Nú er tækifæri til að jafna vægi atkvæða Þorkell Helgason skrifar 11. janúar 2021 14:01 Allt frá endurreisn Alþingis 1845 hefur vægi atkvæða verið mismunandi eftir búsetu. Er þá átt við að ósamræmi hefur verið í því hve margir kjósendur standa að baki hverju þingsæti eftir kjördæmum. Meðan einmenningskjördæmi tíðkuðust, sem var allt til 1959, gat þessi munur orðið gífurlegur og komst í nær tvítugfaldan mun í vorkosningunum 1959. Með stjórnarskrárbreytingu 1999 var komið nokkrum böndum á þetta misvægi. Þá var tiltekið að kjósendur að baki hverju þingsæti megi ekki vera „helmingi færri í einu kjördæmi en einhverju öðru kjördæmi“ og færa skuli sæti milli kjördæma til að tryggja að svo sé. Á grundvelli þessa hafa tvö þingsæti færst frá Norðvesturkjördæmi til Suðvesturkjördæmis síðan ákvæðið tók gildi. Væntanlega mun þurfa að færa enn eitt í sömu átt eftir þingkosningarnar á þessu ári. En þá verður ekki lengra gengið að óbreyttri stjórnarskrá og kosningalögum og mun misvægið því aftur fara vaxandi verði ekki að gert. Flokkaójöfnuður Þrátt fyrir að stjórnmálamenn hafi þannig haft talsverðar áhyggjur af misvægi milli kjósenda hefur misvægi milli flokkanna skipt meira máli, þ.e. að ekki sé fullt hlutfallslegt samræmi milli þingflokkanna á tölu þingsæta hvers þeirra og tölu atkvæða á landinu öllu. Þetta misvægi var stórfellt frá upphafi og lengst af nær alla síðustu öld. Byrjunarskref til að draga úr slíkum flokkaójöfnuði var stigið 1934 með upptöku jöfnunarsæta, sem þá hétu uppbótarsæti. Aftur var tekið á þessu máli 1959 en einkum þó á níunda áratugnum. Í öllum sjö þingkosningum á árabilinu 1987 til 2009 náðist fullur flokkajöfnuður. Síðan hefur það ekki tekist. Í síðustu þrennum kosningum, 2013, 2016 og 2017, hefur eitt þingsæti rambað á rangan flokk, sé miðað við landsfylgi. Þetta kann að þykja lítilfjörlegt en slíkt undirmálssæti dugði þó til að tryggja einni ríkisstjórna á þessu tímabili meirihluta á þingi. Líklegt er að slíkt flokkamisvægi muni við haldast og jafnvel vaxa að óbreyttum lagaákvæðum. Misvægisþættirnir tveir tengjast; einkum þannig að misvægi milli kjósenda eftir kjördæmum ýtir undir flokkamisvægið. Misvægi fær ekki staðist Ójafn atkvæðisréttur kjósenda er á skjön við almennt jafnræðisákvæði stjórnarskrárinnar, en sneitt er hjá því með því að heimila misvægi allt að fyrrgreindu hámarki. Slíkt misvægi er þó engan veginn fyrirskipað í stjórnarskránni. Þannig má draga úr misvæginu og jafnvel eyða því í bráð með lagabreytingu einni saman. Nú hefur verið lagt fram frumvarp á Alþingi af þingflokki Viðreisnar um breytingu á ákvæðum kosningalaga, sem með smávægilegum lagfæringum nær þessu markmiði um fullan jöfnuð eftir búsetu. Jafnframt liggur fyrir Alþingi frumvarp til nýrra kosningalaga í heild sinni. Það væri tilvalið að fella frumvarp Viðreisnar inn í þetta heildarfrumvarp. Misvægi atkvæða fær ekki staðist til lengdar. Stjórnlagaráð lagði vitaskuld til að allir hefðu sama atkvæðisrétt og það sjónarmið var staðfest af tveimur þriðju hluta kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012. Ísland hefur fengið ákúrur frá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu vegna þessa ójafna kosningaréttar. Spyrja má hvort Mannréttindadómstóll Evrópu kunni að taka í taumana, eins og gerst hefur í öðrum stórmálum okkar. Landsbyggðin á líka að koma að leiðréttingu Þegar kosningakerfisbreytingin á níunda áratugnum var í undirbúningi stóðu þrír þingflokkar að því máli, en Framsóknarflokkurinn var í fyrstu hafður út undan. Málið snerist einkum um það að eytt yrði því flokkamisvægi sem hafði alla tíð verið þeim flokki í vil. Á mæltu máli vildi flokkaþríeykið næla sér í þessi sæti Framsóknar. Fyrstu hugmyndirnar hefðu gert Framsóknarflokknum erfitt að hasla sér völl á mölinni, í þéttbýlinu suðvestanlands, flokkurinn hafði lengst af sótt fylgi sitt einkum til landsbyggðarinnar. Steingrímur Hermannsson, sem þá var formaður flokksins, sá að ekki yrði lagst gegn því að fullum flokkajöfnuði yrði náð, en á hinn bóginn mætti ekki verða úr því annað misrétti, nú á kostnað Framsóknar. Hann gekk því til liðs við formenn hinna flokkanna þriggja og tókst að fá hugmyndunum breytt eftir að þeir höfðu boðið Framsókn þátttöku, en í forystu þeirra var sáttamaður mikill, Geir Hallgrímsson. Ég tel mig geta rakið þessa sögu þar sem ég vann með flokksformönnunum að þessu máli öllu. Nú ættu sem flestir að sameinast um að jafna atkvæðavægið. Þar ættu talsmenn landsbyggðarinnar, innan og utan þings, einnig að leggja hönd á plóg. Það er nefnilega svo að jafna má með mismunandi aðferðum. Í umsögn um frumvarp Viðreisnar, sem ég hef sent viðkomandi þingnefnd, legg ég til að fyllt verði í eyðu í frumvarpinu um það hvernig eigi að skipta þingsætum hlutfallslega milli kjördæmanna. Jöfnuði verði náð með aðferð sem kennd er við annan forseta Bandaríkjanna, John Adams. Með þeirri skiptireglu er farið varfærnum höndum um þingsæti fámennustu kjördæmanna. Með því að leggja til þá aðferð eða aðra ámóta gætu landsbyggðarþingmenn lagt gott til málanna og um leið gætt eðlilegra hagsmuna sinna. Gagngerðar endurbætur á fyrirkomulagi kosninga bíða svo stjórnarskrárbóta. Höfundur er áhugamaður um lýðræðismál og sat í stjórnlagaráði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingi Stjórnarskrá Þorkell Helgason Kjördæmaskipan Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Allt frá endurreisn Alþingis 1845 hefur vægi atkvæða verið mismunandi eftir búsetu. Er þá átt við að ósamræmi hefur verið í því hve margir kjósendur standa að baki hverju þingsæti eftir kjördæmum. Meðan einmenningskjördæmi tíðkuðust, sem var allt til 1959, gat þessi munur orðið gífurlegur og komst í nær tvítugfaldan mun í vorkosningunum 1959. Með stjórnarskrárbreytingu 1999 var komið nokkrum böndum á þetta misvægi. Þá var tiltekið að kjósendur að baki hverju þingsæti megi ekki vera „helmingi færri í einu kjördæmi en einhverju öðru kjördæmi“ og færa skuli sæti milli kjördæma til að tryggja að svo sé. Á grundvelli þessa hafa tvö þingsæti færst frá Norðvesturkjördæmi til Suðvesturkjördæmis síðan ákvæðið tók gildi. Væntanlega mun þurfa að færa enn eitt í sömu átt eftir þingkosningarnar á þessu ári. En þá verður ekki lengra gengið að óbreyttri stjórnarskrá og kosningalögum og mun misvægið því aftur fara vaxandi verði ekki að gert. Flokkaójöfnuður Þrátt fyrir að stjórnmálamenn hafi þannig haft talsverðar áhyggjur af misvægi milli kjósenda hefur misvægi milli flokkanna skipt meira máli, þ.e. að ekki sé fullt hlutfallslegt samræmi milli þingflokkanna á tölu þingsæta hvers þeirra og tölu atkvæða á landinu öllu. Þetta misvægi var stórfellt frá upphafi og lengst af nær alla síðustu öld. Byrjunarskref til að draga úr slíkum flokkaójöfnuði var stigið 1934 með upptöku jöfnunarsæta, sem þá hétu uppbótarsæti. Aftur var tekið á þessu máli 1959 en einkum þó á níunda áratugnum. Í öllum sjö þingkosningum á árabilinu 1987 til 2009 náðist fullur flokkajöfnuður. Síðan hefur það ekki tekist. Í síðustu þrennum kosningum, 2013, 2016 og 2017, hefur eitt þingsæti rambað á rangan flokk, sé miðað við landsfylgi. Þetta kann að þykja lítilfjörlegt en slíkt undirmálssæti dugði þó til að tryggja einni ríkisstjórna á þessu tímabili meirihluta á þingi. Líklegt er að slíkt flokkamisvægi muni við haldast og jafnvel vaxa að óbreyttum lagaákvæðum. Misvægisþættirnir tveir tengjast; einkum þannig að misvægi milli kjósenda eftir kjördæmum ýtir undir flokkamisvægið. Misvægi fær ekki staðist Ójafn atkvæðisréttur kjósenda er á skjön við almennt jafnræðisákvæði stjórnarskrárinnar, en sneitt er hjá því með því að heimila misvægi allt að fyrrgreindu hámarki. Slíkt misvægi er þó engan veginn fyrirskipað í stjórnarskránni. Þannig má draga úr misvæginu og jafnvel eyða því í bráð með lagabreytingu einni saman. Nú hefur verið lagt fram frumvarp á Alþingi af þingflokki Viðreisnar um breytingu á ákvæðum kosningalaga, sem með smávægilegum lagfæringum nær þessu markmiði um fullan jöfnuð eftir búsetu. Jafnframt liggur fyrir Alþingi frumvarp til nýrra kosningalaga í heild sinni. Það væri tilvalið að fella frumvarp Viðreisnar inn í þetta heildarfrumvarp. Misvægi atkvæða fær ekki staðist til lengdar. Stjórnlagaráð lagði vitaskuld til að allir hefðu sama atkvæðisrétt og það sjónarmið var staðfest af tveimur þriðju hluta kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012. Ísland hefur fengið ákúrur frá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu vegna þessa ójafna kosningaréttar. Spyrja má hvort Mannréttindadómstóll Evrópu kunni að taka í taumana, eins og gerst hefur í öðrum stórmálum okkar. Landsbyggðin á líka að koma að leiðréttingu Þegar kosningakerfisbreytingin á níunda áratugnum var í undirbúningi stóðu þrír þingflokkar að því máli, en Framsóknarflokkurinn var í fyrstu hafður út undan. Málið snerist einkum um það að eytt yrði því flokkamisvægi sem hafði alla tíð verið þeim flokki í vil. Á mæltu máli vildi flokkaþríeykið næla sér í þessi sæti Framsóknar. Fyrstu hugmyndirnar hefðu gert Framsóknarflokknum erfitt að hasla sér völl á mölinni, í þéttbýlinu suðvestanlands, flokkurinn hafði lengst af sótt fylgi sitt einkum til landsbyggðarinnar. Steingrímur Hermannsson, sem þá var formaður flokksins, sá að ekki yrði lagst gegn því að fullum flokkajöfnuði yrði náð, en á hinn bóginn mætti ekki verða úr því annað misrétti, nú á kostnað Framsóknar. Hann gekk því til liðs við formenn hinna flokkanna þriggja og tókst að fá hugmyndunum breytt eftir að þeir höfðu boðið Framsókn þátttöku, en í forystu þeirra var sáttamaður mikill, Geir Hallgrímsson. Ég tel mig geta rakið þessa sögu þar sem ég vann með flokksformönnunum að þessu máli öllu. Nú ættu sem flestir að sameinast um að jafna atkvæðavægið. Þar ættu talsmenn landsbyggðarinnar, innan og utan þings, einnig að leggja hönd á plóg. Það er nefnilega svo að jafna má með mismunandi aðferðum. Í umsögn um frumvarp Viðreisnar, sem ég hef sent viðkomandi þingnefnd, legg ég til að fyllt verði í eyðu í frumvarpinu um það hvernig eigi að skipta þingsætum hlutfallslega milli kjördæmanna. Jöfnuði verði náð með aðferð sem kennd er við annan forseta Bandaríkjanna, John Adams. Með þeirri skiptireglu er farið varfærnum höndum um þingsæti fámennustu kjördæmanna. Með því að leggja til þá aðferð eða aðra ámóta gætu landsbyggðarþingmenn lagt gott til málanna og um leið gætt eðlilegra hagsmuna sinna. Gagngerðar endurbætur á fyrirkomulagi kosninga bíða svo stjórnarskrárbóta. Höfundur er áhugamaður um lýðræðismál og sat í stjórnlagaráði.
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun