Handbolti

Í­hugaði að senda ekkert sjón­varps­fólk til Egypta­lands

Anton Ingi Leifsson skrifar
Danirnir fagna eftir sigur á Norðmönnum í æfingaleik í Kolding á fimmtudagskvöldið. Þeir töpuðu svo síðari leik liðanna í gærkvöldi.
Danirnir fagna eftir sigur á Norðmönnum í æfingaleik í Kolding á fimmtudagskvöldið. Þeir töpuðu svo síðari leik liðanna í gærkvöldi. Jan Christensen/Getty

TV 2 í Danmörku íhugaði að senda ekkert sjónvarpsfólk til Egyptaland á HM í handbolta þar í landi vega kórónuveirunnar. Þau enduðu þó með því að senda sitt fólk af stað, staðfestir John Jäger sjónvarpsstjóri TV 2 Sport.

Kórónuveiran hefur haft mikil áhrif á flest allt í heiminum. Leikmenn eru hund óánægðir með IHF að þeir ætli að leyfa áhorfendum að koma inn á leikina á HM en fékk lítil svör.

John Jäger segir að margar sviðsmyndir hafi komið upp hjá sjónvarpsstöðinni, sem sýnir frá mótinu í Danmörku, en að endingu hafi fólkið verið sent af stað, hafi viðkomandi sjónvarpsfólk viljað fara.

„Það kom tímapunktur þar sem við ræddum um hvort að við ættum að senda fólk þangað. Við ræddum hvort að við ættum bara að hafa streymið og vera með okkar fólk í Óðinsvé en við breyttum því að endingu eftir að við fengum jákvæð skilaboð,“ sagði John Jäger.

„Ég hef sagt við alla starfsmenn mína að ef að það er einhver sem vill frekar vera í Danmörku en Kairó þá á hann að segja það við mig. Ég er þó nokkuð öruggur að það sé öruggt að fara af stað. Það er búið að kynna fyrir okkur öryggis- og hreinsunaraðgerðir.“

Thomas Kristensen og Bent Nyegaard hafa lýst dönsku landsleikjunum um árabil og þannig verður það áfram. Stjórnandi í settinu verður Morten Ankerdal og fyrrum landsliðsþjálfari kvenna Claus Møller Jacobsen verður spekingur. Blaðamaðurinn Heidi Møller Eskildsen tekur svo viðöl.

„Þetta verður auðvitað minna í sniðum en áður. Það gildir þá sem verða á skjánum og liðið í kringum útsendinguna. Við sendum færri þangað svo þetta veltur mikið á okkar fólki í Óðinsvéum. Við höfum örugglega gert 374 plön eftir því hvernig staðan hefur verið,“ bætti John við.

Danir mæta Barein í fyrsta leik mótsins 15. janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×