Stjórnun í fjarvinnu Tinni Jóhannesson skrifar 13. janúar 2021 10:00 Síðustu mánuði hefur dagleg starfsemi flestallra vinnustaða landsins raskast umtalsvert þar sem stór hluti teyma hefur verið að hluta til, eða jafnvel að öllu leyti, í fjarvinnu. Fyrir marga stjórnendur er þessi breyting mikil áskorun. Þeim finnst erfitt að hafa teymin sín ekki innan seilingar og þá ríkir óöryggi um afköst starfsfólks, hverjir séu að skila sínu og hverjir ekki. Mörgum finnst erfitt að ræða þessar áskoranir án þess að það hljómi sem vantraust í garð starfsfólks. Hvernig á að haga daglegri stjórnun, viðhalda upplýsingaflæði og tryggja að væntingum stjórnenda sé mætt um tímanlega framvindu verkefna í fjarvinnu? Fjölmiðlar hafa greint frá því að kannanir sýni að starfsfólk sé bæði afkastameira og hamingjusamara í fjarvinnu. Flestar slíkar kannanir byggjast á mati starfsfólksins sjálfs, sem gefur nokkuð rétta mynd af hamingjunni en er ekki endilega áreiðanlegur mælikvarði þegar kemur að afköstum. Á tímum hagræðingar og niðurskurðar er ólíklegt að starfsfólk viðurkenni að það sé í raun að skila minni vinnu en venjulega. Það getur vel verið að sumt starfsfólk sé í raun afkastameiri heima hjá sér en þó eru sumir sem setja í þvottavélina á milli símtala og eru reglulega truflaðir af heimilisfólki yfir daginn. Miðað við stutta athyglisspönn nútímafólks er ekki skrýtið þó stjórnendur séu tortryggnir. Niðurstöður rannsóknar sem unnin var innan danska háskólans DTU sýna að stjórnendur upplifa meira álag í fjarvinnu en starfsfólkið undir þeim. Hvernig ætli standi á því? Mæðir meira á stjórnendum að skipuleggja störf undirmanna sinni en áður? Eru minni kröfur gerðar til starfsfólk í slíku ástandi? Í samtölum mínum við stjórnendur kemur oftar en ekki í ljós að þeir hafa ekki fengið stuðning og aðstoð við að aðlagast nýju umhverfi. Sum fyrirtæki hafa tekið upp á því að breyta ráðningarsamningum sínum í anda fjarvinnu þar sem þeir taka þátt í kaupum á búnaði fyrir fjarvinnu. Flestir eru því tæknilega vel búnir undir þennan nýja raunveruleika en eftir situr sú staðreynd að fæstir fá annars konar stuðning í sínu starfi. Teymisvinna hefur haldið sinni upprunalegu mynd sem gerir þennan veruleika óþægilegan fyrir stjórnendur, hægir á framgangi verkefna og skapar núning innan teyma. Þeir sem eru í stærstu vandræðunum eru svo augljóslega þeir sem eiga stóra tækniskuld yfir höfði sér og hafa neyðst til að taka stórt tækniskref á einu bretti, með tilheyrandi kostnaði, ásamt þeim sem hafa tamið sér vinnuaðferðir eða vinnustaðamenningu sem ber vott um vantraust og örstjórnun. Nú spyrja sig margir hvort við þurfum að endurhugsa hvernig við vinnum og stjórnum. Getur verið að stjórnun teyma muni fara til baka í fyrra horf vegna þess að sumum stjórnendum hentar betur að hafa starfsfólk á staðnum og nálægt sér, þegar þetta er allt afstaðið? Flestir vilja eflaust komast aftur á skrifstofuna en það besta sem stjórnendur gætu gert í núverandi stöðu er að grípa tækifærið til bestunar. Höfundur er ráðningarstjóri og ráðgjafi hjá Góðum samskiptum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarvinna Stjórnun Vinnumarkaður Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Setjum kröfur um grunn í tungumálinu okkar Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Setjum kröfur um grunn í tungumálinu okkar Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Sjá meira
Síðustu mánuði hefur dagleg starfsemi flestallra vinnustaða landsins raskast umtalsvert þar sem stór hluti teyma hefur verið að hluta til, eða jafnvel að öllu leyti, í fjarvinnu. Fyrir marga stjórnendur er þessi breyting mikil áskorun. Þeim finnst erfitt að hafa teymin sín ekki innan seilingar og þá ríkir óöryggi um afköst starfsfólks, hverjir séu að skila sínu og hverjir ekki. Mörgum finnst erfitt að ræða þessar áskoranir án þess að það hljómi sem vantraust í garð starfsfólks. Hvernig á að haga daglegri stjórnun, viðhalda upplýsingaflæði og tryggja að væntingum stjórnenda sé mætt um tímanlega framvindu verkefna í fjarvinnu? Fjölmiðlar hafa greint frá því að kannanir sýni að starfsfólk sé bæði afkastameira og hamingjusamara í fjarvinnu. Flestar slíkar kannanir byggjast á mati starfsfólksins sjálfs, sem gefur nokkuð rétta mynd af hamingjunni en er ekki endilega áreiðanlegur mælikvarði þegar kemur að afköstum. Á tímum hagræðingar og niðurskurðar er ólíklegt að starfsfólk viðurkenni að það sé í raun að skila minni vinnu en venjulega. Það getur vel verið að sumt starfsfólk sé í raun afkastameiri heima hjá sér en þó eru sumir sem setja í þvottavélina á milli símtala og eru reglulega truflaðir af heimilisfólki yfir daginn. Miðað við stutta athyglisspönn nútímafólks er ekki skrýtið þó stjórnendur séu tortryggnir. Niðurstöður rannsóknar sem unnin var innan danska háskólans DTU sýna að stjórnendur upplifa meira álag í fjarvinnu en starfsfólkið undir þeim. Hvernig ætli standi á því? Mæðir meira á stjórnendum að skipuleggja störf undirmanna sinni en áður? Eru minni kröfur gerðar til starfsfólk í slíku ástandi? Í samtölum mínum við stjórnendur kemur oftar en ekki í ljós að þeir hafa ekki fengið stuðning og aðstoð við að aðlagast nýju umhverfi. Sum fyrirtæki hafa tekið upp á því að breyta ráðningarsamningum sínum í anda fjarvinnu þar sem þeir taka þátt í kaupum á búnaði fyrir fjarvinnu. Flestir eru því tæknilega vel búnir undir þennan nýja raunveruleika en eftir situr sú staðreynd að fæstir fá annars konar stuðning í sínu starfi. Teymisvinna hefur haldið sinni upprunalegu mynd sem gerir þennan veruleika óþægilegan fyrir stjórnendur, hægir á framgangi verkefna og skapar núning innan teyma. Þeir sem eru í stærstu vandræðunum eru svo augljóslega þeir sem eiga stóra tækniskuld yfir höfði sér og hafa neyðst til að taka stórt tækniskref á einu bretti, með tilheyrandi kostnaði, ásamt þeim sem hafa tamið sér vinnuaðferðir eða vinnustaðamenningu sem ber vott um vantraust og örstjórnun. Nú spyrja sig margir hvort við þurfum að endurhugsa hvernig við vinnum og stjórnum. Getur verið að stjórnun teyma muni fara til baka í fyrra horf vegna þess að sumum stjórnendum hentar betur að hafa starfsfólk á staðnum og nálægt sér, þegar þetta er allt afstaðið? Flestir vilja eflaust komast aftur á skrifstofuna en það besta sem stjórnendur gætu gert í núverandi stöðu er að grípa tækifærið til bestunar. Höfundur er ráðningarstjóri og ráðgjafi hjá Góðum samskiptum.
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun