Á hvaða vegferð er stjórn Íslandspósts? Ólafur Stephensen skrifar 7. janúar 2021 13:30 Stjórnendur ríkisfyrirtækisins Íslandspósts ohf. hafa á undanförnum misserum tekið ákvarðanir, sem stórskaða samkeppni á póstmarkaði. Full ástæða er til að spyrja á hvaða vegferð hin pólitískt skipaða stjórn fyrirtækisins sé. Í maí síðastliðnum kynnti Íslandspóstur þau áform sín að fella niður magnafslætti af reglubundnum viðskiptum. Gangi þau áform eftir, munu tveir keppinautar Póstsins, póstsöfnunarfyrirtækin Póstmarkaðurinn og Burðargjöld, neyðast til að hætta starfsemi. Hér er um að ræða fyrirtæki sem safna saman pósti frá stórnotendum, t.d. bönkum og tryggingafélögum, og miðla áfram til Íslandspósts, sem hefur enn í reynd einokunarstöðu á markaði fyrir bréfapóst, þótt einkaréttur fyrirtækisins hafi verið afnuminn með breytingu á póstlögunum í ársbyrjun 2020. Afsláttur upp á 2-5% hefur verið veittur þessum fyrirtækjum vegna þess hagræðis sem Pósturinn hefur af reglubundnum viðskiptum með mjög mikið magn bréfa frá söfnunarfyrirtækjunum. Viðskiptavinir söfnunarfyrirtækjanna njóta fyrir vikið mun betri kjara en þeir myndu njóta í beinum viðskiptum við Íslandspóst. Breytt póstlög gera áfram ráð fyrir að afslættir af þessu tagi séu veittir. Félag atvinnurekenda telur einsýnt að verði þessir magnafslættir afnumdir muni það kippa grundvellinum undan rekstri söfnunarfyrirtækjanna og þau neyðist til að hætta rekstri. Viðskipti þeirra munu falla ríkisfyrirtækinu sjálfu í skaut og einokunarstaða þess styrkist þá enn. Gjaldskrá til notenda póstþjónustu, sem í dag skipta við söfnunarfyrirtækin en myndu neyðast til að skipta við Íslandspóst, myndi að mati félagsins hækka um allt að 70%. Sé 15% hækkun á gjaldskrá bréfapósts hjá Póstinum um áramót tekin með í reikninginn, getur hækkunin numið allt að 96%. Pólitísk stjórn vill drepa samkeppni Póst- og fjarskiptastofnun frestaði gildistöku þessarar gjaldskrárbreytingar Íslandspósts til ársloka 2020, en hefur nú birt ákvörðun, þar sem komizt er að þeirri niðurstöðu að rökstuðningur Póstsins fyrir niðurfellingu afsláttanna sé fullnægjandi og ekki tilefni fyrir stofnunina að grípa inn í málið. Niðurfelling afsláttanna á að taka gildi eftir mánuð. Telja verður fullvíst að söfnunarfyrirtækin skjóti málinu áður til úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála. Í ákvörðun PFS kemur fram það mat Samkeppniseftirlitsins að fram séu komin sjónarmið um að ákvörðun Póstsins um niðurfellingu afsláttanna kunni að fela í sér misnotkun á markaðsráðandi stöðu ríkisfyrirtækisins. Félag atvinnurekenda hefur lýst mikilli furðu á að hin pólitískt skipaða stjórn Íslandspósts skuli með þessum hætti fylgja fram áformum um að ganga á milli bols og höfuðs á keppinautum fyrirtækisins. Erfitt er að trúa því að trúnaðarmenn stjórnmálaflokkanna á Alþingi, sem ákveða gjaldskrá félagsins, skuli þannig vitandi vits reyna að drepa niður samkeppni á póstmarkaðnum og ná viðskiptum af einkafyrirtækjum til ríkisfyrirtækisins. Forstjóri og stjórn virðast hafa brugðizt skyldum sínum Viðskiptablaðið greindi frá því í síðasta tölublaði síðasta árs að gjaldskrá Póstsins vegna pakkadreifingar, sem tók gildi í ársbyrjun 2020 og felur að mati FA í sér ólöglega undirverðlagningu, hefði ekki verið borin undir stjórn fyrirtækisins. Samþykktir Póstsins segja skýrt að stjórn félagsins skuli taka ákvarðanir um gjaldskrá í samræmi við þau lög sem um rekstur félagsins gilda. Hafi þáverandi forstjóri ekki borið gjaldskrána undir stjórn, felur það í sér brot gegn samþykktum félagsins. FA vakti athygli á hinni ólöglegu gjaldskrá strax í janúar í fyrra. Hafi stjórnin ekki gripið inn í