Innlent

Hægt að lækka lyfjaútgjöld um 160 milljónir með einu lyfi

Tryggingastofnun ríksins gæti sparað um 160 milljónir króna í lyfjakostnað á ári ef hægt væri að kaupa samheitalyfið Sivacor, sem lækkar blóðfitu, á sama verði og í Danmörku. Hlutur sjúklinga yrði þá einnig tíu þúsund krónum lægri.

Actavis framleiðir lyfið sem selt er bæði hérlendis og í Danmörku. Fyrirtækið er eini samheitalyfjaframleiðandinn sem náð hefur fótfestu hér á landi. Á vefsíðu Tryggingastofnunar kemur fram að lyfjakostnaður hafi lækkað en enn meira megi spara með ódýrari samheitalyfjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×