Ég hafði val Íris Ásta Pétursdóttir Viborg skrifar 23. maí 2012 16:50 Í nokkur ár hef ég heyrt málefnaleg rök um þróun handboltans sem og innihaldslausar umræður um að efstu liðin séu að eyðileggja kvennahandboltann á Íslandi. Eftir að pistillinn „Hver er þróun kvennahandboltans?" birtist á visir.is, get ég ekki annað en sýnt fólki aðra hlið á þessu máli. Ég hef spilað í nokkrum liðum hér á Íslandi, en seinustu árin hef ég æft og spilað á Hlíðarenda. Hver er ástæðan fyrir því? Jú, þar ríkir mikill metnaður, aðstaðan er til fyrirmyndar og miklar væntingar eru bornar til leikmanna Vals. En af hverju vilja margir leikmenn æfa og spila á Hlíðarenda? Meistaraflokkar kvenna og karla í Val fá meira en bara 2ja klst æfingu 5 daga vikunnar. 2- 3svar í viku er boðið upp á skot- og teknískar æfingar í hádeginu. Undanfarin ár hafa þjálfarar á borð við Dag Sigurðsson, Óskar Bjarna Óskarsson og Karl Erlingsson, séð um þessar æfingar. Ef maður komst ekki á föstu hádegisæfingarnar, gat maður alltaf hringt í sinn eigin þjálfara og fundið annan tíma. Meistaraflokkarnir í handbolta, sem og öðrum boltagreinum Vals, hafa verið með toppfólk til þess að sjá um líkamstyrk og fyrirbyggjandi æfingar fyrir leikmenn. Kjartan Orri Sigurðsson íþróttafræðingur, Valgeir Viðarsson sjúkraþjálfari og margir aðrir hafa lagt mikla vinnu og metnað í að sjá um þessa hluti. Hóparnir fá lista yfir þær æfingar sem þeir eiga að gera, en leikmenn geta einnig beðið um sitt eigið prógramm. Andlega hliðin skiptir miklu máli í íþróttum. Við í Val erum það lánsöm að geta gengið að fagaðilum sem geta hjálpað okkur með andlegu málin. Viðar Halldórsson íþróttafélagsfræðingur og Hafrún Kristjánsdóttir doktorsnemi í sálfræði, hafa í gegnum árin hjálpað meistarflokki kvenna í Val. Ég persónulega hef alltaf getað leitað til þeirra og fengið leiðsögn um hvernig eigi að eiga við stress og annað. Eins og sjá má, er umgjörð Vals í toppklassa og ég er nokkuð viss um að Fram er með svipaða umgjörð. Flestallir leikmenn sem fara úr öðrum liðum yfir í Fram eða Val, hafa bætt sig verulega og metnaðurinn þeirra hefur aukist. Er þetta tilviljun ein? Tökum dæmi. Karólína Bæhrenz fór úr Gróttu yfir í Val fyrir 3 árum. Á Hlíðarenda hefur hún blómstrað sem leikmaður og er í dag A-landsliðskona og var með yfir 85% nýtingu í vetur. Birna Berg hefur verið ein efnilegasta handboltakona landsins. Eftir að hún fór úr FH yfir í Fram hefur metnaður hennar aukist það mikið, að hún er búin að leggja fótboltann á hilluna, og stefnir í að verða ein besta örvhenta skytta landsins. Áður en hún meiddist, var hún í Brasilíuhópnum og spilaði þar á móti bestu liðum heims. Guðný Jenný Ásmundsdóttir ákvað að taka skóna af hillunni eftir barneignir og æfa með Val. Það tók hana rúmt ár að fara úr því að vera varamarkmaður Vals yfir í að vera byrjunaliðsmaður síns félags og A-landsliðsins. Ég gæti haldið áfram endalaust en ég held að ég sé búin að svara því að þetta er engin tilviljun. Einnig má benda á að á þeim tíma sem Fram og Valur hafa haft yfirburði í íslenskum handbolta þá hefur íslenska landsliðið tekið stórstígum framförum. Spilað á tveimur stórmótum og staðið sig glæsilega á öðru þeirra. Slíkt hlýtur að teljast afskaplega jákvæð þróun fyrir íslenskan kvennahandbolta en uppistaðan í A-landsliði kvenna eru leikmenn frá Fram og Val. Einnig var slegið áhorfendamet þegar Valur og Fram áttust við í úrslitakeppni HSÍ, en þar mættu yfir 1.800 manns til þess að sjá hverjir myndu hampa titlinum. Ég spyr því önnur félagslið landsins: Hvernig er ykkar umgjörð? Hvað þurfið þið að gera til þess að betrumbæta aðstæður og sýna leikmönnum að hjá ykkur ríki mikill metnaður? Hvað þurfið þið að gera til þess að breyta ungu og efnilegu liði í úrvalslið? Hvernig stendur á því að leikmenn eru tilbúnir að fara frá félögum sem þeir eru öryggir með spilatíma hjá yfir í lið eins og Fram og Val þar sem spilatími getur orðið minni? Gæti það haft eitthvað með þá umgjörð og þjálfun sem boðið er upp á að gera? Er ekki tímabært að félagslið fari að líta í eigin barm? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í nokkur ár hef ég heyrt málefnaleg rök um þróun handboltans sem og innihaldslausar umræður um að efstu liðin séu að eyðileggja kvennahandboltann á Íslandi. Eftir að pistillinn „Hver er þróun kvennahandboltans?" birtist á visir.is, get ég ekki annað en sýnt fólki aðra hlið á þessu máli. Ég hef spilað í nokkrum liðum hér á Íslandi, en seinustu árin hef ég æft og spilað á Hlíðarenda. Hver er ástæðan fyrir því? Jú, þar ríkir mikill metnaður, aðstaðan er til fyrirmyndar og miklar væntingar eru bornar til leikmanna Vals. En af hverju vilja margir leikmenn æfa og spila á Hlíðarenda? Meistaraflokkar kvenna og karla í Val fá meira en bara 2ja klst æfingu 5 daga vikunnar. 2- 3svar í viku er boðið upp á skot- og teknískar æfingar í hádeginu. Undanfarin ár hafa þjálfarar á borð við Dag Sigurðsson, Óskar Bjarna Óskarsson og Karl Erlingsson, séð um þessar æfingar. Ef maður komst ekki á föstu hádegisæfingarnar, gat maður alltaf hringt í sinn eigin þjálfara og fundið annan tíma. Meistaraflokkarnir í handbolta, sem og öðrum boltagreinum Vals, hafa verið með toppfólk til þess að sjá um líkamstyrk og fyrirbyggjandi æfingar fyrir leikmenn. Kjartan Orri Sigurðsson íþróttafræðingur, Valgeir Viðarsson sjúkraþjálfari og margir aðrir hafa lagt mikla vinnu og metnað í að sjá um þessa hluti. Hóparnir fá lista yfir þær æfingar sem þeir eiga að gera, en leikmenn geta einnig beðið um sitt eigið prógramm. Andlega hliðin skiptir miklu máli í íþróttum. Við í Val erum það lánsöm að geta gengið að fagaðilum sem geta hjálpað okkur með andlegu málin. Viðar Halldórsson íþróttafélagsfræðingur og Hafrún Kristjánsdóttir doktorsnemi í sálfræði, hafa í gegnum árin hjálpað meistarflokki kvenna í Val. Ég persónulega hef alltaf getað leitað til þeirra og fengið leiðsögn um hvernig eigi að eiga við stress og annað. Eins og sjá má, er umgjörð Vals í toppklassa og ég er nokkuð viss um að Fram er með svipaða umgjörð. Flestallir leikmenn sem fara úr öðrum liðum yfir í Fram eða Val, hafa bætt sig verulega og metnaðurinn þeirra hefur aukist. Er þetta tilviljun ein? Tökum dæmi. Karólína Bæhrenz fór úr Gróttu yfir í Val fyrir 3 árum. Á Hlíðarenda hefur hún blómstrað sem leikmaður og er í dag A-landsliðskona og var með yfir 85% nýtingu í vetur. Birna Berg hefur verið ein efnilegasta handboltakona landsins. Eftir að hún fór úr FH yfir í Fram hefur metnaður hennar aukist það mikið, að hún er búin að leggja fótboltann á hilluna, og stefnir í að verða ein besta örvhenta skytta landsins. Áður en hún meiddist, var hún í Brasilíuhópnum og spilaði þar á móti bestu liðum heims. Guðný Jenný Ásmundsdóttir ákvað að taka skóna af hillunni eftir barneignir og æfa með Val. Það tók hana rúmt ár að fara úr því að vera varamarkmaður Vals yfir í að vera byrjunaliðsmaður síns félags og A-landsliðsins. Ég gæti haldið áfram endalaust en ég held að ég sé búin að svara því að þetta er engin tilviljun. Einnig má benda á að á þeim tíma sem Fram og Valur hafa haft yfirburði í íslenskum handbolta þá hefur íslenska landsliðið tekið stórstígum framförum. Spilað á tveimur stórmótum og staðið sig glæsilega á öðru þeirra. Slíkt hlýtur að teljast afskaplega jákvæð þróun fyrir íslenskan kvennahandbolta en uppistaðan í A-landsliði kvenna eru leikmenn frá Fram og Val. Einnig var slegið áhorfendamet þegar Valur og Fram áttust við í úrslitakeppni HSÍ, en þar mættu yfir 1.800 manns til þess að sjá hverjir myndu hampa titlinum. Ég spyr því önnur félagslið landsins: Hvernig er ykkar umgjörð? Hvað þurfið þið að gera til þess að betrumbæta aðstæður og sýna leikmönnum að hjá ykkur ríki mikill metnaður? Hvað þurfið þið að gera til þess að breyta ungu og efnilegu liði í úrvalslið? Hvernig stendur á því að leikmenn eru tilbúnir að fara frá félögum sem þeir eru öryggir með spilatíma hjá yfir í lið eins og Fram og Val þar sem spilatími getur orðið minni? Gæti það haft eitthvað með þá umgjörð og þjálfun sem boðið er upp á að gera? Er ekki tímabært að félagslið fari að líta í eigin barm?
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun