Stafrænt ferðalag þjóðar Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 7. janúar 2021 07:01 Stafræn tækni snertir okkur meira og minna öll í okkar daglega lífi. Þessi tækni færðist mun nær okkur eftir að við flest tókum okkur snjallsíma í hönd. Tæki sem hefur fært okkur nær hvert öðru óháð tengslum og jafnvel án meðvitaðrar ákvörðunar. Veruleiki stafræna heimsins breytist hratt og hefur fært okkur mörg inn á áður óþekktar slóðir, allt í gegnum tæki sem eitt sinn var ósköp einfaldur sími. Umbreytingin sem nú á sér stað teygir anga sína út í allt samfélagið og inn í allar þjónustugáttir, jafnt hins opinbera sem og einkageirans. Við slíka umbreytingu eru ákveðnar grunnstoðir, sem eru lykill af því að vel takist til. Stafrænni umbyltingu fylgir ný þekking og krafa um nýja færni. Við þessu þarf að bregðast. Menntakerfið er lykillinn Þar gegnir menntakerfið okkar gríðarlega mikilvægu hlutverki. Það má ekki láta reka á reiðanum, heldur er mikilvægt að standa í stafni og leiða för. Þegar litið er til nágrannaþjóða okkar sjáum við að þau hafa brugðist við af krafti til að takast á við örar breytingar í stafrænum lausnum. Þær hafa sett sér öfluga stefnu og markað sýn varðandi þróun stafrænnar tækni. Rík áhersla er lögð á metnaðarfulla menntastefnu sem tekur einvörðungu utan um stafræna færni og þekkingu. Allt frá byrjun skólagöngu til háskólanáms en ekki síður til sí- og endurmenntunar til þess að geta mætt umbreytingu starfa með aukinni færni þeirra sem þegar eru á vinnumarkaði. Endurmenntun kennara - færni til framtíðar Umbreytingin kallar á endurmenntun kennara með markvissum hætti. Skilgreina þarf hvaða þættir eru kennurum mikilvægir til þess að þeir geti miðlað þekkingu um stafræna tækni og aukið færni komandi kynslóða. M.a. þurfa allir kennarar að öðlast lágmarksfærni í tækninni sjálfri til að geta skilið virknina og fjallað um hana. Þeir þættir sem þjóðir heims hafa sammælst um að skipti hvað mestu máli eru; færni í skapandi hugsun og nýsköpun, samskiptum og samvinnu, færni til að vinna úr upplýsingum og afla sér þekkingar, færni í lausnamiðaðri ákvarðanartöku og getu til frumkvæðis í ákvörðunartöku, stafrænni þátttöku og ákveðin færni í tækniaðgerðum og lausnum. Þetta þýðir í raun allsherjar innleiðingu stafrænnar færni inn í menntakerfið og er full ástæða til. Til þess að halda í við þróun stafrænnar tækni þarf menntakerfið að stíga í takt. Menntamálaráðherra þarf að sýna forystu Við þurfum að efla til samstillts átaks stjórnvalda og atvinnulífs. Menntamálaráðherra þarf að taka þar forystu og marka stefnu í stafrænni færni til framtíðar. Það þýðir markmið með mælanlegum viðmiðum og innspýtingu inni í skólakerfið allt, þar sem stafrænni færni er gefið vægi til þess að við getum gengið í takt við örar breytingar samfélagsins. Ef þarna verður slegið slöku við verum við eftirbátar nágrannaþjóða og ósamkeppnishæf þegar kemur að þekkingu stafrænnar tækni. Við eigum að setja okkur háleit markmið um að vera ekki einungis notendur heldur áhrifavaldar í framþróuninni sjálfri. Til þess þarf framúrskarandi menntakerfi sem styður við alla þá þætti sem styrkja stafræna færni okkar allra. Tæknilæsi er jafnréttismál Tæknilæsi almennings er gríðarlega mikilvægt jafnréttis- og byggðamál þar sem færni greiðir og jafnar um leið aðgengi allra að þjónustu sem umbreytist hraðar en við áttum okkur á. Nú hafa sveitarfélög landsins tekið höndum saman til að efla stafræna þjónustu innan stjórnsýslunnar og álíka átak er hafið hjá ríkinu. Samhliða þessu þarf að mennta þjóðina til þess að gera öllum kleift að nýta sér þjónustu, óháð staðsetningu eða búsetu. Það þarf að gera æsku landsins færa um að stíga inn í þróun og sköpun stafrænnar tækni og veita almenningi þá fræðslu, menntun og þjálfun sem til þarf til að geta nýtt sér stafræna þjónustu. Nýverið lagði menntamálaráðherra fram menntastefnu til ársins 2030. Í þeirri stefnu vantar sárlega upp á að tekin séu nægjanlega stór skref til að efla tæknilæsi þjóðarinnar. Þar verður ráðherra að gera betur ef duga skal. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Garðabæjarlistans í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Skóla - og menntamál Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Stafræn tækni snertir okkur meira og minna öll í okkar daglega lífi. Þessi tækni færðist mun nær okkur eftir að við flest tókum okkur snjallsíma í hönd. Tæki sem hefur fært okkur nær hvert öðru óháð tengslum og jafnvel án meðvitaðrar ákvörðunar. Veruleiki stafræna heimsins breytist hratt og hefur fært okkur mörg inn á áður óþekktar slóðir, allt í gegnum tæki sem eitt sinn var ósköp einfaldur sími. Umbreytingin sem nú á sér stað teygir anga sína út í allt samfélagið og inn í allar þjónustugáttir, jafnt hins opinbera sem og einkageirans. Við slíka umbreytingu eru ákveðnar grunnstoðir, sem eru lykill af því að vel takist til. Stafrænni umbyltingu fylgir ný þekking og krafa um nýja færni. Við þessu þarf að bregðast. Menntakerfið er lykillinn Þar gegnir menntakerfið okkar gríðarlega mikilvægu hlutverki. Það má ekki láta reka á reiðanum, heldur er mikilvægt að standa í stafni og leiða för. Þegar litið er til nágrannaþjóða okkar sjáum við að þau hafa brugðist við af krafti til að takast á við örar breytingar í stafrænum lausnum. Þær hafa sett sér öfluga stefnu og markað sýn varðandi þróun stafrænnar tækni. Rík áhersla er lögð á metnaðarfulla menntastefnu sem tekur einvörðungu utan um stafræna færni og þekkingu. Allt frá byrjun skólagöngu til háskólanáms en ekki síður til sí- og endurmenntunar til þess að geta mætt umbreytingu starfa með aukinni færni þeirra sem þegar eru á vinnumarkaði. Endurmenntun kennara - færni til framtíðar Umbreytingin kallar á endurmenntun kennara með markvissum hætti. Skilgreina þarf hvaða þættir eru kennurum mikilvægir til þess að þeir geti miðlað þekkingu um stafræna tækni og aukið færni komandi kynslóða. M.a. þurfa allir kennarar að öðlast lágmarksfærni í tækninni sjálfri til að geta skilið virknina og fjallað um hana. Þeir þættir sem þjóðir heims hafa sammælst um að skipti hvað mestu máli eru; færni í skapandi hugsun og nýsköpun, samskiptum og samvinnu, færni til að vinna úr upplýsingum og afla sér þekkingar, færni í lausnamiðaðri ákvarðanartöku og getu til frumkvæðis í ákvörðunartöku, stafrænni þátttöku og ákveðin færni í tækniaðgerðum og lausnum. Þetta þýðir í raun allsherjar innleiðingu stafrænnar færni inn í menntakerfið og er full ástæða til. Til þess að halda í við þróun stafrænnar tækni þarf menntakerfið að stíga í takt. Menntamálaráðherra þarf að sýna forystu Við þurfum að efla til samstillts átaks stjórnvalda og atvinnulífs. Menntamálaráðherra þarf að taka þar forystu og marka stefnu í stafrænni færni til framtíðar. Það þýðir markmið með mælanlegum viðmiðum og innspýtingu inni í skólakerfið allt, þar sem stafrænni færni er gefið vægi til þess að við getum gengið í takt við örar breytingar samfélagsins. Ef þarna verður slegið slöku við verum við eftirbátar nágrannaþjóða og ósamkeppnishæf þegar kemur að þekkingu stafrænnar tækni. Við eigum að setja okkur háleit markmið um að vera ekki einungis notendur heldur áhrifavaldar í framþróuninni sjálfri. Til þess þarf framúrskarandi menntakerfi sem styður við alla þá þætti sem styrkja stafræna færni okkar allra. Tæknilæsi er jafnréttismál Tæknilæsi almennings er gríðarlega mikilvægt jafnréttis- og byggðamál þar sem færni greiðir og jafnar um leið aðgengi allra að þjónustu sem umbreytist hraðar en við áttum okkur á. Nú hafa sveitarfélög landsins tekið höndum saman til að efla stafræna þjónustu innan stjórnsýslunnar og álíka átak er hafið hjá ríkinu. Samhliða þessu þarf að mennta þjóðina til þess að gera öllum kleift að nýta sér þjónustu, óháð staðsetningu eða búsetu. Það þarf að gera æsku landsins færa um að stíga inn í þróun og sköpun stafrænnar tækni og veita almenningi þá fræðslu, menntun og þjálfun sem til þarf til að geta nýtt sér stafræna þjónustu. Nýverið lagði menntamálaráðherra fram menntastefnu til ársins 2030. Í þeirri stefnu vantar sárlega upp á að tekin séu nægjanlega stór skref til að efla tæknilæsi þjóðarinnar. Þar verður ráðherra að gera betur ef duga skal. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Garðabæjarlistans í Garðabæ.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun