Áfram Akureyrarflugvöllur Guðmundur Baldvin Guðmundsson skrifar 21. febrúar 2020 17:15 Við Akureyringar og Norðlendingar höfum um árabil barist fyrir því að koma á reglulegu millilandaflugi um Akureyrarflugvöll og höfum horft til þess að bæta aðstöðuna á vellinum með stærri flugstöð, stærra flughlaði og betri lendingarbúnaði. Það hefur verið skýrt í okkar huga að reglulegt millilandaflug um Akureyrarflugvöll er ein fljótvirkasta byggðaaðgerð sem hægt er að ráðast í og skiptir afar miklu máli ekki bara fyrir Akureyri og Eyjafjörð heldur norður- og austurland allt. ILS búnaður sannar gildi sitt Á árinu 2018 vannst áfangasigur í þessar baráttu okkar þegar samgönguráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson tók af skarið og tryggði fjármagn til að koma mætti upp ILS búnaði við völlinn. Frá þeim tíma hefur verið unnið að því að koma búnaðinum fyrir og nú í byrjun árs var hann svo tekinn í notkun. Óhætt er að segja að búnaðurinn hafi þegar sannað gildi sitt því nú á einni viku hefur hann í tvígang leitt til þess að farþegaþotur hafa getað lent á Akureyrarflugvelli með hjálp búnaðarins. Áframhaldandi uppbygging Annar áfangasigur vannst í lok síðasta árs þegar samgönguráðherra og ferðamálaráðherra skrifuðu undir viljayfirlýsingu um frekari uppbyggingu á Akureyrarflugvelli. Var í kjölfarið skipaður aðgerðarhópur sem ætlað var að gera tillögur og stilla upp sviðsmyndum um frekari uppbyggingu á vellinum og er hópnum ætlað að skila tillögum fyrir 31. mars n.k. Undirritaður var skipaður í aðgerðarhópinn af hálfu Akureyrarbæjar og er ég fullur bjartsýni á að vinna hópsins skili raunhæfum tillögum um uppbyggingu vallarins og stjórnvöld geti strax í kjölfarið hafist handa við áframhaldandi uppbyggingu Akureyrarflugvallar. Höfundur er bæjarfulltrúi (B) og formaður bæjarráðs Akureyrarbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Byggðamál Fréttir af flugi Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Sjá meira
Við Akureyringar og Norðlendingar höfum um árabil barist fyrir því að koma á reglulegu millilandaflugi um Akureyrarflugvöll og höfum horft til þess að bæta aðstöðuna á vellinum með stærri flugstöð, stærra flughlaði og betri lendingarbúnaði. Það hefur verið skýrt í okkar huga að reglulegt millilandaflug um Akureyrarflugvöll er ein fljótvirkasta byggðaaðgerð sem hægt er að ráðast í og skiptir afar miklu máli ekki bara fyrir Akureyri og Eyjafjörð heldur norður- og austurland allt. ILS búnaður sannar gildi sitt Á árinu 2018 vannst áfangasigur í þessar baráttu okkar þegar samgönguráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson tók af skarið og tryggði fjármagn til að koma mætti upp ILS búnaði við völlinn. Frá þeim tíma hefur verið unnið að því að koma búnaðinum fyrir og nú í byrjun árs var hann svo tekinn í notkun. Óhætt er að segja að búnaðurinn hafi þegar sannað gildi sitt því nú á einni viku hefur hann í tvígang leitt til þess að farþegaþotur hafa getað lent á Akureyrarflugvelli með hjálp búnaðarins. Áframhaldandi uppbygging Annar áfangasigur vannst í lok síðasta árs þegar samgönguráðherra og ferðamálaráðherra skrifuðu undir viljayfirlýsingu um frekari uppbyggingu á Akureyrarflugvelli. Var í kjölfarið skipaður aðgerðarhópur sem ætlað var að gera tillögur og stilla upp sviðsmyndum um frekari uppbyggingu á vellinum og er hópnum ætlað að skila tillögum fyrir 31. mars n.k. Undirritaður var skipaður í aðgerðarhópinn af hálfu Akureyrarbæjar og er ég fullur bjartsýni á að vinna hópsins skili raunhæfum tillögum um uppbyggingu vallarins og stjórnvöld geti strax í kjölfarið hafist handa við áframhaldandi uppbyggingu Akureyrarflugvallar. Höfundur er bæjarfulltrúi (B) og formaður bæjarráðs Akureyrarbæjar.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar