Af hverju sér ríkið ekki um X? Kristófer Alex Guðmundsson skrifar 15. janúar 2021 18:00 Af hverju sér ríkið ekki um mikilvæga þjónustu eins og matvöruverslanir, líkamsræktir eða banka? Það kann að hljóma vel að eitthvað sem við nánast öll þurfum að nota reglulega lúti stjórn okkar allra í gegnum lýðræðislegt kerfi og verði þess sé haldið í lágmarki. En ef að ríkið myndi reka ofantalið eitt síns liðs myndi það hins vegar koma niður á vöruúrvali, þjónustu og verði. Til hvers ætti að selja fleiri en eina gerð af sultu, eða selja sultu yfir höfuð? Stjórn Matvöruverslunar ríkisins myndi seint bregðast við væntingum neytenda, enda engin ástæða til þess þegar neytendur hefðu ekkert val á verslunum. Myndirðu sætta þig við opnunartíma og biðraðir sýslumanns þegar þú ætlaðir að hoppa í búð? Lægsta verðið er síðan ekki tryggt með ríkiseinokun, enda er virk samkeppni sterkasta verkfærið til að tryggja valfrelsi neytenda og lágt vöruverð. Arðgreiðslur hafa til dæmis lítil áhrif á verð. Arður er greiddur þegar fyrirtæki skila hagnaði og þau gera það með því að höfða til neytenda – bjóða það sem fólk vill á verði sem það telur sanngjarnt. Margt verður betra þegar fjöldi fólks keppist um að veita bestu þjónustuna og besta verðið. Hvatinn fyrir nýsköpun og tilraunastarfsemi er augljós ef þú hefur fjárhagslega hagsmuni af því að höfða til neytenda. Hann er takmarkaður ef það besta sem góður árangur færir þér er stöðuhækkun. Spurningin sem um ræðir skýtur oft upp kollinum þegar fréttir berast af arðgreiðslu eins aðila á tilteknum markaði. Spurningin fylgir þó yfirleitt ekki fréttum af taprekstri. Raunin er sú að með öllum rekstri fylgir áhætta og þegar hart árar myndi ríkisrekstur í mörgum atvinnugreinum hafa bein neikvæð áhrif á fjármögnun heilbrigðis- og menntakerfisins okkar. Það er ekki réttlætanlegt að ríkið taki slíka áhættu með pening almennings. Ríkið ætti ekki að taka þátt í samkeppnisrekstri því þótt eitthvað sé nánast ómissandi hluti af samfélaginu þá þýðir það ekki að það verði betra eða sanngjarnara með einokun sem stýrð er af fastráðnum ríkisstarfsmönnum. Þvert á móti dregur þátttaka ríkissins á samkeppnismarkaði úr tækifærum annarra til að bjóða upp á þjónustu, sem dregur á sama tíma úr nýsköpun og framförum. Spurningin mætti oftar vera „er nauðsynlegt að ríkið sjái um X?“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Af hverju sér ríkið ekki um mikilvæga þjónustu eins og matvöruverslanir, líkamsræktir eða banka? Það kann að hljóma vel að eitthvað sem við nánast öll þurfum að nota reglulega lúti stjórn okkar allra í gegnum lýðræðislegt kerfi og verði þess sé haldið í lágmarki. En ef að ríkið myndi reka ofantalið eitt síns liðs myndi það hins vegar koma niður á vöruúrvali, þjónustu og verði. Til hvers ætti að selja fleiri en eina gerð af sultu, eða selja sultu yfir höfuð? Stjórn Matvöruverslunar ríkisins myndi seint bregðast við væntingum neytenda, enda engin ástæða til þess þegar neytendur hefðu ekkert val á verslunum. Myndirðu sætta þig við opnunartíma og biðraðir sýslumanns þegar þú ætlaðir að hoppa í búð? Lægsta verðið er síðan ekki tryggt með ríkiseinokun, enda er virk samkeppni sterkasta verkfærið til að tryggja valfrelsi neytenda og lágt vöruverð. Arðgreiðslur hafa til dæmis lítil áhrif á verð. Arður er greiddur þegar fyrirtæki skila hagnaði og þau gera það með því að höfða til neytenda – bjóða það sem fólk vill á verði sem það telur sanngjarnt. Margt verður betra þegar fjöldi fólks keppist um að veita bestu þjónustuna og besta verðið. Hvatinn fyrir nýsköpun og tilraunastarfsemi er augljós ef þú hefur fjárhagslega hagsmuni af því að höfða til neytenda. Hann er takmarkaður ef það besta sem góður árangur færir þér er stöðuhækkun. Spurningin sem um ræðir skýtur oft upp kollinum þegar fréttir berast af arðgreiðslu eins aðila á tilteknum markaði. Spurningin fylgir þó yfirleitt ekki fréttum af taprekstri. Raunin er sú að með öllum rekstri fylgir áhætta og þegar hart árar myndi ríkisrekstur í mörgum atvinnugreinum hafa bein neikvæð áhrif á fjármögnun heilbrigðis- og menntakerfisins okkar. Það er ekki réttlætanlegt að ríkið taki slíka áhættu með pening almennings. Ríkið ætti ekki að taka þátt í samkeppnisrekstri því þótt eitthvað sé nánast ómissandi hluti af samfélaginu þá þýðir það ekki að það verði betra eða sanngjarnara með einokun sem stýrð er af fastráðnum ríkisstarfsmönnum. Þvert á móti dregur þátttaka ríkissins á samkeppnismarkaði úr tækifærum annarra til að bjóða upp á þjónustu, sem dregur á sama tíma úr nýsköpun og framförum. Spurningin mætti oftar vera „er nauðsynlegt að ríkið sjái um X?“
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar