Sagan um M22 Baldur Borgþórsson skrifar 4. janúar 2021 14:36 Glæsilegt íbúðahverfi víkur fyrir bílapartasölum Í Úlfarsárdal í Reykjavík er skipulagsreitur sem ber nafnið M22. M22, Hallahverfi, er beint framhald af Úlfarsárdalshverfinu sem nú er risið og þar hefur samkvæmt skipulagi frá árinu 2006 verið ráðgert að rísi 562ja íbúða blönduð byggð sérbýlis- og fjölbýlishúsa. Ekki verður um deilt að slíkt byggingarland er gulls ígildi nú þegar þörfin hefur sjaldan verið meiri. Nú skyldi hver maður ætla að undirbúning landsins fyrir lóðaúthlutun yrði hraðað enda þörfin mikil. Svo verður ekki. Aldeilis ekki. Einu fallegasta byggingarlandi borgarinnar með útsýni sem margan dreymir um skal eytt úr skipulaginu. Í staðinn skal rísa þar iðnaðarhverfi. Framtíðarsýnin er ekki lengur blómlegt íbúðahverfi. Nýja framtíðarsýnin er bílapartasölur. Hér eru bílapartasölur notaðar sem dæmi um þá starfsemi sem heimiluð verður þegar þessar breytingar taka gildi. Samráð auglýst – Allir andmæla – Engu breytt Lögum samkvæmt skal auglýsa slíkar breytingar og gefa hagsmunaaðilum kost á að gera athugasemdir og andmæla. Meirihlutinn í Ráðhúsi borgarinnar gerði það sannarlega og að venju undir merkjum samráðs og samtals við íbúa og hagaðila. Ekki þarf að fara mörgum orðum um viðbrögðin. Allir andmæltu, íbúaráð, íbúasamtök og íþróttafélag hverfisins auk annarra. Andmælin eru lögð fram með fullum rökstuðning. Um er að ræða fullkominn forsendubrest. Ekki þarf heldur að fara mörgum orðum yfir þau svör sem nú hafa borist úr Ráðhúsi borgarinnar: Andmælum er hafnað. Þar kveður við kunnuglegan tón. Meint samráð reynast sýndarsamráð. Enn eina ferðina. Þegar skynsemin víkur á óráðið leik Þegar litið er yfir sögu þessa máls birtist skýr mynd þess hvað gerist þegar allri skynsemi er vikið til hliðar og að því er virðist einkaáhugamál kjörinna fulltrúa taka yfir. Þá á óráðið leik. Í Úlfarsárdal sér nú fyrir endan á uppbyggingu innviða. Innviðir, grunnskóli, leikskóli, sundlaug, bókasafn og íþróttamannvirki með verðmiða upp á 15-20 milljarða eru annað hvort klárir eða að verða klárir. Gríðarlega dýrir innviðir sem reiknað var með að þjónustuðu ekki bara núverandi byggð heldur M22-Hallahverfi að auki. Forsendubresturinn er því algjör. Saga M22 - Samantekt Árið 2006: Samþykkt aðalskipulag þar sem M22 er skipulagt sem íbúðahverfi með 562 sérbýlis- og fjölbýlishúsum. Árið 2014: Samþykkt breyting þar sem heimiluð er blönduð byggð. Áfram íbúðahverfi, en nú heimild fyrir verlsun og þjónustu samhliða. Hér gerðu íbúar og hagaðilar engar athugasemdir enda kærkomið að fá matvöruverslun og þjónustu í hverfið. 2020: Gríman felld og skrefið stigið til fulls. Engin sérbýli. Engin fjölbýli. Ekkert íbúðarhúsnæði yfirhöfuð. Matvöruverlsun sérstaklega bönnuð. Öllum andmælum hafnað. Bílapartasölur blasa nú við í stað blómlegrar íbúðabyggðar. Orsök og afleiðing Orsök og afleiðing hitta að öllu jöfnu fyrir sama aðila, sá er yfirleitt gangur lífsins. En ekki þegar um er að ræða kjörna fulltrúa borgarinnar. Þá sjá kjörnir fulltrúar fyrir orsökinni og borgarbúar og í sumum tilfellum landsmenn allir taka afleiðingunum. Saga M22 er afar gott dæmi um hvernig vinnubrögð kjörnir fulltrúar eiga ekki að viðhafa. Þeir sjá hér um orsökina, hverrar afleiðingar ekki bara íbúar hverfisins, íbúaráð,íbúasamtök og íþróttafélags hverfisins þurfa að taka á sig. Það þurfa kaupendur heimila í borginni allri að gera. Það er nefnilega svo að þegar kjörnir fulltrúar ákveða að breyta iðnaðarhverfum borgarinnar í íbúðahverfi og glæsilegu landi undir íbúðahverfi í iðnaðarhverfi, þá hefur það afleiðingar. Hækkun íbúðaverðs. Hækkun sem talin verður í milljónum og í sumum tilfellum tugum milljóna á hverja íbúð. Þær afleiðingar munu kaupendur heimila á næstu misserum taka á sig. Hvort sem þeim líkar betur eða verr. Höfundur er varaborgarfulltrúi Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Sjá meira
Glæsilegt íbúðahverfi víkur fyrir bílapartasölum Í Úlfarsárdal í Reykjavík er skipulagsreitur sem ber nafnið M22. M22, Hallahverfi, er beint framhald af Úlfarsárdalshverfinu sem nú er risið og þar hefur samkvæmt skipulagi frá árinu 2006 verið ráðgert að rísi 562ja íbúða blönduð byggð sérbýlis- og fjölbýlishúsa. Ekki verður um deilt að slíkt byggingarland er gulls ígildi nú þegar þörfin hefur sjaldan verið meiri. Nú skyldi hver maður ætla að undirbúning landsins fyrir lóðaúthlutun yrði hraðað enda þörfin mikil. Svo verður ekki. Aldeilis ekki. Einu fallegasta byggingarlandi borgarinnar með útsýni sem margan dreymir um skal eytt úr skipulaginu. Í staðinn skal rísa þar iðnaðarhverfi. Framtíðarsýnin er ekki lengur blómlegt íbúðahverfi. Nýja framtíðarsýnin er bílapartasölur. Hér eru bílapartasölur notaðar sem dæmi um þá starfsemi sem heimiluð verður þegar þessar breytingar taka gildi. Samráð auglýst – Allir andmæla – Engu breytt Lögum samkvæmt skal auglýsa slíkar breytingar og gefa hagsmunaaðilum kost á að gera athugasemdir og andmæla. Meirihlutinn í Ráðhúsi borgarinnar gerði það sannarlega og að venju undir merkjum samráðs og samtals við íbúa og hagaðila. Ekki þarf að fara mörgum orðum um viðbrögðin. Allir andmæltu, íbúaráð, íbúasamtök og íþróttafélag hverfisins auk annarra. Andmælin eru lögð fram með fullum rökstuðning. Um er að ræða fullkominn forsendubrest. Ekki þarf heldur að fara mörgum orðum yfir þau svör sem nú hafa borist úr Ráðhúsi borgarinnar: Andmælum er hafnað. Þar kveður við kunnuglegan tón. Meint samráð reynast sýndarsamráð. Enn eina ferðina. Þegar skynsemin víkur á óráðið leik Þegar litið er yfir sögu þessa máls birtist skýr mynd þess hvað gerist þegar allri skynsemi er vikið til hliðar og að því er virðist einkaáhugamál kjörinna fulltrúa taka yfir. Þá á óráðið leik. Í Úlfarsárdal sér nú fyrir endan á uppbyggingu innviða. Innviðir, grunnskóli, leikskóli, sundlaug, bókasafn og íþróttamannvirki með verðmiða upp á 15-20 milljarða eru annað hvort klárir eða að verða klárir. Gríðarlega dýrir innviðir sem reiknað var með að þjónustuðu ekki bara núverandi byggð heldur M22-Hallahverfi að auki. Forsendubresturinn er því algjör. Saga M22 - Samantekt Árið 2006: Samþykkt aðalskipulag þar sem M22 er skipulagt sem íbúðahverfi með 562 sérbýlis- og fjölbýlishúsum. Árið 2014: Samþykkt breyting þar sem heimiluð er blönduð byggð. Áfram íbúðahverfi, en nú heimild fyrir verlsun og þjónustu samhliða. Hér gerðu íbúar og hagaðilar engar athugasemdir enda kærkomið að fá matvöruverslun og þjónustu í hverfið. 2020: Gríman felld og skrefið stigið til fulls. Engin sérbýli. Engin fjölbýli. Ekkert íbúðarhúsnæði yfirhöfuð. Matvöruverlsun sérstaklega bönnuð. Öllum andmælum hafnað. Bílapartasölur blasa nú við í stað blómlegrar íbúðabyggðar. Orsök og afleiðing Orsök og afleiðing hitta að öllu jöfnu fyrir sama aðila, sá er yfirleitt gangur lífsins. En ekki þegar um er að ræða kjörna fulltrúa borgarinnar. Þá sjá kjörnir fulltrúar fyrir orsökinni og borgarbúar og í sumum tilfellum landsmenn allir taka afleiðingunum. Saga M22 er afar gott dæmi um hvernig vinnubrögð kjörnir fulltrúar eiga ekki að viðhafa. Þeir sjá hér um orsökina, hverrar afleiðingar ekki bara íbúar hverfisins, íbúaráð,íbúasamtök og íþróttafélags hverfisins þurfa að taka á sig. Það þurfa kaupendur heimila í borginni allri að gera. Það er nefnilega svo að þegar kjörnir fulltrúar ákveða að breyta iðnaðarhverfum borgarinnar í íbúðahverfi og glæsilegu landi undir íbúðahverfi í iðnaðarhverfi, þá hefur það afleiðingar. Hækkun íbúðaverðs. Hækkun sem talin verður í milljónum og í sumum tilfellum tugum milljóna á hverja íbúð. Þær afleiðingar munu kaupendur heimila á næstu misserum taka á sig. Hvort sem þeim líkar betur eða verr. Höfundur er varaborgarfulltrúi Miðflokksins.
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar