Af hverju sér ríkið ekki um X? Kristófer Alex Guðmundsson skrifar 15. janúar 2021 18:00 Af hverju sér ríkið ekki um mikilvæga þjónustu eins og matvöruverslanir, líkamsræktir eða banka? Það kann að hljóma vel að eitthvað sem við nánast öll þurfum að nota reglulega lúti stjórn okkar allra í gegnum lýðræðislegt kerfi og verði þess sé haldið í lágmarki. En ef að ríkið myndi reka ofantalið eitt síns liðs myndi það hins vegar koma niður á vöruúrvali, þjónustu og verði. Til hvers ætti að selja fleiri en eina gerð af sultu, eða selja sultu yfir höfuð? Stjórn Matvöruverslunar ríkisins myndi seint bregðast við væntingum neytenda, enda engin ástæða til þess þegar neytendur hefðu ekkert val á verslunum. Myndirðu sætta þig við opnunartíma og biðraðir sýslumanns þegar þú ætlaðir að hoppa í búð? Lægsta verðið er síðan ekki tryggt með ríkiseinokun, enda er virk samkeppni sterkasta verkfærið til að tryggja valfrelsi neytenda og lágt vöruverð. Arðgreiðslur hafa til dæmis lítil áhrif á verð. Arður er greiddur þegar fyrirtæki skila hagnaði og þau gera það með því að höfða til neytenda – bjóða það sem fólk vill á verði sem það telur sanngjarnt. Margt verður betra þegar fjöldi fólks keppist um að veita bestu þjónustuna og besta verðið. Hvatinn fyrir nýsköpun og tilraunastarfsemi er augljós ef þú hefur fjárhagslega hagsmuni af því að höfða til neytenda. Hann er takmarkaður ef það besta sem góður árangur færir þér er stöðuhækkun. Spurningin sem um ræðir skýtur oft upp kollinum þegar fréttir berast af arðgreiðslu eins aðila á tilteknum markaði. Spurningin fylgir þó yfirleitt ekki fréttum af taprekstri. Raunin er sú að með öllum rekstri fylgir áhætta og þegar hart árar myndi ríkisrekstur í mörgum atvinnugreinum hafa bein neikvæð áhrif á fjármögnun heilbrigðis- og menntakerfisins okkar. Það er ekki réttlætanlegt að ríkið taki slíka áhættu með pening almennings. Ríkið ætti ekki að taka þátt í samkeppnisrekstri því þótt eitthvað sé nánast ómissandi hluti af samfélaginu þá þýðir það ekki að það verði betra eða sanngjarnara með einokun sem stýrð er af fastráðnum ríkisstarfsmönnum. Þvert á móti dregur þátttaka ríkissins á samkeppnismarkaði úr tækifærum annarra til að bjóða upp á þjónustu, sem dregur á sama tíma úr nýsköpun og framförum. Spurningin mætti oftar vera „er nauðsynlegt að ríkið sjái um X?“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Af hverju sér ríkið ekki um mikilvæga þjónustu eins og matvöruverslanir, líkamsræktir eða banka? Það kann að hljóma vel að eitthvað sem við nánast öll þurfum að nota reglulega lúti stjórn okkar allra í gegnum lýðræðislegt kerfi og verði þess sé haldið í lágmarki. En ef að ríkið myndi reka ofantalið eitt síns liðs myndi það hins vegar koma niður á vöruúrvali, þjónustu og verði. Til hvers ætti að selja fleiri en eina gerð af sultu, eða selja sultu yfir höfuð? Stjórn Matvöruverslunar ríkisins myndi seint bregðast við væntingum neytenda, enda engin ástæða til þess þegar neytendur hefðu ekkert val á verslunum. Myndirðu sætta þig við opnunartíma og biðraðir sýslumanns þegar þú ætlaðir að hoppa í búð? Lægsta verðið er síðan ekki tryggt með ríkiseinokun, enda er virk samkeppni sterkasta verkfærið til að tryggja valfrelsi neytenda og lágt vöruverð. Arðgreiðslur hafa til dæmis lítil áhrif á verð. Arður er greiddur þegar fyrirtæki skila hagnaði og þau gera það með því að höfða til neytenda – bjóða það sem fólk vill á verði sem það telur sanngjarnt. Margt verður betra þegar fjöldi fólks keppist um að veita bestu þjónustuna og besta verðið. Hvatinn fyrir nýsköpun og tilraunastarfsemi er augljós ef þú hefur fjárhagslega hagsmuni af því að höfða til neytenda. Hann er takmarkaður ef það besta sem góður árangur færir þér er stöðuhækkun. Spurningin sem um ræðir skýtur oft upp kollinum þegar fréttir berast af arðgreiðslu eins aðila á tilteknum markaði. Spurningin fylgir þó yfirleitt ekki fréttum af taprekstri. Raunin er sú að með öllum rekstri fylgir áhætta og þegar hart árar myndi ríkisrekstur í mörgum atvinnugreinum hafa bein neikvæð áhrif á fjármögnun heilbrigðis- og menntakerfisins okkar. Það er ekki réttlætanlegt að ríkið taki slíka áhættu með pening almennings. Ríkið ætti ekki að taka þátt í samkeppnisrekstri því þótt eitthvað sé nánast ómissandi hluti af samfélaginu þá þýðir það ekki að það verði betra eða sanngjarnara með einokun sem stýrð er af fastráðnum ríkisstarfsmönnum. Þvert á móti dregur þátttaka ríkissins á samkeppnismarkaði úr tækifærum annarra til að bjóða upp á þjónustu, sem dregur á sama tíma úr nýsköpun og framförum. Spurningin mætti oftar vera „er nauðsynlegt að ríkið sjái um X?“
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar