Þarf íslenskur landbúnaður innflutningsvernd? Gróa Jóhannsdóttir skrifar 1. janúar 2021 16:01 Ég er jafnréttissinni og vil sjá jafnrétti til handa öllum og ekki síst konum og körlum. Þó að ég sé jafnréttissinni þá fyndist mér mjög ósanngjarnt ef gerð væri sú krafa að t.d. allar þær frábæru frjálsíþróttakonur sem við eigum yrði gert að keppa við karla í sinni grein og eins ef okkar frábæra kvennalandslið í knattspyrnu yrði gert að keppa við karlalið heimsmeistara Frakka og krafa okkar væri að okkar stelpur myndu sigra þá eða í versta falli gera jafntefli. En þetta er sú krafa sem gerð er á íslenskan landbúnað í því tolla- og innflutningsumhverfi sem við búum við í dag. Við getum ekki verið samkeppnishæf, jú við getum verið samkeppnishæf í gæðum vegna áratuga markvissra kynbóta. En í verðum getum við ekki keppt. Vegna legu landsins eru sumur stutt og vetur langir og fóðuröflun og fóðrun skepna því dýr, eins eru aðflutningar dýrari (sem n.b. gerir það líka að aðrar vörur en landbúnaðarvörur eru oftast dýrari hér heldur en í nærumhverfi framleiðslunnar) og síðast en ekki síst erum við örmarkaður. Okkar framleiðsla er aðeins lítið brotabrot af þeirri framleiðslu sem við erum að keppa við og eigum því ekki möguleika á að hagræða í krafti stærðar og fjöldaframleiðslu, enda alveg spurning hvort við myndum vilja sjá þannig framleiðslu hér. Þess vegna verðum við að hafa innflutningsvernd á innlendri landbúnaðarframleiðslu hvort sem hún felst í tollavernd eða einhverju öðru, við viljum fá að keppa á jafnréttisgrunni! Ég hef verið bóndi á fjórða áratug og nú í seinni tíð einnig stjórnarmaður í afurðastöð. Ég tel mig því þekkja nokkuð vel það rekstrarumhverfi sem íslenskur landbúnaður og úrvinnsla hans býr við. Og er nú svo komið að frumframleiðendur og úrvinnsluaðilar eru í mjög þungum og þröngum rekstri þar sem taprekstur er jafnvel orðinn viðvarandi, en slíkt getur auðvitað ekki gengið til lengdar og hlýtur að enda með því að bú og fyrirtæki enda í þroti með tilheyrandi atvinnumissi. Eini hlekkur þessarar keðju, þ.e. frá frumframleiðanda til neytenda, sem virðist bera sig og jafnvel hafa afgang er verslunin. Að mínu mati stendur kjötframleiðsla á landinu nú á tímamótum, tímamótum þar sem ræðst hvort slík framleiðsla verður áfram stunduð hér innanlands eða flyst alfarið úr landi. Framleiðsluferlar í landbúnaði eru oft mjög langir og t.d. tekur tæp 3 ár frá því að kálfur er getinn þangað til hann er tilbúinn til slátrunar og svipaðan tíma tekur fyrir mjólkurkúna að verða mjólkurkýr. Og ég sem sauðfjárbóndi er núna að panta áburð vegna framleiðslu haustsins 2022. Þetta er því rekstur sem erfitt er að laga að aðstæðum með hraði og tekur langan tíma að bregðast við breytingum á markaði. Og vegna þessara löngu framleiðsluferla er bóndi sem ákveður að hætta eða minnka verulega við sig í dag, ekki tilbúinn með vöru strax á næsta misseri ef markaður kallar eftir því. Þegar við kaupum vöru eða krefjumst þess að vara sé seld undir kostnaðarverði erum við að ganga á rétt einhvers. Það er einhver sem ekki er að fá það greitt sem hann er búinn að leggja í framleiðsluna og framleiðandinn leitar allra leiða til að lækka kostnaðinn. Stundum á kostnað gæða, stundum á kostnað dýravelferðar, stundum á kostnað umhverfisins, stundum á kostnað starfsfólks, stundum á kostnað mannréttinda og stundum á kostnað alls þessa. Það hlýtur að vera til eitthvað sem heitir neytenda siðferði og við sem neytendur hljótum að þurfa að hugsa við hvaða aðstæður það sem við kaupum er framleitt, og ef varan er óeðlilega ódýr af hverju hún kostar ekki meira en raun ber vitni. Viljum við sem þjóð áfram sjá landbúnað eflast og dafna í landinu, eða leggjast af? Þetta er spurning sem við þurfum að svara og mitt svar er Já við viljum öflugan landbúnað og því þurfum við innflutningsvernd á innlenda landbúnaðarframleiðslu. Gróa Jóhannsdóttir Höfundur er sauðfjárbóndi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Skattar og tollar Mest lesið Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Ég er jafnréttissinni og vil sjá jafnrétti til handa öllum og ekki síst konum og körlum. Þó að ég sé jafnréttissinni þá fyndist mér mjög ósanngjarnt ef gerð væri sú krafa að t.d. allar þær frábæru frjálsíþróttakonur sem við eigum yrði gert að keppa við karla í sinni grein og eins ef okkar frábæra kvennalandslið í knattspyrnu yrði gert að keppa við karlalið heimsmeistara Frakka og krafa okkar væri að okkar stelpur myndu sigra þá eða í versta falli gera jafntefli. En þetta er sú krafa sem gerð er á íslenskan landbúnað í því tolla- og innflutningsumhverfi sem við búum við í dag. Við getum ekki verið samkeppnishæf, jú við getum verið samkeppnishæf í gæðum vegna áratuga markvissra kynbóta. En í verðum getum við ekki keppt. Vegna legu landsins eru sumur stutt og vetur langir og fóðuröflun og fóðrun skepna því dýr, eins eru aðflutningar dýrari (sem n.b. gerir það líka að aðrar vörur en landbúnaðarvörur eru oftast dýrari hér heldur en í nærumhverfi framleiðslunnar) og síðast en ekki síst erum við örmarkaður. Okkar framleiðsla er aðeins lítið brotabrot af þeirri framleiðslu sem við erum að keppa við og eigum því ekki möguleika á að hagræða í krafti stærðar og fjöldaframleiðslu, enda alveg spurning hvort við myndum vilja sjá þannig framleiðslu hér. Þess vegna verðum við að hafa innflutningsvernd á innlendri landbúnaðarframleiðslu hvort sem hún felst í tollavernd eða einhverju öðru, við viljum fá að keppa á jafnréttisgrunni! Ég hef verið bóndi á fjórða áratug og nú í seinni tíð einnig stjórnarmaður í afurðastöð. Ég tel mig því þekkja nokkuð vel það rekstrarumhverfi sem íslenskur landbúnaður og úrvinnsla hans býr við. Og er nú svo komið að frumframleiðendur og úrvinnsluaðilar eru í mjög þungum og þröngum rekstri þar sem taprekstur er jafnvel orðinn viðvarandi, en slíkt getur auðvitað ekki gengið til lengdar og hlýtur að enda með því að bú og fyrirtæki enda í þroti með tilheyrandi atvinnumissi. Eini hlekkur þessarar keðju, þ.e. frá frumframleiðanda til neytenda, sem virðist bera sig og jafnvel hafa afgang er verslunin. Að mínu mati stendur kjötframleiðsla á landinu nú á tímamótum, tímamótum þar sem ræðst hvort slík framleiðsla verður áfram stunduð hér innanlands eða flyst alfarið úr landi. Framleiðsluferlar í landbúnaði eru oft mjög langir og t.d. tekur tæp 3 ár frá því að kálfur er getinn þangað til hann er tilbúinn til slátrunar og svipaðan tíma tekur fyrir mjólkurkúna að verða mjólkurkýr. Og ég sem sauðfjárbóndi er núna að panta áburð vegna framleiðslu haustsins 2022. Þetta er því rekstur sem erfitt er að laga að aðstæðum með hraði og tekur langan tíma að bregðast við breytingum á markaði. Og vegna þessara löngu framleiðsluferla er bóndi sem ákveður að hætta eða minnka verulega við sig í dag, ekki tilbúinn með vöru strax á næsta misseri ef markaður kallar eftir því. Þegar við kaupum vöru eða krefjumst þess að vara sé seld undir kostnaðarverði erum við að ganga á rétt einhvers. Það er einhver sem ekki er að fá það greitt sem hann er búinn að leggja í framleiðsluna og framleiðandinn leitar allra leiða til að lækka kostnaðinn. Stundum á kostnað gæða, stundum á kostnað dýravelferðar, stundum á kostnað umhverfisins, stundum á kostnað starfsfólks, stundum á kostnað mannréttinda og stundum á kostnað alls þessa. Það hlýtur að vera til eitthvað sem heitir neytenda siðferði og við sem neytendur hljótum að þurfa að hugsa við hvaða aðstæður það sem við kaupum er framleitt, og ef varan er óeðlilega ódýr af hverju hún kostar ekki meira en raun ber vitni. Viljum við sem þjóð áfram sjá landbúnað eflast og dafna í landinu, eða leggjast af? Þetta er spurning sem við þurfum að svara og mitt svar er Já við viljum öflugan landbúnað og því þurfum við innflutningsvernd á innlenda landbúnaðarframleiðslu. Gróa Jóhannsdóttir Höfundur er sauðfjárbóndi.
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun