Lög um snjallfarsímaeign barna og ungmenna? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar 12. janúar 2021 07:02 Í stjórnarskrá Íslands stendur að börnum skuli tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst. Árið 2006 voru sett lög á alþingi um eftirlit með aðgengi barna að kvikmyndum og tölvuleikjum. Sala á efni sem hentar ekki börnum og ógnar velferð þeirra er bönnuð. Lögin banna ekki börnum að horfa á tilteknar myndir eða spila tiltekna tölvuleiki. Börin brjóta ekki lögin heldur skylda lögin framleiðendur efnis til að upplýsa um innihald og að efnis sé í samræmi við lög. Í lögunum stendur m.a.; „Kvikmynd eða tölvuleikur sem ógnar velferð barna: Kvikmynd eða tölvuleikur þar sem inntak, efnistök eða siðferðisboðskapur getur vegna orðfæris eða athafna haft alvarleg skaðvænleg áhrif á líkamlegan, andlegan eða siðferðilegan þroska barna, einkum og sér í lagi efni sem felur í sér klám.” Fjórtán má horfa í fylgd fullorðins Þetta er gert til að koma í veg fyrir að kvikmyndir og tölvuleikir hafi skaðleg áhrif á sálarlíf barna eða líkamlegan, andlegan eða siðferðilegan þroska þeirra sem óheimilt er að sýna börnum kvikmyndir og tölvuleiki sem hafa verið bönnuð fyrir þeirra aldur. Samkvæmt lögunum mega börn sem náð hafa 14 ára aldri reyndar sjá allar kvikmyndir í kvikmyndahúsum ef þau horfa á myndina í fylgd foreldris eða forsjáraðila. Við setjum einstaklingum skorður (varðandi sumt) Við sem teljumst fullorðin reynum að hafa vit fyrir æsku samfélagsins hverju sinni. Veröldin breytist hratt í hraðadýrkandi neyslusamfélagi. Sjálf erum við fyrirmyndir. En við setjum æskunni og einstaklingum ýmsar skorður: - 10 ára má barn fara eitt í sund. - 12 ára hefur það rétt il að segja skoðun sína hvort það vill áfram vera í trúfélagi. - 12 ára skal gefa barni rétt á að tjá sig sé það til meðferðar eða njóti úrræðis hjá barnavernd. - 13 ára má barnið vinna létt störf. - 15 ára fær barnið aukin ökuréttindi í umferðinni. - 15 ára má barnið ráða sig í að gæta annarra barna. - 15 ára verður barnið sakhæft. - 15 ára má barnið stunda kynlíf. - 16 ára má barnið ganga í stjórnmálaflokk. - 16 ára stúlka getur sótt um þungunarrof án samþykkis foreldra eða vitundar foreldra. - 16 ára gilda almennar útivistarreglur ekki um barnið. - 17 ára má barnið stunda áhugaköfun. - 18 ára verður barnið lögráða og fjárráða einstaklingur. - 18 ára færðu kosningarétt, mátt ganga í hjónband og kaupa tóbak. - 20 ára má einstaklingur kaupa áfengi, eiga og nota skotvopn. Síðar koma önnur aldurstengd réttindi eins og varðandi ættleiðingu, skipan sem dómara og framboð til forseta Íslands. Að allir eigi snjallsíma, tólf ára? En hvenær hefur einstaklingur þroska til að gera allskonar? Við setjum viðmið um orkudrykkjaneyslu barna og ungmenna vegna þess að við vitum að neysla þeirra hefur áhrif! En hvers vegna er í lagi eða við samþykkjum það, að barn, t.d. 12 ára eignist síma með aðgangi að öllu sem internethlaðborðið og samfélagsmiðlar hafa upp á að bjóða? Hvað þá 10 ára eða 9 ára? Ættum við að setja í lög að einstaklingur megi eignast snjallsíma með interneti og samskiptaforritum 15 ára? Hugleiðum þetta aðeins. Erum við á réttri leið? Höfundur er kennari og k ennari og deildarstjóri, sveitarstjórnarfulltrúi og varaþingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Í stjórnarskrá Íslands stendur að börnum skuli tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst. Árið 2006 voru sett lög á alþingi um eftirlit með aðgengi barna að kvikmyndum og tölvuleikjum. Sala á efni sem hentar ekki börnum og ógnar velferð þeirra er bönnuð. Lögin banna ekki börnum að horfa á tilteknar myndir eða spila tiltekna tölvuleiki. Börin brjóta ekki lögin heldur skylda lögin framleiðendur efnis til að upplýsa um innihald og að efnis sé í samræmi við lög. Í lögunum stendur m.a.; „Kvikmynd eða tölvuleikur sem ógnar velferð barna: Kvikmynd eða tölvuleikur þar sem inntak, efnistök eða siðferðisboðskapur getur vegna orðfæris eða athafna haft alvarleg skaðvænleg áhrif á líkamlegan, andlegan eða siðferðilegan þroska barna, einkum og sér í lagi efni sem felur í sér klám.” Fjórtán má horfa í fylgd fullorðins Þetta er gert til að koma í veg fyrir að kvikmyndir og tölvuleikir hafi skaðleg áhrif á sálarlíf barna eða líkamlegan, andlegan eða siðferðilegan þroska þeirra sem óheimilt er að sýna börnum kvikmyndir og tölvuleiki sem hafa verið bönnuð fyrir þeirra aldur. Samkvæmt lögunum mega börn sem náð hafa 14 ára aldri reyndar sjá allar kvikmyndir í kvikmyndahúsum ef þau horfa á myndina í fylgd foreldris eða forsjáraðila. Við setjum einstaklingum skorður (varðandi sumt) Við sem teljumst fullorðin reynum að hafa vit fyrir æsku samfélagsins hverju sinni. Veröldin breytist hratt í hraðadýrkandi neyslusamfélagi. Sjálf erum við fyrirmyndir. En við setjum æskunni og einstaklingum ýmsar skorður: - 10 ára má barn fara eitt í sund. - 12 ára hefur það rétt il að segja skoðun sína hvort það vill áfram vera í trúfélagi. - 12 ára skal gefa barni rétt á að tjá sig sé það til meðferðar eða njóti úrræðis hjá barnavernd. - 13 ára má barnið vinna létt störf. - 15 ára fær barnið aukin ökuréttindi í umferðinni. - 15 ára má barnið ráða sig í að gæta annarra barna. - 15 ára verður barnið sakhæft. - 15 ára má barnið stunda kynlíf. - 16 ára má barnið ganga í stjórnmálaflokk. - 16 ára stúlka getur sótt um þungunarrof án samþykkis foreldra eða vitundar foreldra. - 16 ára gilda almennar útivistarreglur ekki um barnið. - 17 ára má barnið stunda áhugaköfun. - 18 ára verður barnið lögráða og fjárráða einstaklingur. - 18 ára færðu kosningarétt, mátt ganga í hjónband og kaupa tóbak. - 20 ára má einstaklingur kaupa áfengi, eiga og nota skotvopn. Síðar koma önnur aldurstengd réttindi eins og varðandi ættleiðingu, skipan sem dómara og framboð til forseta Íslands. Að allir eigi snjallsíma, tólf ára? En hvenær hefur einstaklingur þroska til að gera allskonar? Við setjum viðmið um orkudrykkjaneyslu barna og ungmenna vegna þess að við vitum að neysla þeirra hefur áhrif! En hvers vegna er í lagi eða við samþykkjum það, að barn, t.d. 12 ára eignist síma með aðgangi að öllu sem internethlaðborðið og samfélagsmiðlar hafa upp á að bjóða? Hvað þá 10 ára eða 9 ára? Ættum við að setja í lög að einstaklingur megi eignast snjallsíma með interneti og samskiptaforritum 15 ára? Hugleiðum þetta aðeins. Erum við á réttri leið? Höfundur er kennari og k ennari og deildarstjóri, sveitarstjórnarfulltrúi og varaþingmaður.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun