Viðskipti innlent

Öllu starfs­fólki Ramma­gerðarinnar sagt upp

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Rammagerðin rekur fimm verslanir, þar sem íslenskt handverk og hönnun eru til sölu.
Rammagerðin rekur fimm verslanir, þar sem íslenskt handverk og hönnun eru til sölu. Vísir/vilhelm

Öllu starfsfólki Rammagerðarinnar, eða 39 manns, var sagt upp nú um mánaðamótin. Þetta staðfestir Ólöf Kristín Sveinsdóttir framkvæmdastjóri Rammagerðarinnar í samtali við mbl.is.

Ólöf segir við mbl.is að um óumflýjanlega varúðarráðstöfun sé að ræða. Stærstur hluti viðskiptavina Rammagerðarinnar, sem selur íslenska hönnun og handverk í fimm verslunum sínum, séu erlendir ferðamenn. Þeir eru af skornum skammti á landinu um þessar mundir vegna faraldurs kórónuveiru.

Þá segir Ólöf að vonir séu bundnar við að hægt verði að ráða alla starfsmennina aftur til starfa. Vísir hefur ekki náð tali af Ólöfu nú í kvöld.

Uppsagnir hafa verið nær daglegt brauð á íslenskum vinnumarkaði síðustu vikur en mörgþúsund manns, einkum í greinum tengdum ferðaþjónustu, hafa misst vinnuna sökum faraldursins.


Tengdar fréttir





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×