Af hverju sér ríkið ekki um X? Kristófer Alex Guðmundsson skrifar 15. janúar 2021 18:00 Af hverju sér ríkið ekki um mikilvæga þjónustu eins og matvöruverslanir, líkamsræktir eða banka? Það kann að hljóma vel að eitthvað sem við nánast öll þurfum að nota reglulega lúti stjórn okkar allra í gegnum lýðræðislegt kerfi og verði þess sé haldið í lágmarki. En ef að ríkið myndi reka ofantalið eitt síns liðs myndi það hins vegar koma niður á vöruúrvali, þjónustu og verði. Til hvers ætti að selja fleiri en eina gerð af sultu, eða selja sultu yfir höfuð? Stjórn Matvöruverslunar ríkisins myndi seint bregðast við væntingum neytenda, enda engin ástæða til þess þegar neytendur hefðu ekkert val á verslunum. Myndirðu sætta þig við opnunartíma og biðraðir sýslumanns þegar þú ætlaðir að hoppa í búð? Lægsta verðið er síðan ekki tryggt með ríkiseinokun, enda er virk samkeppni sterkasta verkfærið til að tryggja valfrelsi neytenda og lágt vöruverð. Arðgreiðslur hafa til dæmis lítil áhrif á verð. Arður er greiddur þegar fyrirtæki skila hagnaði og þau gera það með því að höfða til neytenda – bjóða það sem fólk vill á verði sem það telur sanngjarnt. Margt verður betra þegar fjöldi fólks keppist um að veita bestu þjónustuna og besta verðið. Hvatinn fyrir nýsköpun og tilraunastarfsemi er augljós ef þú hefur fjárhagslega hagsmuni af því að höfða til neytenda. Hann er takmarkaður ef það besta sem góður árangur færir þér er stöðuhækkun. Spurningin sem um ræðir skýtur oft upp kollinum þegar fréttir berast af arðgreiðslu eins aðila á tilteknum markaði. Spurningin fylgir þó yfirleitt ekki fréttum af taprekstri. Raunin er sú að með öllum rekstri fylgir áhætta og þegar hart árar myndi ríkisrekstur í mörgum atvinnugreinum hafa bein neikvæð áhrif á fjármögnun heilbrigðis- og menntakerfisins okkar. Það er ekki réttlætanlegt að ríkið taki slíka áhættu með pening almennings. Ríkið ætti ekki að taka þátt í samkeppnisrekstri því þótt eitthvað sé nánast ómissandi hluti af samfélaginu þá þýðir það ekki að það verði betra eða sanngjarnara með einokun sem stýrð er af fastráðnum ríkisstarfsmönnum. Þvert á móti dregur þátttaka ríkissins á samkeppnismarkaði úr tækifærum annarra til að bjóða upp á þjónustu, sem dregur á sama tíma úr nýsköpun og framförum. Spurningin mætti oftar vera „er nauðsynlegt að ríkið sjái um X?“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Af hverju sér ríkið ekki um mikilvæga þjónustu eins og matvöruverslanir, líkamsræktir eða banka? Það kann að hljóma vel að eitthvað sem við nánast öll þurfum að nota reglulega lúti stjórn okkar allra í gegnum lýðræðislegt kerfi og verði þess sé haldið í lágmarki. En ef að ríkið myndi reka ofantalið eitt síns liðs myndi það hins vegar koma niður á vöruúrvali, þjónustu og verði. Til hvers ætti að selja fleiri en eina gerð af sultu, eða selja sultu yfir höfuð? Stjórn Matvöruverslunar ríkisins myndi seint bregðast við væntingum neytenda, enda engin ástæða til þess þegar neytendur hefðu ekkert val á verslunum. Myndirðu sætta þig við opnunartíma og biðraðir sýslumanns þegar þú ætlaðir að hoppa í búð? Lægsta verðið er síðan ekki tryggt með ríkiseinokun, enda er virk samkeppni sterkasta verkfærið til að tryggja valfrelsi neytenda og lágt vöruverð. Arðgreiðslur hafa til dæmis lítil áhrif á verð. Arður er greiddur þegar fyrirtæki skila hagnaði og þau gera það með því að höfða til neytenda – bjóða það sem fólk vill á verði sem það telur sanngjarnt. Margt verður betra þegar fjöldi fólks keppist um að veita bestu þjónustuna og besta verðið. Hvatinn fyrir nýsköpun og tilraunastarfsemi er augljós ef þú hefur fjárhagslega hagsmuni af því að höfða til neytenda. Hann er takmarkaður ef það besta sem góður árangur færir þér er stöðuhækkun. Spurningin sem um ræðir skýtur oft upp kollinum þegar fréttir berast af arðgreiðslu eins aðila á tilteknum markaði. Spurningin fylgir þó yfirleitt ekki fréttum af taprekstri. Raunin er sú að með öllum rekstri fylgir áhætta og þegar hart árar myndi ríkisrekstur í mörgum atvinnugreinum hafa bein neikvæð áhrif á fjármögnun heilbrigðis- og menntakerfisins okkar. Það er ekki réttlætanlegt að ríkið taki slíka áhættu með pening almennings. Ríkið ætti ekki að taka þátt í samkeppnisrekstri því þótt eitthvað sé nánast ómissandi hluti af samfélaginu þá þýðir það ekki að það verði betra eða sanngjarnara með einokun sem stýrð er af fastráðnum ríkisstarfsmönnum. Þvert á móti dregur þátttaka ríkissins á samkeppnismarkaði úr tækifærum annarra til að bjóða upp á þjónustu, sem dregur á sama tíma úr nýsköpun og framförum. Spurningin mætti oftar vera „er nauðsynlegt að ríkið sjái um X?“
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun