Hver ráðstafar tekjunum þínum? Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar 26. september 2012 06:00 Eins og allir launþegar finn ég töluvert fyrir því hversu stóran skerf ríkið tekur af launum mínum mánaðarlega og er því afar umhugað hvernig þeirri upphæð er ráðstafað. Af þessum sökum undrast ég þegar ég heyri talað um áhugaleysi á stjórnmálum, hvað þá að einhverjir ætli ekki að nýta kosningarétt sinn. Hvernig má það vera að fólk vilji ekki hafa áhrif á það hvernig stórum hluta tekna þeirra í hverjum mánuði er ráðstafað? Nú ætla ég ekki að bera í bætifláka fyrir það að vinsældir stjórnmála og stjórnmálamanna eru í sögulegu lágmarki og Alþingi nýtur því miður einungis trausts 10% þjóðarinnar. Það virðist vera mikið óþol og pirringur gagnvart stjórnmálaumræðu almennt sem er miður og kallar á allsherjar endurskoðun á vinnubrögðum og samskiptum í stjórnmálum. Þetta breytir samt ekki þeirri staðreynd að þeir sem á Alþingi og í sveitastjórnum sitja eru fulltrúar sem þjóðin velur í lýðræðislegum kosningum til þess að halda um stjórnartaumana í landinu og ráðstafa stórum hluta tekna okkar. Eru það kjörnir fulltrúar?Stjórnmálaumræðan er komin mjög á skjön við það sem hún raunverulega snýst um í sinni einföldustu mynd. Ríkissjóðir, borgar- og bæjarsjóðir eru sameignarsjóðir okkar og við höfum reglulega tækifæri til þess að velja fulltrúa okkar í stjórn þeirra í kosningum. Það skiptir máli hvaða umgjörð við búum samfélagi okkar, hversu mikið jafnvægi er á milli einstaklingsfrelsis og ríkisafskipta. Til einföldunar er hægt að segja að þetta snúist um að velja á milli þeirra stjórnmálamanna sem vilja auka við þjónustuna og hækka í leiðinni prósentuna sem við greiðum í ríkissjóð og þeirra sem vilja veita sömu þjónustu með því að hagræða í kerfinu og lækka prósentuna sem við greiðum. Það skiptir öllu máli að halda úti nauðsynlegri samfélagsþjónustu eins og heilsugæslu, menntun, velferð, samgöngum o.fl. En hversu stórum hluta tekna okkar ættu stjórnmálamenn að ráðstafa fyrir okkur? Eða við sjálf?Með því að taka þátt í opnum prófkjörum stjórnmálaflokkanna veljum við þá einstaklinga sem við treystum til þess að ráðstafa hluta tekna okkar, það er mikil ábyrgð sem fylgir því. Með því að taka þátt í kosningum er einnig verið að velja þá aðferð sem hámarkar að okkar mati nýtingu þessa fjármagns í þágu samfélagsins. Þau sem búin eru að fá nóg af stjórnmálum og vilja breytingar eiga þá einfaldlega að velja þann sem líklegastur er til að breyta – það gerist ekki nema að taka þátt. Það er staðreynd að atkvæðið skiptir máli. Höfundur er framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Eins og allir launþegar finn ég töluvert fyrir því hversu stóran skerf ríkið tekur af launum mínum mánaðarlega og er því afar umhugað hvernig þeirri upphæð er ráðstafað. Af þessum sökum undrast ég þegar ég heyri talað um áhugaleysi á stjórnmálum, hvað þá að einhverjir ætli ekki að nýta kosningarétt sinn. Hvernig má það vera að fólk vilji ekki hafa áhrif á það hvernig stórum hluta tekna þeirra í hverjum mánuði er ráðstafað? Nú ætla ég ekki að bera í bætifláka fyrir það að vinsældir stjórnmála og stjórnmálamanna eru í sögulegu lágmarki og Alþingi nýtur því miður einungis trausts 10% þjóðarinnar. Það virðist vera mikið óþol og pirringur gagnvart stjórnmálaumræðu almennt sem er miður og kallar á allsherjar endurskoðun á vinnubrögðum og samskiptum í stjórnmálum. Þetta breytir samt ekki þeirri staðreynd að þeir sem á Alþingi og í sveitastjórnum sitja eru fulltrúar sem þjóðin velur í lýðræðislegum kosningum til þess að halda um stjórnartaumana í landinu og ráðstafa stórum hluta tekna okkar. Eru það kjörnir fulltrúar?Stjórnmálaumræðan er komin mjög á skjön við það sem hún raunverulega snýst um í sinni einföldustu mynd. Ríkissjóðir, borgar- og bæjarsjóðir eru sameignarsjóðir okkar og við höfum reglulega tækifæri til þess að velja fulltrúa okkar í stjórn þeirra í kosningum. Það skiptir máli hvaða umgjörð við búum samfélagi okkar, hversu mikið jafnvægi er á milli einstaklingsfrelsis og ríkisafskipta. Til einföldunar er hægt að segja að þetta snúist um að velja á milli þeirra stjórnmálamanna sem vilja auka við þjónustuna og hækka í leiðinni prósentuna sem við greiðum í ríkissjóð og þeirra sem vilja veita sömu þjónustu með því að hagræða í kerfinu og lækka prósentuna sem við greiðum. Það skiptir öllu máli að halda úti nauðsynlegri samfélagsþjónustu eins og heilsugæslu, menntun, velferð, samgöngum o.fl. En hversu stórum hluta tekna okkar ættu stjórnmálamenn að ráðstafa fyrir okkur? Eða við sjálf?Með því að taka þátt í opnum prófkjörum stjórnmálaflokkanna veljum við þá einstaklinga sem við treystum til þess að ráðstafa hluta tekna okkar, það er mikil ábyrgð sem fylgir því. Með því að taka þátt í kosningum er einnig verið að velja þá aðferð sem hámarkar að okkar mati nýtingu þessa fjármagns í þágu samfélagsins. Þau sem búin eru að fá nóg af stjórnmálum og vilja breytingar eiga þá einfaldlega að velja þann sem líklegastur er til að breyta – það gerist ekki nema að taka þátt. Það er staðreynd að atkvæðið skiptir máli. Höfundur er framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar