Poppsöngkonan Kylie Minogue er 44ra ára en er aldeilis ekki hrædd við að fækka fötum í myndbandi við nýjasta lag sitt, Flower.
Kylie leikstýrir einnig myndbandinu og er ansi munúðarfull í því. Hún átti sterka endurkomu fyrr á árinu með danslaginu Timebomb en Flower er hins vegar ballaða.
Skoða myndirnar hér.
Myndbandið byrjar á því að Kylie er fljótandi í á, sem minnir um margt á myndbandið við lagið Where the Wild Roses Go sem Kylie söng með meistara Nick Cave. Kylie fær sér líka göngutúr um engi og skóg í gagnsæjum, hvítum kjól. Þá sýnir Kylie línurnar er hún liggur á bekk, aðeins með hvítt lak yfir sér.
Flower er á plötunni The Abbey Road Sessions sem kemur út 29. október og fagnar 25 ára tónlistarferli söngdívunnar.
Hér er hægt að horfa á myndbandið djarfa
Kylie afklæðist í nýju myndbandi
Mest lesið
Fleiri fréttir
