Það er algengt að leikmenn þurfi að setja upp grímur utan vallar vegna kórónuveirufaraldursins en nú hafa forráðamenn háskólans í Boston gengið einu skrefi lengra.
Boston University tók nefnilega þá ákvörðun í gær að láta leikmenn körfuboltaliða skólans spila leiki sína með grímur.
Boston University basketball players are wearing masks during their games and will require opposing teams to wear a mask at their home games too pic.twitter.com/zeThnuaMPv
— My Mixtapez (@mymixtapez) January 4, 2021
Bæði Boston skólaliðin mættu Holy Cross í gær og hver einast leikmaður Boston liðanna þurftu að spila með grímu yfir munni og nefi.
Leikur kvennaliðanna fór fram á heimavelli Boston University og af þeim sökum spiluðu meira að segja bæði liðin með grímur.
Emily https://t.co/qn89BJjXCy pic.twitter.com/Ch8KoCYZsJ
— BU Women's Basketball (@TerrierWBB) January 4, 2021
Aðeins karlalið Boston University spilaði aftur á móti með grímur í leiknum á móti Holy Cross.
Karlaliðin mætast aftur í kvöld og þá á heimavelli Boston University. Í þeim leik munu bæði liðin spila með grímu.
Þetta voru fyrstu leikir liðanna á þessu tímabili en öllum leikjum fyrir áramót var aflýst vegna heimsfaraldursins.
Boston University liðin létu grímurnar heldur ekki trufla sig. Karlaliðið vann sinn leik 83-76 og kvennaliðið vann öruggan 76-54 sigur.
Morales finds Tate in the corner for his second 3-pointer! Tate becomes the first Terrier to reach double figures (12 pts.). #GoBU
— BU Men's Basketball (@TerrierMBB) January 4, 2021
Watch on ESPN+: https://t.co/LH4VmyXVRg pic.twitter.com/RF72dPqF4P