Körfubolti

Domino´s Körfuboltakvöld í kvöld: Hvað hefur breyst á hundrað dögum?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kjartan Atli Kjartansson verður með Sævar Sævarsson og Benedikt Guðmundsson í þættinum í kvöld en Teitur Örlygsson kemur mögulega til hans næst.
Kjartan Atli Kjartansson verður með Sævar Sævarsson og Benedikt Guðmundsson í þættinum í kvöld en Teitur Örlygsson kemur mögulega til hans næst. Skjámynd/S2 Sport

Þetta er mikil gleðivika fyrir íslenska körfuboltann því Domino´s deildirnar eru báðar að fara aftur af stað. Það var því full ástæða til þess að halda upp á það með einu góðu Domino´s Körfuboltakvöldi í kvöld.

Kjartan Atli Kjartansson og félagar ætla að hita upp fyrir fjör næstu vikna og mánaða með sérstakri útgáfu af þætti sínum en hann verður á dagskránni á Stöð 2 Sport eftir leikina tvo sem verða sýndir beint frá Domino´s deild kvenna.

Sérfræðingar kvöldsins verða þeir Benedikt Guðmundsson og Sævar Sævarsson.

Þeir munu fara yfir það með Kjartani Atli hvernig þeir telja að liðin í karladeildinni munu koma undan þessu langa hléi.

Það verður farið yfir breytingarnar á liðunum á þessum hundrað dögum sem eru liðnir frá síðasta leik.

Domino´s deild karla hefst svo með heilli umferð á fimmtudag og föstudag. Tveir leikir verða sýndir beint bæði kvöldin, Domino´s Tilþrifin eru á dagskrá eftir leikina fimmtudagskvöldið og Domino´s Körfuboltakvöld hitar upp fyrir föstudagdagleikina. Umferðin verður gerð upp í Domino´s Körfuboltakvöldi klukkan 22.00.

Umferðin í Domino´s deild kvenna í kvöld verður gerð upp í Domino´s Körfuboltakvöldi kvenna klukkan 17.00 á morgun.

Eins og sjá má á upptalningunni hér fyrir neðan þá ætti körfuboltaáhugafólk að geta horft á mikinn körfubolta á Stöð 2 Sport næstu þrjú kvöld.

Körfuboltinn á Stöð 2 Sport næstu þrjá daga:

 • Miðvikudagskvöld  13. janúar 2021
 • Klukkan 18.05: Fjölnir - Haukar í Domino´s deild kvenna
 • Klukkan 20.10: Valur - Skallagrímur í Domino´s deild kvenna
 • Klukkan 22.00: Domino´sKörfuboltakvöld - Upphitun
 • Fimmtudagskvöld 14. janúar 2021
 • Klukkan 17.00: Domino´s Körfuboltakvöld - Kvenna
 • Klukkan 18.05: Stjarnan - Höttur í Domino´s deild karla
 • Klukkan 20.10: ÍR - Valur í Domino´s deild karla
 • Klukkan 22.10: Domino´sTilþrifin
 • Föstudagskvöld 15. janúar 2021
 • Klukkan 17.45: Domino´s Körfuboltakvöld - Upphitun
 • Klukkan 18.05: Grindavík - Þór Ak. í Domino´s deild karla
 • Klukkan 20.10: Keflavík - Þór Þorlákshöfn í Domino´s deild karla
 • Klukkan 22.00: Domino´s Körfuboltakvöld - 2. umferð

Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.