Hver ráðstafar tekjunum þínum? Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar 26. september 2012 06:00 Eins og allir launþegar finn ég töluvert fyrir því hversu stóran skerf ríkið tekur af launum mínum mánaðarlega og er því afar umhugað hvernig þeirri upphæð er ráðstafað. Af þessum sökum undrast ég þegar ég heyri talað um áhugaleysi á stjórnmálum, hvað þá að einhverjir ætli ekki að nýta kosningarétt sinn. Hvernig má það vera að fólk vilji ekki hafa áhrif á það hvernig stórum hluta tekna þeirra í hverjum mánuði er ráðstafað? Nú ætla ég ekki að bera í bætifláka fyrir það að vinsældir stjórnmála og stjórnmálamanna eru í sögulegu lágmarki og Alþingi nýtur því miður einungis trausts 10% þjóðarinnar. Það virðist vera mikið óþol og pirringur gagnvart stjórnmálaumræðu almennt sem er miður og kallar á allsherjar endurskoðun á vinnubrögðum og samskiptum í stjórnmálum. Þetta breytir samt ekki þeirri staðreynd að þeir sem á Alþingi og í sveitastjórnum sitja eru fulltrúar sem þjóðin velur í lýðræðislegum kosningum til þess að halda um stjórnartaumana í landinu og ráðstafa stórum hluta tekna okkar. Eru það kjörnir fulltrúar?Stjórnmálaumræðan er komin mjög á skjön við það sem hún raunverulega snýst um í sinni einföldustu mynd. Ríkissjóðir, borgar- og bæjarsjóðir eru sameignarsjóðir okkar og við höfum reglulega tækifæri til þess að velja fulltrúa okkar í stjórn þeirra í kosningum. Það skiptir máli hvaða umgjörð við búum samfélagi okkar, hversu mikið jafnvægi er á milli einstaklingsfrelsis og ríkisafskipta. Til einföldunar er hægt að segja að þetta snúist um að velja á milli þeirra stjórnmálamanna sem vilja auka við þjónustuna og hækka í leiðinni prósentuna sem við greiðum í ríkissjóð og þeirra sem vilja veita sömu þjónustu með því að hagræða í kerfinu og lækka prósentuna sem við greiðum. Það skiptir öllu máli að halda úti nauðsynlegri samfélagsþjónustu eins og heilsugæslu, menntun, velferð, samgöngum o.fl. En hversu stórum hluta tekna okkar ættu stjórnmálamenn að ráðstafa fyrir okkur? Eða við sjálf?Með því að taka þátt í opnum prófkjörum stjórnmálaflokkanna veljum við þá einstaklinga sem við treystum til þess að ráðstafa hluta tekna okkar, það er mikil ábyrgð sem fylgir því. Með því að taka þátt í kosningum er einnig verið að velja þá aðferð sem hámarkar að okkar mati nýtingu þessa fjármagns í þágu samfélagsins. Þau sem búin eru að fá nóg af stjórnmálum og vilja breytingar eiga þá einfaldlega að velja þann sem líklegastur er til að breyta – það gerist ekki nema að taka þátt. Það er staðreynd að atkvæðið skiptir máli. Höfundur er framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Eins og allir launþegar finn ég töluvert fyrir því hversu stóran skerf ríkið tekur af launum mínum mánaðarlega og er því afar umhugað hvernig þeirri upphæð er ráðstafað. Af þessum sökum undrast ég þegar ég heyri talað um áhugaleysi á stjórnmálum, hvað þá að einhverjir ætli ekki að nýta kosningarétt sinn. Hvernig má það vera að fólk vilji ekki hafa áhrif á það hvernig stórum hluta tekna þeirra í hverjum mánuði er ráðstafað? Nú ætla ég ekki að bera í bætifláka fyrir það að vinsældir stjórnmála og stjórnmálamanna eru í sögulegu lágmarki og Alþingi nýtur því miður einungis trausts 10% þjóðarinnar. Það virðist vera mikið óþol og pirringur gagnvart stjórnmálaumræðu almennt sem er miður og kallar á allsherjar endurskoðun á vinnubrögðum og samskiptum í stjórnmálum. Þetta breytir samt ekki þeirri staðreynd að þeir sem á Alþingi og í sveitastjórnum sitja eru fulltrúar sem þjóðin velur í lýðræðislegum kosningum til þess að halda um stjórnartaumana í landinu og ráðstafa stórum hluta tekna okkar. Eru það kjörnir fulltrúar?Stjórnmálaumræðan er komin mjög á skjön við það sem hún raunverulega snýst um í sinni einföldustu mynd. Ríkissjóðir, borgar- og bæjarsjóðir eru sameignarsjóðir okkar og við höfum reglulega tækifæri til þess að velja fulltrúa okkar í stjórn þeirra í kosningum. Það skiptir máli hvaða umgjörð við búum samfélagi okkar, hversu mikið jafnvægi er á milli einstaklingsfrelsis og ríkisafskipta. Til einföldunar er hægt að segja að þetta snúist um að velja á milli þeirra stjórnmálamanna sem vilja auka við þjónustuna og hækka í leiðinni prósentuna sem við greiðum í ríkissjóð og þeirra sem vilja veita sömu þjónustu með því að hagræða í kerfinu og lækka prósentuna sem við greiðum. Það skiptir öllu máli að halda úti nauðsynlegri samfélagsþjónustu eins og heilsugæslu, menntun, velferð, samgöngum o.fl. En hversu stórum hluta tekna okkar ættu stjórnmálamenn að ráðstafa fyrir okkur? Eða við sjálf?Með því að taka þátt í opnum prófkjörum stjórnmálaflokkanna veljum við þá einstaklinga sem við treystum til þess að ráðstafa hluta tekna okkar, það er mikil ábyrgð sem fylgir því. Með því að taka þátt í kosningum er einnig verið að velja þá aðferð sem hámarkar að okkar mati nýtingu þessa fjármagns í þágu samfélagsins. Þau sem búin eru að fá nóg af stjórnmálum og vilja breytingar eiga þá einfaldlega að velja þann sem líklegastur er til að breyta – það gerist ekki nema að taka þátt. Það er staðreynd að atkvæðið skiptir máli. Höfundur er framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun