Handbolti

Norðmenn og Svíar með örugga sigra

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Sander Sagosen.
Sander Sagosen. vísir/getty

Nágrannaþjóðir okkar Íslendinga áttu ekki í teljandi vandræðum með andstæðinga sína á HM í handbolta í Egyptalandi í kvöld.

Norðmenn hristu af sér vonbrigðin í fyrstu umferð og unnu öruggan sex marka sigur á Sviss, 25-31, eftir að hafa leitt með fjórum mörkum í leikhléi, 13-17

Sander Sagosen var eins og stundum áður langbestur í liði Noregs og skoraði ellefu mörk. Goran Johannessen næstur í markaskorun með sex mörk.

Á sama tíma kláruðu Svíar sitt skylduverkefni örugglega þegar þeir unnu fimmtán marka sigur á Síle, 26-41, eftir að hafa leitt með fjórum mörkum í leikhléi, 16-20.

Lucas Pellas fór mikinn hjá Svíum og gerði tólf mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×