Skemmtileg (óþolandi) tónlist Jónas Sen skrifar 26. september 2012 13:37 Að spila fjórhent á píanó er góð skemmtun. Ef maður er lítill og mjór. Plássið fyrir tvo við sama hljómborðið er ekki stórt. Sumir dúettar enda jafnvel með handalögmálum. Ég man ekki eftir að hafa séð tvo feita píanóleikara spila fjórhent. John Humphreys og Allan Schiller eru líka sæmilega nettir menn. Enda reyndu þeir ekki að bíta hvor annan á barkann á tónleikum í Salnum í Kópavogi á sunnudaginn var. Efnisskráin var fjölbreytt, allt frá léttum og vinsælum ungverskum dönsum eftir Brahms yfir í sónötu eftir Hindemith. Humphreys baðst reyndar afsökunar á því verki. Hann sagði að sónötuna væri mun skemmtilegra að spila en að hlusta á. Konan hans þyldi hana ekki. Hindemith er vissulega ekki tónlist sem maður setur á fóninn í partíi. Að minnsta kosti ekki ef maður vill vera sæmilega vinsæll. En leikgleðin á tónleikunum var slík að það var ekki annað hægt en að hrífast með. Tæknin var frábær, hröð hlaup stórglæsileg, samspilið nákvæmt og fágað. Fágun var einmitt einkennismerki spilamennskunnar. Hún kom ekki síst fram í fyrstu tónsmíðinni á dagskránni. Það var sjötti Branderburgarkonsert Bachs í umritun Max Reger. Hver einasti hljómur var mótaður af aðdáunarverðri smekkvísi, allar hendingarnar voru fagurlega mótaðar. Svipaða sögu er að segja um flest annað á tónleikunum, Fantasíu KV 594 eftir Mozart, Gæsamömmu eftir Ravel, mars eftir Schubert og fimm ungverska dansa eftir Brahms. Leikurinn var fagmannlegur, lifandi, öruggur og spennuþrunginn. Auðvitað voru einhverjir hnökrar greinanlegir. Á tónleikum er ekki við öðru að búast. Humphreys gretti sig alltaf þegar hann sló feilnótu, sem var dálítið skrítið. Ég er fákunnandi í almannatengslum, en það getur varla verið gott að auglýsa það sérstaklega ef maður gerir mistök! Fyrir utan þetta mátti helst finna að fantasíunni í f-moll eftir Schubert. Hún er bæði angurvær og dramatísk, enda samin rétt fyrir dauða tónskáldsins. Drunginn skilaði sér ekki á tónleikunum. Þvert á móti var einhver undarlegur "hæ diddelí dú" bragur yfir túlkuninni. Spilamennskan var of hröð, það var óþolinmæði í henni sem gerði að verkum að tónlistin komst aldrei á flug. Að öðru leyti voru þetta skemmtilegir tónleikar sem lofa góðu um veturinn fram undan í Salnum Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira
Að spila fjórhent á píanó er góð skemmtun. Ef maður er lítill og mjór. Plássið fyrir tvo við sama hljómborðið er ekki stórt. Sumir dúettar enda jafnvel með handalögmálum. Ég man ekki eftir að hafa séð tvo feita píanóleikara spila fjórhent. John Humphreys og Allan Schiller eru líka sæmilega nettir menn. Enda reyndu þeir ekki að bíta hvor annan á barkann á tónleikum í Salnum í Kópavogi á sunnudaginn var. Efnisskráin var fjölbreytt, allt frá léttum og vinsælum ungverskum dönsum eftir Brahms yfir í sónötu eftir Hindemith. Humphreys baðst reyndar afsökunar á því verki. Hann sagði að sónötuna væri mun skemmtilegra að spila en að hlusta á. Konan hans þyldi hana ekki. Hindemith er vissulega ekki tónlist sem maður setur á fóninn í partíi. Að minnsta kosti ekki ef maður vill vera sæmilega vinsæll. En leikgleðin á tónleikunum var slík að það var ekki annað hægt en að hrífast með. Tæknin var frábær, hröð hlaup stórglæsileg, samspilið nákvæmt og fágað. Fágun var einmitt einkennismerki spilamennskunnar. Hún kom ekki síst fram í fyrstu tónsmíðinni á dagskránni. Það var sjötti Branderburgarkonsert Bachs í umritun Max Reger. Hver einasti hljómur var mótaður af aðdáunarverðri smekkvísi, allar hendingarnar voru fagurlega mótaðar. Svipaða sögu er að segja um flest annað á tónleikunum, Fantasíu KV 594 eftir Mozart, Gæsamömmu eftir Ravel, mars eftir Schubert og fimm ungverska dansa eftir Brahms. Leikurinn var fagmannlegur, lifandi, öruggur og spennuþrunginn. Auðvitað voru einhverjir hnökrar greinanlegir. Á tónleikum er ekki við öðru að búast. Humphreys gretti sig alltaf þegar hann sló feilnótu, sem var dálítið skrítið. Ég er fákunnandi í almannatengslum, en það getur varla verið gott að auglýsa það sérstaklega ef maður gerir mistök! Fyrir utan þetta mátti helst finna að fantasíunni í f-moll eftir Schubert. Hún er bæði angurvær og dramatísk, enda samin rétt fyrir dauða tónskáldsins. Drunginn skilaði sér ekki á tónleikunum. Þvert á móti var einhver undarlegur "hæ diddelí dú" bragur yfir túlkuninni. Spilamennskan var of hröð, það var óþolinmæði í henni sem gerði að verkum að tónlistin komst aldrei á flug. Að öðru leyti voru þetta skemmtilegir tónleikar sem lofa góðu um veturinn fram undan í Salnum
Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira