Gísli Þorgeir: Þetta var ógeðslega gaman Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. janúar 2021 21:33 Gísli Þorgeir Kristjánsson fagnar eftir leikinn með samherjum sínum. epa/Khaled Elfiqi Hljóðið var gott í Gísla Þorgeiri Kristjánssyni eftir stórsigurinn á Alsír, 24-39, á HM í Egyptalandi í kvöld. „Þetta var ótrúlega vel útfærður leikur hjá okkur. Það var sama hvort þeir spiluðu 3-3 eða 6-0 vörn. Við vorum með lausnir við öllu. Varnarleikurinn varð svo alltaf betri og betri. Þetta var flottur leikur hjá okkur á alla vegu,“ sagði Gísli við Vísi eftir leikinn. Sóknarleikur Íslands í fyrri hálfleik var svo gott sem fullkominn. Liðið skoraði 22 mörk úr 23 skotum og tapaði boltanum aðeins einu sinni. „Við létum boltann fljóta vel og komum samherjum í betri stöður. Það er það sem handbolti gengur út á, að búa til betri stöður fyrir næsta mann og taka réttu færin sem bjóðast. Mér fannst við gera það ótrúlega vel í leiknum,“ sagði Gísli. „Mér fannst við vera yfirvegaðir og njóta þess að spila, það var ekkert stress. Það má ekki gleyma því að við erum á heimsmeistaramóti og verðum líka að njóta þess að spila handbolta. Mér fannst við gera það og þetta var ógeðslega gaman. Svona á þetta að vera.“ Gísla fannst þó ekki vera annað hugarfar í íslenska liðinu í kvöld en í leiknum gegn Portúgal á fimmtudaginn. „Hugarfarið var ótrúlega gott. Við vorum allir vel innstilltir fyrir leikinn. Við vissum að við gætum lent í vandræðum með þessi lið. Það á alls ekki að vera sjálfgefið að skora 22 mörk í fyrri hálfleik á HM. Portúgal var til dæmis í stökustu vandræðum með Marokkó framan af fyrr í dag,“ sagði Gísli. „Við komum í árásirnar á fullu og það var ekkert hik á okkur. Ef einhver fór einn á einn var alltaf annar leikmaður mættur fyrir aftan í klippingu. Við hreyfðum okkur vel án bolta og rykkingarnar hjá línumönnunum voru góðar. Flæðið og tempóið var mjög gott.“ HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir „Stórkostlega útfært og ekki einfalt, ef menn halda það“ „Þetta var frábærlega leikinn leikur hjá okkur, bæði varnarlega og sóknarlega,“ sagði Guðmundur Guðmundsson eftir risasigurinn á Alsír á HM í handbolta í kvöld. 16. janúar 2021 21:32 Fátt skemmtilegra en að spila fyrir landsliðið Björgvin Páll Gústavsson kom inn í mark Íslands og átti fínan leik er Ísland gjörsigraði Alsír á HM í handbolta, lokatölur 39-23. Björgvin Páll varði sextán skot og gerði sér lítið fyrir og skoraði eitt mark. 16. janúar 2021 21:24 Twitter: Bjarki Már stal senunni gegn Alsír Fyrsti sigur Íslands á HM í handbolta kom í kvöld er liðið lagði Alsír örugglega. Íslenska liðið var tólf mörkum yfir í hálfleik, staðan þá 22-10. Fór það svo að Ísland vann leikinn með fimmtán marka mun, lokatölur 39-24 Íslandi í vil. 16. janúar 2021 21:10 Leik lokið: Alsír - Ísland 24-39 | Fimmtán marka stórsigur á Alsíringum Ísland vann stórsigur á Alsír, 24-39, í F-riðli heimsmeistaramótsins í Egyptalandi í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Íslands á HM og kærkominn eftir tapið fyrir Portúgal, 25-23, á fimmtudaginn. 16. janúar 2021 20:55 Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti „Nánast ómögulegt að sigra“ Sport Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Sport Fleiri fréttir Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Sjá meira
„Þetta var ótrúlega vel útfærður leikur hjá okkur. Það var sama hvort þeir spiluðu 3-3 eða 6-0 vörn. Við vorum með lausnir við öllu. Varnarleikurinn varð svo alltaf betri og betri. Þetta var flottur leikur hjá okkur á alla vegu,“ sagði Gísli við Vísi eftir leikinn. Sóknarleikur Íslands í fyrri hálfleik var svo gott sem fullkominn. Liðið skoraði 22 mörk úr 23 skotum og tapaði boltanum aðeins einu sinni. „Við létum boltann fljóta vel og komum samherjum í betri stöður. Það er það sem handbolti gengur út á, að búa til betri stöður fyrir næsta mann og taka réttu færin sem bjóðast. Mér fannst við gera það ótrúlega vel í leiknum,“ sagði Gísli. „Mér fannst við vera yfirvegaðir og njóta þess að spila, það var ekkert stress. Það má ekki gleyma því að við erum á heimsmeistaramóti og verðum líka að njóta þess að spila handbolta. Mér fannst við gera það og þetta var ógeðslega gaman. Svona á þetta að vera.“ Gísla fannst þó ekki vera annað hugarfar í íslenska liðinu í kvöld en í leiknum gegn Portúgal á fimmtudaginn. „Hugarfarið var ótrúlega gott. Við vorum allir vel innstilltir fyrir leikinn. Við vissum að við gætum lent í vandræðum með þessi lið. Það á alls ekki að vera sjálfgefið að skora 22 mörk í fyrri hálfleik á HM. Portúgal var til dæmis í stökustu vandræðum með Marokkó framan af fyrr í dag,“ sagði Gísli. „Við komum í árásirnar á fullu og það var ekkert hik á okkur. Ef einhver fór einn á einn var alltaf annar leikmaður mættur fyrir aftan í klippingu. Við hreyfðum okkur vel án bolta og rykkingarnar hjá línumönnunum voru góðar. Flæðið og tempóið var mjög gott.“
HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir „Stórkostlega útfært og ekki einfalt, ef menn halda það“ „Þetta var frábærlega leikinn leikur hjá okkur, bæði varnarlega og sóknarlega,“ sagði Guðmundur Guðmundsson eftir risasigurinn á Alsír á HM í handbolta í kvöld. 16. janúar 2021 21:32 Fátt skemmtilegra en að spila fyrir landsliðið Björgvin Páll Gústavsson kom inn í mark Íslands og átti fínan leik er Ísland gjörsigraði Alsír á HM í handbolta, lokatölur 39-23. Björgvin Páll varði sextán skot og gerði sér lítið fyrir og skoraði eitt mark. 16. janúar 2021 21:24 Twitter: Bjarki Már stal senunni gegn Alsír Fyrsti sigur Íslands á HM í handbolta kom í kvöld er liðið lagði Alsír örugglega. Íslenska liðið var tólf mörkum yfir í hálfleik, staðan þá 22-10. Fór það svo að Ísland vann leikinn með fimmtán marka mun, lokatölur 39-24 Íslandi í vil. 16. janúar 2021 21:10 Leik lokið: Alsír - Ísland 24-39 | Fimmtán marka stórsigur á Alsíringum Ísland vann stórsigur á Alsír, 24-39, í F-riðli heimsmeistaramótsins í Egyptalandi í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Íslands á HM og kærkominn eftir tapið fyrir Portúgal, 25-23, á fimmtudaginn. 16. janúar 2021 20:55 Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti „Nánast ómögulegt að sigra“ Sport Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Sport Fleiri fréttir Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Sjá meira
„Stórkostlega útfært og ekki einfalt, ef menn halda það“ „Þetta var frábærlega leikinn leikur hjá okkur, bæði varnarlega og sóknarlega,“ sagði Guðmundur Guðmundsson eftir risasigurinn á Alsír á HM í handbolta í kvöld. 16. janúar 2021 21:32
Fátt skemmtilegra en að spila fyrir landsliðið Björgvin Páll Gústavsson kom inn í mark Íslands og átti fínan leik er Ísland gjörsigraði Alsír á HM í handbolta, lokatölur 39-23. Björgvin Páll varði sextán skot og gerði sér lítið fyrir og skoraði eitt mark. 16. janúar 2021 21:24
Twitter: Bjarki Már stal senunni gegn Alsír Fyrsti sigur Íslands á HM í handbolta kom í kvöld er liðið lagði Alsír örugglega. Íslenska liðið var tólf mörkum yfir í hálfleik, staðan þá 22-10. Fór það svo að Ísland vann leikinn með fimmtán marka mun, lokatölur 39-24 Íslandi í vil. 16. janúar 2021 21:10
Leik lokið: Alsír - Ísland 24-39 | Fimmtán marka stórsigur á Alsíringum Ísland vann stórsigur á Alsír, 24-39, í F-riðli heimsmeistaramótsins í Egyptalandi í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Íslands á HM og kærkominn eftir tapið fyrir Portúgal, 25-23, á fimmtudaginn. 16. janúar 2021 20:55