Og så fortæller han, at flere af de andre landshold ikke overholder reglerne. Mere her: https://t.co/VPagNRot3J #hndbld #Egypt2021 #Handball— Søren Paaske (@spaaske) January 16, 2021 Hann segir þó að það séu einhverjar jákvæðar fréttir af hótelinu. „Við höfum það gott á fimmtu hæðinni. Við erum með frábært fundarherbergi og annað herbergi þar sem leikmennirnir geta verið saman. Síðan eru herbergin góð og ef við gætum bara verið hérna uppi, þá væri það mjög fínt.“ „En þegar maður fer og labbar um hótelið verður maður pirraður og órólegur og það er ástæðan fyrir því að við höfum sagt að við reynum að vera sem mest á hæðinni hjá okkur. Mínar stærstu áhyggjur eru í matsalnum,“ sagði ríkjandi heimsmeistarinn. Danir hafa titil að verja en þeir hafa unnið tvo fyrstu leiki sína í riðlinum í Egyptalandi. Þeir eru taldir einna líklegastir til þess að vinna mótið.
HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Leikmenn þriggja liða og portúgalskur blaðamaður með smit við komuna á HM Tvö lið urðu að hætta við HM í handbolta vegna kórónuveirusmita, eitt ákvað að senda varalið vegna smithættu, og í gærkvöld var greint frá því að þrjú lið hefðu ferðast til Egyptalands með smitaða leikmenn. 15. janúar 2021 08:00 Danir segja loforð svikin á HM í Egyptalandi Danska handboltasambandið ásamt því þýska, norska, sænska og austurríska hefur sent kvörtun inn til IHF, Alþjóða handknattleikssambandsins, um aðstæðurnar í Egyptalandi og sóttvarnir gagnvart kórónuveirunni. 14. janúar 2021 07:00 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Valur | Tekst heimakonum að jafna? Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Sjá meira
Leikmenn þriggja liða og portúgalskur blaðamaður með smit við komuna á HM Tvö lið urðu að hætta við HM í handbolta vegna kórónuveirusmita, eitt ákvað að senda varalið vegna smithættu, og í gærkvöld var greint frá því að þrjú lið hefðu ferðast til Egyptalands með smitaða leikmenn. 15. janúar 2021 08:00
Danir segja loforð svikin á HM í Egyptalandi Danska handboltasambandið ásamt því þýska, norska, sænska og austurríska hefur sent kvörtun inn til IHF, Alþjóða handknattleikssambandsins, um aðstæðurnar í Egyptalandi og sóttvarnir gagnvart kórónuveirunni. 14. janúar 2021 07:00