málið síðan, hefur hún brugðizt þeim eftirlitsskyldum sem hún gegnir, samkvæmt hlutafélagalögum og samþykktum félagsins. Stjórnarmenn geta því borið ábyrgð á hinni ólögmætu undirverðlagingu. Með henni er rekstrarhæfi félagsins ógnað. Grafið undan rekstri fyrirtækja sem þjónusta landsbyggðina Pakkagjaldskránni var breytt eftir að Alþingi setti í póstlög ákvæði um að gjaldskrá fyrir pakkasendingar skuli vera sú sama um allt land og var sú breyting rökstudd með byggðasjónarmiðum. Íslandspóstur fór hins vegar þá leið við breytingu gjaldskrárinnar að miða verð um allt land við verð pakkasendinga innan höfuðborgarsvæðisins. Verð fyrir pakkasendingar um lengri veg er því undir raunkostnaði og hefur fyrirtækið viljað að ríkissjóður bætti því tapið á þjónustunni. Póstlögin kveða hins vegar einnig á um að verð fyrir alþjónustu skuli taka mið af raunkostnaði, að viðbættri hæfilegri álagningu. Sú lagagrein er einmitt til þess hugsuð að hindra undirverðlagningu, sem skaðar samkeppni. Pakkagjaldskrá Póstsins eins og henni var breytt í upphafi árs 2020 grefur undan rekstri einkafyrirtækja sem hafa um árabil haldið uppi vörudreifingu úti um land á markaðslegum forsendum. Það á ekki eingöngu við um landflutningafyrirtækin, sem eru með flutninganet um allt land, heldur einnig staðbundin dreifingarfyrirtæki. Þetta er skrýtnasta byggðastefna sem um getur; að grafa undan einkafyrirtækjum sem þjónusta landsbyggðina með því að niðurgreiða þjónustu ríkisfyrirtækisins. Vangeta stjórnvalda og eftirlitsstofnana til að grípa inn í framferði Íslandspósts á póstmarkaðnum vekur óneitanlega athygli. Það er þó sérkennilegast af öllu að stjórnarmenn fyrirtækisins, sem njóta trúnaðar stjórnmálaflokkanna á þingi, skuli ganga þannig fram til að skaða rekstur einkafyrirtækja. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Pósturinn Samkeppnismál Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnendur ríkisfyrirtækisins Íslandspósts ohf. hafa á undanförnum misserum tekið ákvarðanir, sem stórskaða samkeppni á póstmarkaði. Full ástæða er til að spyrja á hvaða vegferð hin pólitískt skipaða stjórn fyrirtækisins sé. Í maí síðastliðnum kynnti Íslandspóstur þau áform sín að fella niður magnafslætti af reglubundnum viðskiptum. Gangi þau áform eftir, munu tveir keppinautar Póstsins, póstsöfnunarfyrirtækin Póstmarkaðurinn og Burðargjöld, neyðast til að hætta starfsemi. Hér er um að ræða fyrirtæki sem safna saman pósti frá stórnotendum, t.d. bönkum og tryggingafélögum, og miðla áfram til Íslandspósts, sem hefur enn í reynd einokunarstöðu á markaði fyrir bréfapóst, þótt einkaréttur fyrirtækisins hafi verið afnuminn með breytingu á póstlögunum í ársbyrjun 2020. Afsláttur upp á 2-5% hefur verið veittur þessum fyrirtækjum vegna þess hagræðis sem Pósturinn hefur af reglubundnum viðskiptum með mjög mikið magn bréfa frá söfnunarfyrirtækjunum. Viðskiptavinir söfnunarfyrirtækjanna njóta fyrir vikið mun betri kjara en þeir myndu njóta í beinum viðskiptum við Íslandspóst. Breytt póstlög gera áfram ráð fyrir að afslættir af þessu tagi séu veittir. Félag atvinnurekenda telur einsýnt að verði þessir magnafslættir afnumdir muni það kippa grundvellinum undan rekstri söfnunarfyrirtækjanna og þau neyðist til að hætta rekstri. Viðskipti þeirra munu falla ríkisfyrirtækinu sjálfu í skaut og einokunarstaða þess styrkist þá enn. Gjaldskrá til notenda póstþjónustu, sem í dag skipta við söfnunarfyrirtækin en myndu neyðast til að skipta við Íslandspóst, myndi að mati félagsins hækka um allt að 70%. Sé 15% hækkun á gjaldskrá bréfapósts hjá Póstinum um áramót tekin með í reikninginn, getur hækkunin numið allt að 96%. Pólitísk stjórn vill drepa samkeppni Póst- og fjarskiptastofnun frestaði gildistöku þessarar gjaldskrárbreytingar Íslandspósts til ársloka 2020, en hefur nú birt ákvörðun, þar sem komizt er að þeirri niðurstöðu að rökstuðningur Póstsins fyrir niðurfellingu afsláttanna sé fullnægjandi og ekki tilefni fyrir stofnunina að grípa inn í málið. Niðurfelling afsláttanna á að taka gildi eftir mánuð. Telja verður fullvíst að söfnunarfyrirtækin skjóti málinu áður til úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála. Í ákvörðun PFS kemur fram það mat Samkeppniseftirlitsins að fram séu komin sjónarmið um að ákvörðun Póstsins um niðurfellingu afsláttanna kunni að fela í sér misnotkun á markaðsráðandi stöðu ríkisfyrirtækisins. Félag atvinnurekenda hefur lýst mikilli furðu á að hin pólitískt skipaða stjórn Íslandspósts skuli með þessum hætti fylgja fram áformum um að ganga á milli bols og höfuðs á keppinautum fyrirtækisins. Erfitt er að trúa því að trúnaðarmenn stjórnmálaflokkanna á Alþingi, sem ákveða gjaldskrá félagsins, skuli þannig vitandi vits reyna að drepa niður samkeppni á póstmarkaðnum og ná viðskiptum af einkafyrirtækjum til ríkisfyrirtækisins. Forstjóri og stjórn virðast hafa brugðizt skyldum sínum Viðskiptablaðið greindi frá því í síðasta tölublaði síðasta árs að gjaldskrá Póstsins vegna pakkadreifingar, sem tók gildi í ársbyrjun 2020 og felur að mati FA í sér ólöglega undirverðlagningu, hefði ekki verið borin undir stjórn fyrirtækisins. Samþykktir Póstsins segja skýrt að stjórn félagsins skuli taka ákvarðanir um gjaldskrá í samræmi við þau lög sem um rekstur félagsins gilda. Hafi þáverandi forstjóri ekki borið gjaldskrána undir stjórn, felur það í sér brot gegn samþykktum félagsins. FA vakti athygli á hinni ólöglegu gjaldskrá strax í janúar í fyrra. Hafi stjórnin ekki gripið inn í málið síðan, hefur hún brugðizt þeim eftirlitsskyldum sem hún gegnir, samkvæmt hlutafélagalögum og samþykktum félagsins. Stjórnarmenn geta því borið ábyrgð á hinni ólögmætu undirverðlagingu. Með henni er rekstrarhæfi félagsins ógnað. Grafið undan rekstri fyrirtækja sem þjónusta landsbyggðina Pakkagjaldskránni var breytt eftir að Alþingi setti í póstlög ákvæði um að gjaldskrá fyrir pakkasendingar skuli vera sú sama um allt land og var sú breyting rökstudd með byggðasjónarmiðum. Íslandspóstur fór hins vegar þá leið við breytingu gjaldskrárinnar að miða verð um allt land við verð pakkasendinga innan höfuðborgarsvæðisins. Verð fyrir pakkasendingar um lengri veg er því undir raunkostnaði og hefur fyrirtækið viljað að ríkissjóður bætti því tapið á þjónustunni. Póstlögin kveða hins vegar einnig á um að verð fyrir alþjónustu skuli taka mið af raunkostnaði, að viðbættri hæfilegri álagningu. Sú lagagrein er einmitt til þess hugsuð að hindra undirverðlagningu, sem skaðar samkeppni. Pakkagjaldskrá Póstsins eins og henni var breytt í upphafi árs 2020 grefur undan rekstri einkafyrirtækja sem hafa um árabil haldið uppi vörudreifingu úti um land á markaðslegum forsendum. Það á ekki eingöngu við um landflutningafyrirtækin, sem eru með flutninganet um allt land, heldur einnig staðbundin dreifingarfyrirtæki. Þetta er skrýtnasta byggðastefna sem um getur; að grafa undan einkafyrirtækjum sem þjónusta landsbyggðina með því að niðurgreiða þjónustu ríkisfyrirtækisins. Vangeta stjórnvalda og eftirlitsstofnana til að grípa inn í framferði Íslandspósts á póstmarkaðnum vekur óneitanlega athygli. Það er þó sérkennilegast af öllu að stjórnarmenn fyrirtækisins, sem njóta trúnaðar stjórnmálaflokkanna á þingi, skuli ganga þannig fram til að skaða rekstur einkafyrirtækja. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar